Coutinho með þrennu og tvær stoðsendingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2019 16:33 Coutinho kom með beinum hætti að fimm mörkum gegn Werder Bremen. vísir/getty Philippe Coutinho skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö þegar Bayern München rúllaði yfir Werder Bremen, 6-1, í þýsku úrvalsdeildinni í dag. You've earned this one, @Phil_Coutinho! #FCBSVW#FCBayernSelfiepic.twitter.com/zm4jBHPxam— FC Bayern English (@FCBayernEN) December 14, 2019 Bremen komst yfir á 24. mínútu en það reyndist skammgóður vermir. Bayern skoraði tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks og bætti svo fjórum mörkum við í seinni hálfleik. Rober Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Bayern en hann hefur skorað 29 mörk í 23 leikjum á tímabilinu. Bayern er í 4. sæti deildarinnar með 27 stig. Borussia Dortmund, sem er í 3. sæti, vann öruggan útisigur á Mainz, 0-4. Þetta var þriðji sigur Dortmund í röð. Marco Reus, Jadon Sancho, Thorgan Hazard og Niko Schulz skoruðu mörk Dortmund. Hertha Berlin vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Jürgens Klinsmann þegar liðið lagði Freiburg að velli, 1-0.Úrslit dagsins: Bayern München 6-1 Werder Bremen Mainz 0-4 Dortmund Köln 2-0 Leverkusen Hertha Berlin 1-0 Freiburg Paderborn 1-1 Union Berlin Þýski boltinn
Philippe Coutinho skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö þegar Bayern München rúllaði yfir Werder Bremen, 6-1, í þýsku úrvalsdeildinni í dag. You've earned this one, @Phil_Coutinho! #FCBSVW#FCBayernSelfiepic.twitter.com/zm4jBHPxam— FC Bayern English (@FCBayernEN) December 14, 2019 Bremen komst yfir á 24. mínútu en það reyndist skammgóður vermir. Bayern skoraði tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks og bætti svo fjórum mörkum við í seinni hálfleik. Rober Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Bayern en hann hefur skorað 29 mörk í 23 leikjum á tímabilinu. Bayern er í 4. sæti deildarinnar með 27 stig. Borussia Dortmund, sem er í 3. sæti, vann öruggan útisigur á Mainz, 0-4. Þetta var þriðji sigur Dortmund í röð. Marco Reus, Jadon Sancho, Thorgan Hazard og Niko Schulz skoruðu mörk Dortmund. Hertha Berlin vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Jürgens Klinsmann þegar liðið lagði Freiburg að velli, 1-0.Úrslit dagsins: Bayern München 6-1 Werder Bremen Mainz 0-4 Dortmund Köln 2-0 Leverkusen Hertha Berlin 1-0 Freiburg Paderborn 1-1 Union Berlin