Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 12:22 Frá Sauðárkróki í vikunni. Vísir/JóiK Landsnet var tilbúið að hefja framkvæmdir á Sauðárkrókslínu, sem brást gjörsamlega í óveðrinu í liðinni viku, í fyrra en verkið tafðist vegna leyfisveitinga. Rafmagn fór af Skagafirði í óveðrinu á þriðjudag og var raforkuskömmtun á Sauðárkróki í tvo daga. Það þýddi mikla röskun á öllu bæjarlífinu, ekki var hægt að reiða sig á rafkyndingu, fjarskipti rofnuðu og starfsemi fyrirtækja lá niðri. Skagfirðingar reiða sig á Sauðárkrókslínu sem brást gjörsamlega í óveðrinu. Hún er orðin 40 ára gömul en Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að bæjarfélagið hefði í tíu ár legið í yfirvöldum að gerðar yrðu úrbætur á línunni. Sigfús sagði ekki átta sig á því hvers vegna framkvæmdir hefðu ekki hafist fyrr. Hún hafi ekki verið umdeild og enginn sett sig á móti því að hún yrði lögð í jörðu. Framkvæmdir hófust við lagfæringar á línunni í haust. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets sagði á Sprengisandi að hefði nýja línan verið til taks hefði aðeins orðið rafmagnslaust í skamma stund. „Það tekur mjög langan tíma að klára alla ferlana. Í þessu Sauðárkróksferli vorum við búin að full fjármagna okkur árið 2017 og ætluðum að klára framkvæmdir á síðasta ári. En leyfin voru að koma síðasta haust,“ sagði Guðmundur Ingi. Leyfin sem um ræðir voru frá sveitarfélaginu sjálfu og vörðuðu breytingar á aðalskipulagi. Guðmundur sagði Landsnet hafa beðið í tvö og hálft ár eftir leyfinu. „Leyfin komu ekki fyrr en í haust og við hófum framkvæmdir mánuði seinna.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí.Fréttin var uppfærð kl. 15:40 með athugasemd frá sveitarstjórn Skagafjarðar. Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Landsnet var tilbúið að hefja framkvæmdir á Sauðárkrókslínu, sem brást gjörsamlega í óveðrinu í liðinni viku, í fyrra en verkið tafðist vegna leyfisveitinga. Rafmagn fór af Skagafirði í óveðrinu á þriðjudag og var raforkuskömmtun á Sauðárkróki í tvo daga. Það þýddi mikla röskun á öllu bæjarlífinu, ekki var hægt að reiða sig á rafkyndingu, fjarskipti rofnuðu og starfsemi fyrirtækja lá niðri. Skagfirðingar reiða sig á Sauðárkrókslínu sem brást gjörsamlega í óveðrinu. Hún er orðin 40 ára gömul en Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að bæjarfélagið hefði í tíu ár legið í yfirvöldum að gerðar yrðu úrbætur á línunni. Sigfús sagði ekki átta sig á því hvers vegna framkvæmdir hefðu ekki hafist fyrr. Hún hafi ekki verið umdeild og enginn sett sig á móti því að hún yrði lögð í jörðu. Framkvæmdir hófust við lagfæringar á línunni í haust. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets sagði á Sprengisandi að hefði nýja línan verið til taks hefði aðeins orðið rafmagnslaust í skamma stund. „Það tekur mjög langan tíma að klára alla ferlana. Í þessu Sauðárkróksferli vorum við búin að full fjármagna okkur árið 2017 og ætluðum að klára framkvæmdir á síðasta ári. En leyfin voru að koma síðasta haust,“ sagði Guðmundur Ingi. Leyfin sem um ræðir voru frá sveitarfélaginu sjálfu og vörðuðu breytingar á aðalskipulagi. Guðmundur sagði Landsnet hafa beðið í tvö og hálft ár eftir leyfinu. „Leyfin komu ekki fyrr en í haust og við hófum framkvæmdir mánuði seinna.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí.Fréttin var uppfærð kl. 15:40 með athugasemd frá sveitarstjórn Skagafjarðar.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira