Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. Þá munu ráðherrar heimsækja samhæfingamiðstöð almannvarna í dag til að taka stöðuna að því er fram kemur í færslu Katrínar á Facebook. „Síðustu sólarhringa höfum við verið minnt á að við búum við öflug náttúruöfl. Aftakaveður hefur verið fyrir norðan og íbúar þar eru í sérstaklega erfiðri stöðu,“ skrifar Katrín. Hún hafi verið í sambandi við bæði íbúa og sveitarstjórnafólk en víða sé staðan bæði þung og erfið. „Á sama tíma er ljóst að viðbragðsaðilar hafa ekki unnt sér hvíldar og hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður,“ segir Katrín.Viðtali Katrínar við Reykjavík Síðdegis hefur verið bætt við fréttina og má heyra hér að neðan. Hún hafi því boðað þjóðaröryggisráð á fund klukkan fimm í dag og fer fundurinn fram í stjórnarráðinu. Þá hefur verið settur saman hópur sem mun fara í það að greina stöðuna og leggja til nauðsynlegar úrbætur til að tryggja að afleiðingar á borð við þær sem sést hafa eftir óveður síðustu daga geti ekki endurtekið sig. „Hópurinn fer strax af stað með fulltrúa mínum, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu á sinni Facebook síðu að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við skjótt og koma hlutunum í samt lag á nýjan leik. „Enn og aftur kemur í ljós hvað við Íslendingar búum vel að öflugum viðbragðsaðilum,“ skrifar Áslaug og vísar þar til bæði sjálfboðaliða í björgunar- og hjálparsveitum, starfsfólks lögreglu, landhelgisgæslu, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og fyrirtækja á borð við Landsnet og Rarik. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu því fólki sem þar starfar og er reiðubúið að bregðast við, fara út í óveðrið og bjarga því sem bjargað verður í þágu samborgara sinna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk,“ segir Áslaug. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. Þá munu ráðherrar heimsækja samhæfingamiðstöð almannvarna í dag til að taka stöðuna að því er fram kemur í færslu Katrínar á Facebook. „Síðustu sólarhringa höfum við verið minnt á að við búum við öflug náttúruöfl. Aftakaveður hefur verið fyrir norðan og íbúar þar eru í sérstaklega erfiðri stöðu,“ skrifar Katrín. Hún hafi verið í sambandi við bæði íbúa og sveitarstjórnafólk en víða sé staðan bæði þung og erfið. „Á sama tíma er ljóst að viðbragðsaðilar hafa ekki unnt sér hvíldar og hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður,“ segir Katrín.Viðtali Katrínar við Reykjavík Síðdegis hefur verið bætt við fréttina og má heyra hér að neðan. Hún hafi því boðað þjóðaröryggisráð á fund klukkan fimm í dag og fer fundurinn fram í stjórnarráðinu. Þá hefur verið settur saman hópur sem mun fara í það að greina stöðuna og leggja til nauðsynlegar úrbætur til að tryggja að afleiðingar á borð við þær sem sést hafa eftir óveður síðustu daga geti ekki endurtekið sig. „Hópurinn fer strax af stað með fulltrúa mínum, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu á sinni Facebook síðu að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við skjótt og koma hlutunum í samt lag á nýjan leik. „Enn og aftur kemur í ljós hvað við Íslendingar búum vel að öflugum viðbragðsaðilum,“ skrifar Áslaug og vísar þar til bæði sjálfboðaliða í björgunar- og hjálparsveitum, starfsfólks lögreglu, landhelgisgæslu, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og fyrirtækja á borð við Landsnet og Rarik. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu því fólki sem þar starfar og er reiðubúið að bregðast við, fara út í óveðrið og bjarga því sem bjargað verður í þágu samborgara sinna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk,“ segir Áslaug.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51