Pútín styður Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2019 20:30 Vladimír Pútín og Donald Trump virðast vera ágætis félagar. AP/Susan Walsh Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum.Fulltrúadeild Bandaríkjaþingssamþykkti í nótt að íslenskum tíma að ákæra Trump fyrir brot í starfi.Er honum gefið að sök að hafa misnotað vald sitt og að hafa heft framgang rannsóknar bandaríkjaþings. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera ákærður af þinginu.Pútín hélt árlegan maraþonjólablaðamannafund sinn í dagog var hann spurður um vendingar næturinnar í Bandaríkjunum. Sakaði hann demókrataflokkinn um að ætla sér að bæta upp fyrir tapið í forsetakosningunum árið 2016 með því að ákæra Trump.„Fyrst með því að saka Trump um samsæri með Rússum og svo kemur í ljós að það var ekkert samsæri,“ sagði Pútín en rétt er að taka fram að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump sagði Robert Mueller, sem fór fyrir rannsókn málsins, að skýrsla hans hafi ekki hreinsaðhann af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið.Sagði Pútín að þar sem demókrötum hafi ekki tekist að ákæra forsetann fyrir þessi mál hafi þeir „skáldað upp“ þrýsting á forseta Úkraínu. Önnur ákæran snýr einmitt að því að Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári.Sagði Pútín að honum þætti það ólíklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni, sem tekur fyrir ákærurnar, myndu greiða atkvæða með því að fjarlægja Trump úr embætti.„Ég efast um að þeir muni fjarlægja fulltrúa eigin flokks úr stóli byggða á ásökunum sem eru að mínu mati algjörlega tilbúar,“ sagði Pútín. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum.Fulltrúadeild Bandaríkjaþingssamþykkti í nótt að íslenskum tíma að ákæra Trump fyrir brot í starfi.Er honum gefið að sök að hafa misnotað vald sitt og að hafa heft framgang rannsóknar bandaríkjaþings. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera ákærður af þinginu.Pútín hélt árlegan maraþonjólablaðamannafund sinn í dagog var hann spurður um vendingar næturinnar í Bandaríkjunum. Sakaði hann demókrataflokkinn um að ætla sér að bæta upp fyrir tapið í forsetakosningunum árið 2016 með því að ákæra Trump.„Fyrst með því að saka Trump um samsæri með Rússum og svo kemur í ljós að það var ekkert samsæri,“ sagði Pútín en rétt er að taka fram að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump sagði Robert Mueller, sem fór fyrir rannsókn málsins, að skýrsla hans hafi ekki hreinsaðhann af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið.Sagði Pútín að þar sem demókrötum hafi ekki tekist að ákæra forsetann fyrir þessi mál hafi þeir „skáldað upp“ þrýsting á forseta Úkraínu. Önnur ákæran snýr einmitt að því að Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári.Sagði Pútín að honum þætti það ólíklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni, sem tekur fyrir ákærurnar, myndu greiða atkvæða með því að fjarlægja Trump úr embætti.„Ég efast um að þeir muni fjarlægja fulltrúa eigin flokks úr stóli byggða á ásökunum sem eru að mínu mati algjörlega tilbúar,“ sagði Pútín.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sjá meira
Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04
Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59
Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15
Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00