Hollensku stelpurnar enduðu sigurgöngu Rússa og komust í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 10:00 Hollendingurinn Lois Abbingh fagnar sigri á móti Rússum í dag. EPA-EFE/HIROSHI YAMAMURA Holland endaði átta leikja sigurgöngu Rússa á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta þegar liðið vann eins marka sigur á Rússlandi í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Svartfjallaland hefur aldrei náð betri árangri en á þessu heimsmeistaramóti og sænsku stelpurnar léku sér af Þýskalandi í leiknum um sjöunda sætið. Undanúrslitaleikur Hollands og Rússlands var frábær skemmtun og endaði með 33-32 sigri Hollands. Laura Van Der Heijden skoraði sigurmarkið með gegnumbroti átján sekúndum fyrir leiklok. Anna Vyakhireva átti frábæran leik fyrir Rússa og skoraði 11 mörk í leiknum en hún var niðurbrotin í lokin eftir að hafa klikkað á lokaskoti leiksins. Rússar höfðu fyrir leikinn unnið alla átta leiki sína í keppninni og voru með augun á fyrsta heimsmeistaratitli sínum í tíu ár. Hollendingar enduðu þær vonir og Holland mætir annaðhvort Noregi eða Spáni í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er á eftir. Hollensku stelpurnar byrjuðu bæði riðlakeppnina og keppnina í milliriðli á því að tapa en hafa komið sterkar til baka í bæði skiptin. Hollenska liðið vann meðal annars Noreg í milliriðlinum og liðin gætu mæst aftur í úrslitaleiknum takist Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans að vinna sinn undanúrslitaleik á eftir. Estavana Polman var markahæst í hollenska liðinu með níu mörk en Lois Abbingh skoraði átta mörk. Hetjan í lokin, Laura Van Der Heijden, skoraði fimm mörk. Þetta verður í annað skiptið sem Holland spilar til úrslita á HM kvenna í handbolta en liðið tapaði á móti Noregi í úrslitaleiknum á HM í Danmörku 2015. Sænsku stelpurnar tryggðu sér sjöunda sætið með sannfærandi stórsigri á Þjóðverjum. Svíþjóð vann leikinn með ellefu marka mun, 35-24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13. Þýsku stelpurnar voru reyndar 8-4 yfir í leiknum þegar þrettán mínútur voru liðnar en þá fór allt í baklás og Svíar unnu síðustu sautján mínútur fyrri hálfleiksins 14-5. Svíar komust síðan í 20-13 og 27-16 í upphafi seinni hálfleiksins og sænsku stelpurnar voru búnar að gera út um leikinn eftir 47 mínútur. Isabelle Gulldén var markahæst í sænska liðinu með sjö mörk þrátt fyrir að spila bara í rúmar átta mínútur. Hún kom bara inn á til að taka vítaköst og skoraði úr öllum sjö vítum sínum. Carin Strömberg og Jamina Roberts voru báðar með fjögur mörk og fimm stoðsendingar. Svartfjallaland endaði í fimmta sæti eftir tveggja marka sigur á Serbíu, 28-26, í nágrannaslag. Þetta er besti árangur kvennaliðs Svartfellinga á heimsmeistaramóti. Serbar byrjuðu vel, komust í 6-2 og voru 8-6 yfir þegar Svartfellingar skoruðu sex mörk í röð og tóku frumkvæðið. Svartfjallaland var 13-12 yfir í hálfleik og var síðan skrefi á undan nær allan seinni hálfleikinn.Undanúrslitaleikir: Rússland - Holland 32-33 Noregur - Spánn - seinna í dagLeikur um fimmta sætið: Serbía - Svartfjallaland 26-28Leikur um sjöunda sætið: Þýskaland - Svíþjóð 24-35 Handbolti Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
Holland endaði átta leikja sigurgöngu Rússa á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta þegar liðið vann eins marka sigur á Rússlandi í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Svartfjallaland hefur aldrei náð betri árangri en á þessu heimsmeistaramóti og sænsku stelpurnar léku sér af Þýskalandi í leiknum um sjöunda sætið. Undanúrslitaleikur Hollands og Rússlands var frábær skemmtun og endaði með 33-32 sigri Hollands. Laura Van Der Heijden skoraði sigurmarkið með gegnumbroti átján sekúndum fyrir leiklok. Anna Vyakhireva átti frábæran leik fyrir Rússa og skoraði 11 mörk í leiknum en hún var niðurbrotin í lokin eftir að hafa klikkað á lokaskoti leiksins. Rússar höfðu fyrir leikinn unnið alla átta leiki sína í keppninni og voru með augun á fyrsta heimsmeistaratitli sínum í tíu ár. Hollendingar enduðu þær vonir og Holland mætir annaðhvort Noregi eða Spáni í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er á eftir. Hollensku stelpurnar byrjuðu bæði riðlakeppnina og keppnina í milliriðli á því að tapa en hafa komið sterkar til baka í bæði skiptin. Hollenska liðið vann meðal annars Noreg í milliriðlinum og liðin gætu mæst aftur í úrslitaleiknum takist Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans að vinna sinn undanúrslitaleik á eftir. Estavana Polman var markahæst í hollenska liðinu með níu mörk en Lois Abbingh skoraði átta mörk. Hetjan í lokin, Laura Van Der Heijden, skoraði fimm mörk. Þetta verður í annað skiptið sem Holland spilar til úrslita á HM kvenna í handbolta en liðið tapaði á móti Noregi í úrslitaleiknum á HM í Danmörku 2015. Sænsku stelpurnar tryggðu sér sjöunda sætið með sannfærandi stórsigri á Þjóðverjum. Svíþjóð vann leikinn með ellefu marka mun, 35-24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13. Þýsku stelpurnar voru reyndar 8-4 yfir í leiknum þegar þrettán mínútur voru liðnar en þá fór allt í baklás og Svíar unnu síðustu sautján mínútur fyrri hálfleiksins 14-5. Svíar komust síðan í 20-13 og 27-16 í upphafi seinni hálfleiksins og sænsku stelpurnar voru búnar að gera út um leikinn eftir 47 mínútur. Isabelle Gulldén var markahæst í sænska liðinu með sjö mörk þrátt fyrir að spila bara í rúmar átta mínútur. Hún kom bara inn á til að taka vítaköst og skoraði úr öllum sjö vítum sínum. Carin Strömberg og Jamina Roberts voru báðar með fjögur mörk og fimm stoðsendingar. Svartfjallaland endaði í fimmta sæti eftir tveggja marka sigur á Serbíu, 28-26, í nágrannaslag. Þetta er besti árangur kvennaliðs Svartfellinga á heimsmeistaramóti. Serbar byrjuðu vel, komust í 6-2 og voru 8-6 yfir þegar Svartfellingar skoruðu sex mörk í röð og tóku frumkvæðið. Svartfjallaland var 13-12 yfir í hálfleik og var síðan skrefi á undan nær allan seinni hálfleikinn.Undanúrslitaleikir: Rússland - Holland 32-33 Noregur - Spánn - seinna í dagLeikur um fimmta sætið: Serbía - Svartfjallaland 26-28Leikur um sjöunda sætið: Þýskaland - Svíþjóð 24-35
Handbolti Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira