Handbolti

Bestu ungu leikmenn Olís-deildanna koma frá Akureyri og úr Kópavogi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bestu ungu leikmenn fyrri hluta tímabilsins í Olís-deildunum í handbolta, Dagur Gautason og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir.
Bestu ungu leikmenn fyrri hluta tímabilsins í Olís-deildunum í handbolta, Dagur Gautason og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir. mynd/stöð 2 sport

Fjölmörg verðlaun voru veitt í jólaþætti Seinni bylgjunnar á Ölveri í gær. Þar var farið yfir fyrri hluta tímabilsins í Olís-deildunum í handbolta.

KA-maðurinn Dagur Gautason var valinn besti ungi leikmaður Olís-deildar karla og HK-ingurinn Jóhanna Margrét Sigurðardóttir besti ungi leikmaður Olís-deildar kvenna.

Dagur er markahæsti leikmaður KA í vetur með 67 mörk í 14 leikjum. Jóhanna Margrét hefur skorað 52 mörk í ellefu leikjum er markahæst í liði HK.

Klippa: Seinni bylgjan: Bestu ungu leikmenn fyrri hlutans

 

Þjálfarar toppliðanna voru valdir þeir bestu í fyrri hlutanum; Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í Olís-deild karla og Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í Olís-deild kvenna.

Klippa: Seinni bylgjan: Besti þjálfari fyrri hluta Olís-deildar karla

 

Klippa: Seinni bylgjan: Besti þjálfari fyrri hluta Olís-deildar kvenna





Ýmir Örn Gíslason, Val, og Steinunn Björnsdóttir, Fram, voru valin bestu varnarmennirnir. Steinunn var einnig valin besti leikmaður fyrri hluta Olís-deildar kvenna.

Klippa: Seinni bylgjan: Bestu varnarmenn fyrri hluta Olís-deildanna





Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson voru valdir bestu dómararnir og Haukar áttu bestu stuðningsmennina.

Klippa: Seinni bylgjan: Bestu dómarar fyrri hlutans

 

Klippa: Seinni bylgjan: Bestu stuðningsmenn fyrri hlutans

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×