Þingmenn minntust Helga Seljan á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 11:45 Er Helgi Seljan ákvað að láta af þingmennsku gerðist hann félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalagi Íslands og síðar framkvæmdastjóri þess. Sat hann í mörgum nefndum og ráðum sem fengust við málefni öryrkja og skrifaði margt um hagsmunamál þeirra í blöð. Þá starfaði Helgi einnig ötullega með eldri borgurum. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, minntist Helga Seljan Friðrikssonar, fyrrverandi alþingismanns, við upphaf þingfundar í dag. Helgi andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann 10. desember tæplega 86 ára gamall. Þingmenn risu úr sætum og vottuðu Helga virðingu sína. Fjölmargir hafa minnst Helga um helgina en hann sat samtals á tuttugu löggjafarþingum á ævinni. Hér á eftir fara minningarorð forseta þingsins um Helga Seljan Friðriksson. Klippa: Helgi Seljan - Minning á Alþingi Helgi Seljan Friðriksson var fæddur á Eskifirði 15. janúar 1934. Foreldrar hans voru Friðrik Árnason, verkamaður þar, og kona hans, Elínborg Kristín Þorláksdóttir húsmóðir. Aðeins nokkurra mánaða gamall var Helgi tekinn í fóstur hjá hjónunum Jóhanni Björnssyni, bónda í Seljateigi í Reyðarfirði, og konu hans, Jóhönnu Helgu Benediktsdóttir húsmóður, og ólst hann upp á þeim bæ og tók nafn sitt af því. Helgi lauk kennaraprófi 19 ára gamall og gerðist þegar kennari á heimaslóðum fyrir austan, fyrst á Búðum í Fáskrúðsfirði í tvö ár, en færði sig síðan 1955 að barna- og unglingaskólanum á Búðareyri í Reyðarfirði. Hann var skipaður skólastjóri þar 1962 og gegndi því starfi þar til hann var kosinn á þing. Helgi Seljan skipaði sér ungur í raðir sósíalista, var í framboði þegar í alþingiskosningunum 1956 í Suður-Múlasýslu, aðeins 22 ára gamall, og var jafnan síðar ofarlega á lista Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi. Hann var hreppsnefndarmaður í Reyðarfirði í 12 ár. Helgi Seljan varð landskjörinn þingmaður 1971 eftir ágætan árangur flokks hans í kjördæminu það sumar og síðar kjördæmakjörinn þegar Alþýðubandalagið varð stærsti flokkurinn í Austurlandskjördæmi 1978. Helgi sóttist ekki eftir æðstu metorðum í flokki sínum þótt honum stæðu þau til boða heldur kaus fremur starf alþingismannsins. Helgi sat samfellt á Alþingi til 1987 er hann ákvað að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann sat jafnan í efri deild og var forseti hennar 1979–1983 en var jafnframt oft varaforseti þar og í sameinuðu Alþingi. Sæti varamanns tók Helgi tvívegis, fyrst í febrúar 1958 og í seinna sinn haustið 1969. Helgi var aldursforseti fyrrverandi þingmanna í þeim skilningi að lengst var liðið síðan hann hafði fyrst tekið sæti í þessum sal, tæp 62 ár, en raunar þá sem varamaður. Hann sat samtals á 20 löggjafarþingum. Helgi Seljan var þegar frá upphafi þingsetu sinnar talsmaður flokks síns í félags- og velferðarmálum og sat í nefndum sem við þá málaflokka fengust. Mörgum framfaramálum fatlaðra og öryrkja kom hann áleiðis og önnur fékk hann til umræðu og athugunar á þinginu. Jafnframt lét hann sér mjög annt um hag kjósenda sinna og kjördæmisins og sinnti því vel. Meginhluta þingferils síns sat hann í bankaráði Búnaðarbankans og stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Er Helgi Seljan ákvað að láta af þingmennsku gerðist hann félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalagi Íslands og síðar framkvæmdastjóri þess. Sat hann í mörgum nefndum og ráðum sem fengust við málefni öryrkja og skrifaði margt um hagsmunamál þeirra í blöð. Þá starfaði Helgi einnig ötullega með eldri borgurum. Áfengisvarnir og bindindismál voru alla tíð eitt mesta baráttumál Helga. Þegar á skólaárum skipaði hann sér þar í forustusveit og vann þeirri hugsjón með fórnfúsu starfi og skrifum alla ævi. Helgi átt létt með að yrkja, var söngvinn og hafði gaman af að skemmta fólki með græskulausum gamanmálum og leiklist. Þess nutu þingmenn, starfsmenn þingsins og raunar margir landsmenn. Ófáir voru þeir heimilismenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem nutu þess að þeir vinirnir Helgi og Karvel Pálmason töldu ekki eftir sér, bæði á meðan og eftir að þingmennsku þeirra lauk, að koma og létta mönnum lund með söng og gamanmálum. Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin. Hygg ég ekki ofmælt að hann hafi verið einn vinsælasti og vinflesti þingmaðurinn á sinni tíð og gekk þvert á flokksbönd. Það segir nokkuð um manninn sem við minnumst hér í þessum sal í dag. Ég bið þingheim að minnast Helga Seljans, fyrrverandi alþingismanns, með því að rísa úr sætum.Fjölmargir minnast HelgaHelgi Seljan Friðriksson var afi Helga Seljan sjónvarpsmanns á Ríkisútvarpinu. Hann minntist afa síns um helgina og rigndi kveðjunum yfir Helga. Sumir deildu minningum af Helga Seljan eldri. „Helgi Seljan dvaldi eitt sinn í kattartungupakka hjá mér. Þá var ég litill drengur, klippti út myndir af þingmönnum og hélt kosningar með því að draga myndirnar úr pakkanum.. Það var auðvelt að muna nafnið hans. Hann var flottur karl,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður og pistlahöfundur. „Innilegar samúðarkveðjur. Hann afi þinn snerti við lífi svo margra og hafði jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Minningin lifir,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Samúðarkveðjur. Góður maður og glöggur sem ég kynntist í hollvinasamtökum RÚV,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir. „Hann var mikill öndvegismaður. Kynntist honum vel fyrir rúmum 40 árum,“ segir Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. „Hjartans samúð, hann afi þinn var höfðingi í besta skilningi,“ segir Halla B. Þorkelsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. „Pabbi, sem var Eskfirðingur, fannst mjög mikið til afa þíns koma og talaði alltaf um hann af mikilli lotningu. Hann vitnaði oft til hans og það var t.d. umsvifalaust þaggað niður í okkur krökkunum þegar heyrðist í honum í útvarpi og sjónvarpi. Mér fannst ég því hálf þekkja hann,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Andlát Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, minntist Helga Seljan Friðrikssonar, fyrrverandi alþingismanns, við upphaf þingfundar í dag. Helgi andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann 10. desember tæplega 86 ára gamall. Þingmenn risu úr sætum og vottuðu Helga virðingu sína. Fjölmargir hafa minnst Helga um helgina en hann sat samtals á tuttugu löggjafarþingum á ævinni. Hér á eftir fara minningarorð forseta þingsins um Helga Seljan Friðriksson. Klippa: Helgi Seljan - Minning á Alþingi Helgi Seljan Friðriksson var fæddur á Eskifirði 15. janúar 1934. Foreldrar hans voru Friðrik Árnason, verkamaður þar, og kona hans, Elínborg Kristín Þorláksdóttir húsmóðir. Aðeins nokkurra mánaða gamall var Helgi tekinn í fóstur hjá hjónunum Jóhanni Björnssyni, bónda í Seljateigi í Reyðarfirði, og konu hans, Jóhönnu Helgu Benediktsdóttir húsmóður, og ólst hann upp á þeim bæ og tók nafn sitt af því. Helgi lauk kennaraprófi 19 ára gamall og gerðist þegar kennari á heimaslóðum fyrir austan, fyrst á Búðum í Fáskrúðsfirði í tvö ár, en færði sig síðan 1955 að barna- og unglingaskólanum á Búðareyri í Reyðarfirði. Hann var skipaður skólastjóri þar 1962 og gegndi því starfi þar til hann var kosinn á þing. Helgi Seljan skipaði sér ungur í raðir sósíalista, var í framboði þegar í alþingiskosningunum 1956 í Suður-Múlasýslu, aðeins 22 ára gamall, og var jafnan síðar ofarlega á lista Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi. Hann var hreppsnefndarmaður í Reyðarfirði í 12 ár. Helgi Seljan varð landskjörinn þingmaður 1971 eftir ágætan árangur flokks hans í kjördæminu það sumar og síðar kjördæmakjörinn þegar Alþýðubandalagið varð stærsti flokkurinn í Austurlandskjördæmi 1978. Helgi sóttist ekki eftir æðstu metorðum í flokki sínum þótt honum stæðu þau til boða heldur kaus fremur starf alþingismannsins. Helgi sat samfellt á Alþingi til 1987 er hann ákvað að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann sat jafnan í efri deild og var forseti hennar 1979–1983 en var jafnframt oft varaforseti þar og í sameinuðu Alþingi. Sæti varamanns tók Helgi tvívegis, fyrst í febrúar 1958 og í seinna sinn haustið 1969. Helgi var aldursforseti fyrrverandi þingmanna í þeim skilningi að lengst var liðið síðan hann hafði fyrst tekið sæti í þessum sal, tæp 62 ár, en raunar þá sem varamaður. Hann sat samtals á 20 löggjafarþingum. Helgi Seljan var þegar frá upphafi þingsetu sinnar talsmaður flokks síns í félags- og velferðarmálum og sat í nefndum sem við þá málaflokka fengust. Mörgum framfaramálum fatlaðra og öryrkja kom hann áleiðis og önnur fékk hann til umræðu og athugunar á þinginu. Jafnframt lét hann sér mjög annt um hag kjósenda sinna og kjördæmisins og sinnti því vel. Meginhluta þingferils síns sat hann í bankaráði Búnaðarbankans og stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Er Helgi Seljan ákvað að láta af þingmennsku gerðist hann félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalagi Íslands og síðar framkvæmdastjóri þess. Sat hann í mörgum nefndum og ráðum sem fengust við málefni öryrkja og skrifaði margt um hagsmunamál þeirra í blöð. Þá starfaði Helgi einnig ötullega með eldri borgurum. Áfengisvarnir og bindindismál voru alla tíð eitt mesta baráttumál Helga. Þegar á skólaárum skipaði hann sér þar í forustusveit og vann þeirri hugsjón með fórnfúsu starfi og skrifum alla ævi. Helgi átt létt með að yrkja, var söngvinn og hafði gaman af að skemmta fólki með græskulausum gamanmálum og leiklist. Þess nutu þingmenn, starfsmenn þingsins og raunar margir landsmenn. Ófáir voru þeir heimilismenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem nutu þess að þeir vinirnir Helgi og Karvel Pálmason töldu ekki eftir sér, bæði á meðan og eftir að þingmennsku þeirra lauk, að koma og létta mönnum lund með söng og gamanmálum. Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin. Hygg ég ekki ofmælt að hann hafi verið einn vinsælasti og vinflesti þingmaðurinn á sinni tíð og gekk þvert á flokksbönd. Það segir nokkuð um manninn sem við minnumst hér í þessum sal í dag. Ég bið þingheim að minnast Helga Seljans, fyrrverandi alþingismanns, með því að rísa úr sætum.Fjölmargir minnast HelgaHelgi Seljan Friðriksson var afi Helga Seljan sjónvarpsmanns á Ríkisútvarpinu. Hann minntist afa síns um helgina og rigndi kveðjunum yfir Helga. Sumir deildu minningum af Helga Seljan eldri. „Helgi Seljan dvaldi eitt sinn í kattartungupakka hjá mér. Þá var ég litill drengur, klippti út myndir af þingmönnum og hélt kosningar með því að draga myndirnar úr pakkanum.. Það var auðvelt að muna nafnið hans. Hann var flottur karl,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður og pistlahöfundur. „Innilegar samúðarkveðjur. Hann afi þinn snerti við lífi svo margra og hafði jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Minningin lifir,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Samúðarkveðjur. Góður maður og glöggur sem ég kynntist í hollvinasamtökum RÚV,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir. „Hann var mikill öndvegismaður. Kynntist honum vel fyrir rúmum 40 árum,“ segir Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. „Hjartans samúð, hann afi þinn var höfðingi í besta skilningi,“ segir Halla B. Þorkelsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. „Pabbi, sem var Eskfirðingur, fannst mjög mikið til afa þíns koma og talaði alltaf um hann af mikilli lotningu. Hann vitnaði oft til hans og það var t.d. umsvifalaust þaggað niður í okkur krökkunum þegar heyrðist í honum í útvarpi og sjónvarpi. Mér fannst ég því hálf þekkja hann,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Andlát Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent