Í ljósi umræðunnar - Jarðstrengur við Sauðárkrók Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 17. desember 2019 17:00 Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 15. desember gagnrýndi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, okkur hjá Landsneti og taldi að fyrirtækið hefði dregið lappirnar við uppbyggingu flutningskerfis í sveitarfélaginu. Við þessu brást Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets með því að benda á að breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna hafi tekið of langan tíma. Í kerfisáætlun Landsnets árið 2015 var tekin ákvörðun um lagningu jarðstrengs frá Varmahlíð að tengivirkinu á Sauðárkróki ásamt stækkun spennistöðva. Í áætluninni var gert ráð fyrir að framkvæmdir yrðu á árinu 2018. Við undirbúning framkvæmdanna árið 2016 óskaði sveitarfélagið eftir því við Landsnet að tengivirki yrði fært þar sem staðsetning þess á samþykktu skipulagi væri of nálægt íbúðabyggð. Eftir viðræður milli sveitarfélagsins, RARIK og Landsnets var fallist á nýja staðsetningu tengivirkisins. Í kjölfarið hófst vinna við að velja nýja leið fyrir jarðstrengi og staðsetja tengivirki á nýrri lóð í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins. Þann 17. janúar 2017 var beiðni send skipulags- og byggingarfulltrúa um að lokið yrði við breytingu á aðalskipulagi í samræmi við nýja strengleið. Unnið var að undirbúningi verksins samhliða leyfisveitingaferlinu en áætlað var að framkvæmdir gætu hafist vorið 2018 og þeim lyki síðsumars 2019. Farið var í útboð á jarðstreng síðla árs 2017, samið um innkaup um áramótin 2017-2018 og var jarðstrengurinn kominn til landsins vorið 2018. Þar sem staðfesting sveitarstjórnar á aðalskipulagi hafði ekki borist var verkefnið stöðvað. Þann 24. apríl 2019 staðfesti sveitarstjórn aðalskipulagið og sendi það Skipulagsstofnun til staðfestingar. Staðfesting Skipulagsstofnunar barst sveitarfélaginu þann 19. júní 2019 og var hún auglýst í Stjórnartíðindum í kjölfarið. Tilboð í jarðvinnu og lagningu strengsins voru opnuð þann 20. júní 2019 eða daginn eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar. Umsókn um framkvæmdaleyfi var send sveitarfélaginu 26. júní 2019 og gefið út 25. júlí 2019. Unnið var að niðurlagningu strengsins eins lengi og veður leyfði nú í vetur auk þess sem unnið var að byggingu húsa fyrir tengivirki á báðum stöðum. Við hjá Landsneti höfum lagt mikla áherslu á samtal og samráð undanfarin ár þegar kemur að verkefnum sem við erum að framkvæma eða hefja framkvæmdir á. Fyrir okkur skiptir máli að eiga í stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem byggist á hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 15. desember gagnrýndi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, okkur hjá Landsneti og taldi að fyrirtækið hefði dregið lappirnar við uppbyggingu flutningskerfis í sveitarfélaginu. Við þessu brást Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets með því að benda á að breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna hafi tekið of langan tíma. Í kerfisáætlun Landsnets árið 2015 var tekin ákvörðun um lagningu jarðstrengs frá Varmahlíð að tengivirkinu á Sauðárkróki ásamt stækkun spennistöðva. Í áætluninni var gert ráð fyrir að framkvæmdir yrðu á árinu 2018. Við undirbúning framkvæmdanna árið 2016 óskaði sveitarfélagið eftir því við Landsnet að tengivirki yrði fært þar sem staðsetning þess á samþykktu skipulagi væri of nálægt íbúðabyggð. Eftir viðræður milli sveitarfélagsins, RARIK og Landsnets var fallist á nýja staðsetningu tengivirkisins. Í kjölfarið hófst vinna við að velja nýja leið fyrir jarðstrengi og staðsetja tengivirki á nýrri lóð í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins. Þann 17. janúar 2017 var beiðni send skipulags- og byggingarfulltrúa um að lokið yrði við breytingu á aðalskipulagi í samræmi við nýja strengleið. Unnið var að undirbúningi verksins samhliða leyfisveitingaferlinu en áætlað var að framkvæmdir gætu hafist vorið 2018 og þeim lyki síðsumars 2019. Farið var í útboð á jarðstreng síðla árs 2017, samið um innkaup um áramótin 2017-2018 og var jarðstrengurinn kominn til landsins vorið 2018. Þar sem staðfesting sveitarstjórnar á aðalskipulagi hafði ekki borist var verkefnið stöðvað. Þann 24. apríl 2019 staðfesti sveitarstjórn aðalskipulagið og sendi það Skipulagsstofnun til staðfestingar. Staðfesting Skipulagsstofnunar barst sveitarfélaginu þann 19. júní 2019 og var hún auglýst í Stjórnartíðindum í kjölfarið. Tilboð í jarðvinnu og lagningu strengsins voru opnuð þann 20. júní 2019 eða daginn eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar. Umsókn um framkvæmdaleyfi var send sveitarfélaginu 26. júní 2019 og gefið út 25. júlí 2019. Unnið var að niðurlagningu strengsins eins lengi og veður leyfði nú í vetur auk þess sem unnið var að byggingu húsa fyrir tengivirki á báðum stöðum. Við hjá Landsneti höfum lagt mikla áherslu á samtal og samráð undanfarin ár þegar kemur að verkefnum sem við erum að framkvæma eða hefja framkvæmdir á. Fyrir okkur skiptir máli að eiga í stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem byggist á hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar