Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 19:49 Nancy Pelosi og Donald Trump. Vísir/AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. Fulltrúadeildin mun síðar í kvöld greiða atkvæði um hvort ákæra eigi Trump í tveimur liðum fyrir embættisbrot. Líklegt er að atkvæðagreiðslurnar muni fylgja flokkslínum sem þýðir að Trump mun verða ákærður, þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni. Trump sendi Pelosi í gær harðort bréf þar sem hann sagði ákæruferlið í þinginu vera ígildi valdaráns. Með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot myndu demókratar lýsa yfir stríði gegn bandarísku lýðræði.Fylgjast má með umræðum um ákæruna og atkvæðagreiðslu í beinni útsendingu hér að neðan. Pelosi ávarpaði þingmenn nú í kvöld þar sem hún sagði að hlutverk þingmanna í kvöld væri að „verja lýðræðið fyrir almenning í landinu,“ undir dynjandi lófaklappi samflokksmanna hennar í Demókrataflokknum. Sagði hún Trump, með hegðun hans, ekki hafa gefið þingmönnum annað val en að gefa út ákærur á hendur honum. „Það er staðreynd að forsetinn er ógn við þjóðaröryggi og kosningaferlið okkar, hornstein lýðræðisins,“ sagði Pelosi. Verði Trump ákærður fyrir embættisbrot verður hann þriðji forsetinn sem fær ákæru í andlitið. Hinir eru Andrew Johnson árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Hvorugur þeirra var þó fjarlægður af forsetastól. Verði ákærurnar gefnar út fer málið til öldungadeildarinnar þar sem réttarhöld yfir Trump munu fara fram. Tvær ákærur Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45 Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. Fulltrúadeildin mun síðar í kvöld greiða atkvæði um hvort ákæra eigi Trump í tveimur liðum fyrir embættisbrot. Líklegt er að atkvæðagreiðslurnar muni fylgja flokkslínum sem þýðir að Trump mun verða ákærður, þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni. Trump sendi Pelosi í gær harðort bréf þar sem hann sagði ákæruferlið í þinginu vera ígildi valdaráns. Með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot myndu demókratar lýsa yfir stríði gegn bandarísku lýðræði.Fylgjast má með umræðum um ákæruna og atkvæðagreiðslu í beinni útsendingu hér að neðan. Pelosi ávarpaði þingmenn nú í kvöld þar sem hún sagði að hlutverk þingmanna í kvöld væri að „verja lýðræðið fyrir almenning í landinu,“ undir dynjandi lófaklappi samflokksmanna hennar í Demókrataflokknum. Sagði hún Trump, með hegðun hans, ekki hafa gefið þingmönnum annað val en að gefa út ákærur á hendur honum. „Það er staðreynd að forsetinn er ógn við þjóðaröryggi og kosningaferlið okkar, hornstein lýðræðisins,“ sagði Pelosi. Verði Trump ákærður fyrir embættisbrot verður hann þriðji forsetinn sem fær ákæru í andlitið. Hinir eru Andrew Johnson árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Hvorugur þeirra var þó fjarlægður af forsetastól. Verði ákærurnar gefnar út fer málið til öldungadeildarinnar þar sem réttarhöld yfir Trump munu fara fram. Tvær ákærur Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45 Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45
Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45
Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34