Svona eru jólin Bergþóra Baldursdóttir skrifar 17. desember 2019 10:30 Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Að mörgu er að huga, svo sem matar- og gjafainnkaupum og svo er eins og allt sem trassað hefur verið á árinu þurfi að klára fyrir jól. Ef við nennum. Við eyðum mestu í desember Íslendingar eru kaupglaðir um jólin. Um það er engum blöðum að fletta enda sést það svart á hvítu á notkun greiðslukorta. Í fyrra nam kortavelta í desember um 100 milljörðum króna og nam neyslan okkar að meðaltali um 14% meiru í desember en aðra mánuði ársins. Á síðustu tíu árum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11%-21% yfir meðaltali hvers árs. Árið 2008 er það eina svo langt sem gögn ná þar sem kortavelta í desember var ekki með meira móti en hina mánuðina, enda þjóðin í miðju hruni. 12% dýrari jól 2007 en 2018 Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2018 var veltan nokkru meiri í desembermánuði 2007 en nú eða um 12% meiri en hún var í fyrra. Það er ólíklegt að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að hagur heimilanna hafi vænkast umtalsvert eru umhverfismál áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Kortin mest straujuð yfir sumartímann Áhugavert er þó að sjá að færslufjöldi, þ.e. hversu oft kortið er straujað, er ekki í beinu samhengi við veltuna. Á síðustu árum hafa kort verið notuð oftast yfir hásumarið. Færslufjöldi korta er um 2% meiri í júlí en í desember. Munurinn er ekki gífurlegur en skýringin gæti verið að fólk sé að kaupa dýrari hluti í desember en noti kortið í ódýrari neyslu yfir sumarið, svo sem veitingar á ferðalögum. Nánast undantekningarlaust er minnsta veltan í febrúarmánuði og þar á eftir í janúar. Febrúar er vissulega styttri en almennt gerist um mánuðina en þó verður að telja líklegt að jólin spili einnig þar inn í og að fólk sé enn að jafna sig eftir mikil útgjöld um hátíðarnar. Heimilin haldi því að sér höndum á meðan kortareikningar eru greiddir. Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og sést það vel á kortaveltutölum að fólk eyðir mestu í desember og minnst í janúar og febrúar. Aðalmálið er samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Jól Neytendur Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Að mörgu er að huga, svo sem matar- og gjafainnkaupum og svo er eins og allt sem trassað hefur verið á árinu þurfi að klára fyrir jól. Ef við nennum. Við eyðum mestu í desember Íslendingar eru kaupglaðir um jólin. Um það er engum blöðum að fletta enda sést það svart á hvítu á notkun greiðslukorta. Í fyrra nam kortavelta í desember um 100 milljörðum króna og nam neyslan okkar að meðaltali um 14% meiru í desember en aðra mánuði ársins. Á síðustu tíu árum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11%-21% yfir meðaltali hvers árs. Árið 2008 er það eina svo langt sem gögn ná þar sem kortavelta í desember var ekki með meira móti en hina mánuðina, enda þjóðin í miðju hruni. 12% dýrari jól 2007 en 2018 Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2018 var veltan nokkru meiri í desembermánuði 2007 en nú eða um 12% meiri en hún var í fyrra. Það er ólíklegt að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að hagur heimilanna hafi vænkast umtalsvert eru umhverfismál áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Kortin mest straujuð yfir sumartímann Áhugavert er þó að sjá að færslufjöldi, þ.e. hversu oft kortið er straujað, er ekki í beinu samhengi við veltuna. Á síðustu árum hafa kort verið notuð oftast yfir hásumarið. Færslufjöldi korta er um 2% meiri í júlí en í desember. Munurinn er ekki gífurlegur en skýringin gæti verið að fólk sé að kaupa dýrari hluti í desember en noti kortið í ódýrari neyslu yfir sumarið, svo sem veitingar á ferðalögum. Nánast undantekningarlaust er minnsta veltan í febrúarmánuði og þar á eftir í janúar. Febrúar er vissulega styttri en almennt gerist um mánuðina en þó verður að telja líklegt að jólin spili einnig þar inn í og að fólk sé enn að jafna sig eftir mikil útgjöld um hátíðarnar. Heimilin haldi því að sér höndum á meðan kortareikningar eru greiddir. Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og sést það vel á kortaveltutölum að fólk eyðir mestu í desember og minnst í janúar og febrúar. Aðalmálið er samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun