Pútín styður Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2019 20:30 Vladimír Pútín og Donald Trump virðast vera ágætis félagar. AP/Susan Walsh Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum.Fulltrúadeild Bandaríkjaþingssamþykkti í nótt að íslenskum tíma að ákæra Trump fyrir brot í starfi.Er honum gefið að sök að hafa misnotað vald sitt og að hafa heft framgang rannsóknar bandaríkjaþings. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera ákærður af þinginu.Pútín hélt árlegan maraþonjólablaðamannafund sinn í dagog var hann spurður um vendingar næturinnar í Bandaríkjunum. Sakaði hann demókrataflokkinn um að ætla sér að bæta upp fyrir tapið í forsetakosningunum árið 2016 með því að ákæra Trump.„Fyrst með því að saka Trump um samsæri með Rússum og svo kemur í ljós að það var ekkert samsæri,“ sagði Pútín en rétt er að taka fram að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump sagði Robert Mueller, sem fór fyrir rannsókn málsins, að skýrsla hans hafi ekki hreinsaðhann af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið.Sagði Pútín að þar sem demókrötum hafi ekki tekist að ákæra forsetann fyrir þessi mál hafi þeir „skáldað upp“ þrýsting á forseta Úkraínu. Önnur ákæran snýr einmitt að því að Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári.Sagði Pútín að honum þætti það ólíklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni, sem tekur fyrir ákærurnar, myndu greiða atkvæða með því að fjarlægja Trump úr embætti.„Ég efast um að þeir muni fjarlægja fulltrúa eigin flokks úr stóli byggða á ásökunum sem eru að mínu mati algjörlega tilbúar,“ sagði Pútín. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum.Fulltrúadeild Bandaríkjaþingssamþykkti í nótt að íslenskum tíma að ákæra Trump fyrir brot í starfi.Er honum gefið að sök að hafa misnotað vald sitt og að hafa heft framgang rannsóknar bandaríkjaþings. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera ákærður af þinginu.Pútín hélt árlegan maraþonjólablaðamannafund sinn í dagog var hann spurður um vendingar næturinnar í Bandaríkjunum. Sakaði hann demókrataflokkinn um að ætla sér að bæta upp fyrir tapið í forsetakosningunum árið 2016 með því að ákæra Trump.„Fyrst með því að saka Trump um samsæri með Rússum og svo kemur í ljós að það var ekkert samsæri,“ sagði Pútín en rétt er að taka fram að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump sagði Robert Mueller, sem fór fyrir rannsókn málsins, að skýrsla hans hafi ekki hreinsaðhann af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið.Sagði Pútín að þar sem demókrötum hafi ekki tekist að ákæra forsetann fyrir þessi mál hafi þeir „skáldað upp“ þrýsting á forseta Úkraínu. Önnur ákæran snýr einmitt að því að Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári.Sagði Pútín að honum þætti það ólíklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni, sem tekur fyrir ákærurnar, myndu greiða atkvæða með því að fjarlægja Trump úr embætti.„Ég efast um að þeir muni fjarlægja fulltrúa eigin flokks úr stóli byggða á ásökunum sem eru að mínu mati algjörlega tilbúar,“ sagði Pútín.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04
Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59
Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15
Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00