Körfubolti

Doncic meiddist þegar Dallas tapaði í framlengingu | Átjándi sigur Milwaukee í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jimmy Butler og félagar unnu Dallas eftir framlengingu.
Jimmy Butler og félagar unnu Dallas eftir framlengingu. vísir/getty

Luka Doncic fór meiddur af velli þegar Dallas Mavericks tapaði fyrir Miami Heat, 118-122, eftir framlengingu í NBA-deildinni í nótt.

Doncic sneri sig á ökkla í byrjun leiks og búist er við því að Slóveninn missi af næstu leikjum Dallas.

Án Doncic lenti Dallas mest 24 stigum undir en kom til baka, átti möguleika á að vinna undir lok venjulegs leiktíma en endaði á því að tapa í framlengingu.

Jimmy Butler skoraði 27 stig fyrir Miami sem er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Bam Adebayo var með 18 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Tim Hardaway yngri skoraði 28 stig fyrir Dallas sem er í 3. sæti Vesturdeildarinnar.



Sjö aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Milwaukee Bucks vann átjánda leikinn í röð þegar liðið lagði Cleveland Cavaliers að velli, 108-125.

Giannis Antetokounmpo skoraði 29 stig fyrir Milwaukee og Khris Middleton 24.



Þrjátíuogníu stig James Harden dugðu Houston Rockets ekki til sigurs gegn Detroit Pistons. Lokatölur 107-115, Detroit í vil.

Luke Kennard skoraði 22 stig fyrir Detroit og Derrick Rose skoraði 20 stig og gaf tólf stoðsendingar.



Meistarar Toronto Raptors báru sigurorð af Brooklyn Nets, 110-102.

Pascal Siakam skoraði 30 stig fyrir Toronto og Norman Powell var með 25 stig. Marc Gasol skoraði 15 stig og tók 17 fráköst.



Úrslitin í nótt:

Miami 122-118 Dallas

Milwaukee 125-108 Cleveland

Detroit 115-107 Houston

Brooklyn 102-110 Toronto

San Antonio 121-119 Phoenix

LA Clippers 106-109 Chicago

Washington 111-128 Memphis

Oklahoma 102-110 Denver

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×