Sportpakkinn: Barcelona og Real jöfn á toppnum fyrir áhugaverðan „El Clásico“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 15:00 Lionel Messi fær að heyra það frá Sergio Ramos í leik Real Madrid og Barcelona í fyrra. Getty/David S. Bustamante Barcelona og Real Madrid mætast í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Upphaflega áttu liðin að spila 26. október en leiknum var frestað vegna átaka í Barcelona í kjölfar dóms á nokkrum leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. Arnar Björnsson skoðaði kringumstæður leiksins í kvöld. Katalónsku sjálfstæðissinnarnuir fengu 9 til 13 ára fangelsisdóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í óþökk stjórnlagadómstóls og ríkisstjórnar Spánar. „El Clasico“, eins og rimma liðanna er oftast kölluð, er einn stærsti fótboltaleikur á hverju ári og leikurinn í Barcelona í kvöld er ákaflega áhugaverður. Liðin eru jöfn að stigum, Barcelona er ofar á markamun en tveimur mörkum munar á liðunum. Hotel Sofía, sem er 600 metrum frá Nou Camp, verður nokkurs konar bækistöð, bæði liðin komu þangað um hádegið og þar verða einnig dómarinn og aðstoðarmenn hans. Liðin borða hvort á sinni hæðinni og liðsrúturnar fara samtímis á völlinn í lögreglufylgd. Öryggisgæslan verður óvenju mikil. Ivan Rakitic miðjumaður Barcelona lenti í vandræðum með að komast af flugvellinum og knattspyrnustjórinn, Ernesto Valverde, fékk far á vélhjóli en missti af æfingu þegar hann sótti Frenkie de Jong sem var fastur á flugvellinum í einhvern tíma. Liðin hafa mæst 242 sinnum í öllum keppnum en þetta verður 179. leikur liðanna í la liga, bæði hafa unnið 72 leiki en 34 sinnum hafa þau skilið jöfn. Markatalan í leikjunum 178 er mjög áþekk, Real Madrid hefur skoraði 181 mark en fengið á sig 110 en markatalan hjá Barcelona er 179-105. Barcelona hefur haft betur síðustu árin, í 23 leikjum frá 2008 hefur Barcelona unnið 14 en Real Madrid 5. Barcelona hefur ekki tapað í 6 síðustu leikjum, unnið fjóra þeirra. Javier Tebas, forseti La Liga, er harður stuðningsmaður VOX flokksins sem er lengst til hægri í litrófinu í spænskum stjórnmálum. Hann er ekki vinsæll í Katalíníu. Tebes lagði til að leikurinn yrði færður frá Barcelóna til Madrídar en bæði lið lögðust gegn því. Leikurinn í kvöld snýst ekki bara um úrslit, átökin í spænskum stjórnmálum verða einnig í brennidepli. Leikurinn byrjar klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 sport. Grein Arnars Björnsson um leikinn er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Mikil spenna fyrir El Clásico Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Fleiri fréttir Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Sjá meira
Barcelona og Real Madrid mætast í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Upphaflega áttu liðin að spila 26. október en leiknum var frestað vegna átaka í Barcelona í kjölfar dóms á nokkrum leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. Arnar Björnsson skoðaði kringumstæður leiksins í kvöld. Katalónsku sjálfstæðissinnarnuir fengu 9 til 13 ára fangelsisdóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í óþökk stjórnlagadómstóls og ríkisstjórnar Spánar. „El Clasico“, eins og rimma liðanna er oftast kölluð, er einn stærsti fótboltaleikur á hverju ári og leikurinn í Barcelona í kvöld er ákaflega áhugaverður. Liðin eru jöfn að stigum, Barcelona er ofar á markamun en tveimur mörkum munar á liðunum. Hotel Sofía, sem er 600 metrum frá Nou Camp, verður nokkurs konar bækistöð, bæði liðin komu þangað um hádegið og þar verða einnig dómarinn og aðstoðarmenn hans. Liðin borða hvort á sinni hæðinni og liðsrúturnar fara samtímis á völlinn í lögreglufylgd. Öryggisgæslan verður óvenju mikil. Ivan Rakitic miðjumaður Barcelona lenti í vandræðum með að komast af flugvellinum og knattspyrnustjórinn, Ernesto Valverde, fékk far á vélhjóli en missti af æfingu þegar hann sótti Frenkie de Jong sem var fastur á flugvellinum í einhvern tíma. Liðin hafa mæst 242 sinnum í öllum keppnum en þetta verður 179. leikur liðanna í la liga, bæði hafa unnið 72 leiki en 34 sinnum hafa þau skilið jöfn. Markatalan í leikjunum 178 er mjög áþekk, Real Madrid hefur skoraði 181 mark en fengið á sig 110 en markatalan hjá Barcelona er 179-105. Barcelona hefur haft betur síðustu árin, í 23 leikjum frá 2008 hefur Barcelona unnið 14 en Real Madrid 5. Barcelona hefur ekki tapað í 6 síðustu leikjum, unnið fjóra þeirra. Javier Tebas, forseti La Liga, er harður stuðningsmaður VOX flokksins sem er lengst til hægri í litrófinu í spænskum stjórnmálum. Hann er ekki vinsæll í Katalíníu. Tebes lagði til að leikurinn yrði færður frá Barcelóna til Madrídar en bæði lið lögðust gegn því. Leikurinn í kvöld snýst ekki bara um úrslit, átökin í spænskum stjórnmálum verða einnig í brennidepli. Leikurinn byrjar klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 sport. Grein Arnars Björnsson um leikinn er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Mikil spenna fyrir El Clásico
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Fleiri fréttir Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Sjá meira