Spillingarlögreglan í sambandi við aðila á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 19:55 Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir að heilt yfir gangi rannsóknin vel. Skjáskot/One Africa TV Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir í samtali við RÚV að embætti hans hafi verið í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ í Samherjamálinu hér á landi, aðspurður um það hvort embættið hafi átt í samskiptum við yfirvöld hér á landi. Hann segir jafnframt að rannsókn þar í landi á Fishrot málinu svonefnda gangi almennt vel og vonast hann til þess að fjölmiðlamenn sem hafi verið viðriðnir málið séu tilbúnir til þess að bera vitni fyrir dómstólum. Hann vildi ekki ekki svara því í samtali við RÚV hvort einhverjir Íslendingar séu grunaðir í málinu. Lögreglan í Windhoek, höfuðborg Namibíu, handtók í gær tvo einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar á hinu meinta Fishrot spillingarmáli þar í landi. Kauna Shikwambi, talsmaður lögreglu, staðfesti handtökuna í samtali við miðilinn The Namibian en RÚV greindi fyrst frá íslenskra miðla. Shikwambi segir við The Namibian að aðilarnir verði ákærðir fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Samkvæmt heimildum namibíska miðilsins voru hinir grunuðu gripnir við það að reyna að taka gögn, harða diska og skotfæri ófrjálsri hendi inn á heimili þar í borg. Umrædd gögn eru sögð tengjast yfirstandandi rannsókn sem beinist meðal annars að meintri mútuþægni namibískra embættismanna í tengslum við úthlutun fiskveiðiheimilda. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir í samtali við RÚV að embætti hans hafi verið í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ í Samherjamálinu hér á landi, aðspurður um það hvort embættið hafi átt í samskiptum við yfirvöld hér á landi. Hann segir jafnframt að rannsókn þar í landi á Fishrot málinu svonefnda gangi almennt vel og vonast hann til þess að fjölmiðlamenn sem hafi verið viðriðnir málið séu tilbúnir til þess að bera vitni fyrir dómstólum. Hann vildi ekki ekki svara því í samtali við RÚV hvort einhverjir Íslendingar séu grunaðir í málinu. Lögreglan í Windhoek, höfuðborg Namibíu, handtók í gær tvo einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar á hinu meinta Fishrot spillingarmáli þar í landi. Kauna Shikwambi, talsmaður lögreglu, staðfesti handtökuna í samtali við miðilinn The Namibian en RÚV greindi fyrst frá íslenskra miðla. Shikwambi segir við The Namibian að aðilarnir verði ákærðir fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Samkvæmt heimildum namibíska miðilsins voru hinir grunuðu gripnir við það að reyna að taka gögn, harða diska og skotfæri ófrjálsri hendi inn á heimili þar í borg. Umrædd gögn eru sögð tengjast yfirstandandi rannsókn sem beinist meðal annars að meintri mútuþægni namibískra embættismanna í tengslum við úthlutun fiskveiðiheimilda.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52
Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01
Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26