Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á heilsugæslustöðvar sem eru án varaafls Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. desember 2019 00:00 Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að rafmagnsleysið sem varð í kjölfar óveðursins í síðustu viku hafi haft víðtæk áhrif á heilbrigðisþjónustuna þar. Engin varaaflsstöð sé til að mynda á Dalvík sem hafi haft víðtæk áhrif á þjónustuna. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er með starfsstöðvar á átján stöðum á Norðurlandi. Þar á meðal á Dalvík og Sauðárkróki þar sem óveðrið í síðustu viku olli víðtæku rafmagnsleysi. Jón Helgi Björnsson forstjóri stofnunarinnar segir að það hafi haft mikil áhrif. „Það kom klárlega í ljós til dæmis á Dalvík þar sem ekki er varaafl að þá geta menn lent í vandræðum með að opna tölvur og nýta síma. Almennt má segja að meginvandinn er að það detta niður fjarskiptakerfi og menn treysta á að þau virki. Lærdómurinn af þessu áfalli er að þau eru ekki nógu örugg,“ segir Jón Helgi. Jón segir að varaafl hafi verið á sjúkrahúsum og legudeildum en hins vegar hafi rafmagnsleysið komið illa niður á heilsugæslustöðvum sem hafa ekki varaafl. Þá eyðilögðust tölvur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í rafmagnsleysinu. „Það voru einhverjar tölvur sem brunnu yfir vegna rafmagnstruflanna. Þá er verið að sinna sjúklingum sem eru kannski mikið veikir heima og það þarf að vera með viðbragð gagnvart þeim. Það er mikilvægt að fara yfir allt ferlið og setja upp skýrari viðbragðsáætlanir, “ segir hann. Hann segir að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verði upplýst um stöðuna. „Hún verður tvímælalaust látin vita af stöðunni. Þá geta verið eftirköst af svona áfalli, þ.e. þegar fólk er búið að vera lengi rafmagnslaust í vondum veðrum og án símasambands, það getur haft eftirköst,“ segir Jón Helgi. Dalvíkurbyggð Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að rafmagnsleysið sem varð í kjölfar óveðursins í síðustu viku hafi haft víðtæk áhrif á heilbrigðisþjónustuna þar. Engin varaaflsstöð sé til að mynda á Dalvík sem hafi haft víðtæk áhrif á þjónustuna. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er með starfsstöðvar á átján stöðum á Norðurlandi. Þar á meðal á Dalvík og Sauðárkróki þar sem óveðrið í síðustu viku olli víðtæku rafmagnsleysi. Jón Helgi Björnsson forstjóri stofnunarinnar segir að það hafi haft mikil áhrif. „Það kom klárlega í ljós til dæmis á Dalvík þar sem ekki er varaafl að þá geta menn lent í vandræðum með að opna tölvur og nýta síma. Almennt má segja að meginvandinn er að það detta niður fjarskiptakerfi og menn treysta á að þau virki. Lærdómurinn af þessu áfalli er að þau eru ekki nógu örugg,“ segir Jón Helgi. Jón segir að varaafl hafi verið á sjúkrahúsum og legudeildum en hins vegar hafi rafmagnsleysið komið illa niður á heilsugæslustöðvum sem hafa ekki varaafl. Þá eyðilögðust tölvur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í rafmagnsleysinu. „Það voru einhverjar tölvur sem brunnu yfir vegna rafmagnstruflanna. Þá er verið að sinna sjúklingum sem eru kannski mikið veikir heima og það þarf að vera með viðbragð gagnvart þeim. Það er mikilvægt að fara yfir allt ferlið og setja upp skýrari viðbragðsáætlanir, “ segir hann. Hann segir að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verði upplýst um stöðuna. „Hún verður tvímælalaust látin vita af stöðunni. Þá geta verið eftirköst af svona áfalli, þ.e. þegar fólk er búið að vera lengi rafmagnslaust í vondum veðrum og án símasambands, það getur haft eftirköst,“ segir Jón Helgi.
Dalvíkurbyggð Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira