Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 14:01 Jóhannes Stefánsson segist hafa verið örvinglaður og leitað í áfengi á þeim tíma sem hann hringdi í þáverandi eiginkonu sína. Vísir/Vilhelm Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. Samkvæmt heimildum Vísis hafði eiginkonan fyrrverandi ekki hugmynd um birtingu símtalsins sem hún tók þó vissulega upp fyrir nokkrum árum. Myndbandið er því birt gegn hennar vilja og Jóhannesar sömuleiðis. Jóhannes segir í samtali við Stundina að hann hafi verið ölvaður og örvinglaður þegar hann hringdi símtalið. Eiginkonan segist hafa deilt myndbandinu með Jóni Óttari Ólafssyni, starfsmanni Samherja, árið 2017 og nokkrum til viðbótar. Jóhannes segist hafa upplifað sig í mikilli lífshættu á þessu tímabili. „Ég var örvinglaður og tókst á við aðstæðurnar með því að drekka áfengi. Ég sagði hluti sem ég hef ætíð séð eftir og hef gengist við því og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar,“ segir Jóhannes við Stundina. Jóhannes steig fram í Kveik í nóvember og greindi frá mútugreiðslum og miklum aflandsviðskiptum Samherja í Namibíu og Angóla undanfarin ár. Jóhannes var framkvæmdastjóri dótturfélags Samherja í Namibíu til ársins 2016 þegar hann lauk störfum. Hann kom þúsundum skjala í hendur Wikileaks og segir meðvitaður að hans geti beðið afleiðingar vegna þátttöku í aðgerðum Samherja.Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af símtalinu en nöfn önnur en Jóhannesar hafa verið fjarlægð úr því. Samherjaskjölin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. Samkvæmt heimildum Vísis hafði eiginkonan fyrrverandi ekki hugmynd um birtingu símtalsins sem hún tók þó vissulega upp fyrir nokkrum árum. Myndbandið er því birt gegn hennar vilja og Jóhannesar sömuleiðis. Jóhannes segir í samtali við Stundina að hann hafi verið ölvaður og örvinglaður þegar hann hringdi símtalið. Eiginkonan segist hafa deilt myndbandinu með Jóni Óttari Ólafssyni, starfsmanni Samherja, árið 2017 og nokkrum til viðbótar. Jóhannes segist hafa upplifað sig í mikilli lífshættu á þessu tímabili. „Ég var örvinglaður og tókst á við aðstæðurnar með því að drekka áfengi. Ég sagði hluti sem ég hef ætíð séð eftir og hef gengist við því og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar,“ segir Jóhannes við Stundina. Jóhannes steig fram í Kveik í nóvember og greindi frá mútugreiðslum og miklum aflandsviðskiptum Samherja í Namibíu og Angóla undanfarin ár. Jóhannes var framkvæmdastjóri dótturfélags Samherja í Namibíu til ársins 2016 þegar hann lauk störfum. Hann kom þúsundum skjala í hendur Wikileaks og segir meðvitaður að hans geti beðið afleiðingar vegna þátttöku í aðgerðum Samherja.Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af símtalinu en nöfn önnur en Jóhannesar hafa verið fjarlægð úr því.
Samherjaskjölin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira