Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2019 11:26 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir tímasetningu tilkynningar Ásmundar sérstaka og veltir fyrir sér hvort hann sé með hana á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn sé að hefna sín. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. Þórhildur Sunna segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af bréfaskriftum Ásmundar en segir tímasetninguna vekja furðu. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Ásmundur hafi sent forseta Evrópuráðsþingsins erindi þar sem vakin er athygli á því að siðanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur. Brotið fólst í ummælum sem Þórhildur Sunna lét falla um Ásmund í Silfrinu í febrúar, þar sem hún sagði rökstuddan grun um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Vissi ekki af bréfaskriftunum Í samtali við Morgunblaðið segir Ásmundur að honum þyki mikilvægt að gera Evrópuráðsþinginu viðvart um þessi brot. Þórhildur Sunna segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum bréfaskriftum Ásmundar til forseta þingsins. Hafði Ásmundur upplýst þig um að hann hygðist tilkynna þetta til Evrópuráðsþingsins? „Ásmundur hafði ekki látið mig vita af slíku. En ég velti fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi vitað af þessu? Hvort þetta sé annaðhvort það að Ásmundur Friðriksson nái mér ekki út úr heilanum sínum eða þá að Sjálfstæðisflokkurinn sé þarna að hefna sín fyrir þá frumkvæðisathugun sem ég átti frumkvæði að í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á hæfi Kristjáns Þórs (Júlíussonar sjávarútvegsráðherra),“ segir Þórhildur Sunna. Vísar hún til frumkvæðisathugunar á hæfi sjávarútvegsráðherra í kjölfar Samherjamálsins. Tímsetningin skrýtin „Mér finnst allavega tímasetningin á þessum bréfaskriftum hans vekja upp spurningar. Vegna þess að ekki gerði hann þetta þegar þessi úrskurður féll heldur bíður hann þar til nú, stuttu eftir að þessi frumkvæðisrannsókn fer af stað.“ Hún segist ekki vita til þess að það hafi tíðkast að þingmenn þjóðþinga sendi bréf til Evrópuráðsþingsins um aðra þingmenn. „Ég býst ekki við öðru en að þessu verði svarað á einn eða annan hátt en ég hef í sjálfu sér bara engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún segir bréfaskrifin lýsa misskilningi á því hvernig Evrópuráðið virkar. „Þarna er Ásmundur að reyna að koma mér út úr Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins en hefur greinilega ekki hugmynd um að slíkt er bara á forræði íslenska þingsins. Hann ætti því frekar að leita á náðir Steingríms J. Sigfússonar (forseta Alþingis) eða eða kollega sinna í ríkisstjórn vilji þeir sprengja upp allt samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu og fjarlægja mig úr þessari nefnd,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Viðurkenndi að greiðslurnar orkuðu tvímælis Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. Þórhildur Sunna segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af bréfaskriftum Ásmundar en segir tímasetninguna vekja furðu. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Ásmundur hafi sent forseta Evrópuráðsþingsins erindi þar sem vakin er athygli á því að siðanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur. Brotið fólst í ummælum sem Þórhildur Sunna lét falla um Ásmund í Silfrinu í febrúar, þar sem hún sagði rökstuddan grun um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Vissi ekki af bréfaskriftunum Í samtali við Morgunblaðið segir Ásmundur að honum þyki mikilvægt að gera Evrópuráðsþinginu viðvart um þessi brot. Þórhildur Sunna segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum bréfaskriftum Ásmundar til forseta þingsins. Hafði Ásmundur upplýst þig um að hann hygðist tilkynna þetta til Evrópuráðsþingsins? „Ásmundur hafði ekki látið mig vita af slíku. En ég velti fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi vitað af þessu? Hvort þetta sé annaðhvort það að Ásmundur Friðriksson nái mér ekki út úr heilanum sínum eða þá að Sjálfstæðisflokkurinn sé þarna að hefna sín fyrir þá frumkvæðisathugun sem ég átti frumkvæði að í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á hæfi Kristjáns Þórs (Júlíussonar sjávarútvegsráðherra),“ segir Þórhildur Sunna. Vísar hún til frumkvæðisathugunar á hæfi sjávarútvegsráðherra í kjölfar Samherjamálsins. Tímsetningin skrýtin „Mér finnst allavega tímasetningin á þessum bréfaskriftum hans vekja upp spurningar. Vegna þess að ekki gerði hann þetta þegar þessi úrskurður féll heldur bíður hann þar til nú, stuttu eftir að þessi frumkvæðisrannsókn fer af stað.“ Hún segist ekki vita til þess að það hafi tíðkast að þingmenn þjóðþinga sendi bréf til Evrópuráðsþingsins um aðra þingmenn. „Ég býst ekki við öðru en að þessu verði svarað á einn eða annan hátt en ég hef í sjálfu sér bara engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún segir bréfaskrifin lýsa misskilningi á því hvernig Evrópuráðið virkar. „Þarna er Ásmundur að reyna að koma mér út úr Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins en hefur greinilega ekki hugmynd um að slíkt er bara á forræði íslenska þingsins. Hann ætti því frekar að leita á náðir Steingríms J. Sigfússonar (forseta Alþingis) eða eða kollega sinna í ríkisstjórn vilji þeir sprengja upp allt samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu og fjarlægja mig úr þessari nefnd,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Viðurkenndi að greiðslurnar orkuðu tvímælis Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10