Sport

Tiana Ósk setti nýtt Íslandsmet í San Diego

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiana Ósk Whitworth.
Tiana Ósk Whitworth. Mynd/Frjálsíþróttsamband Íslands

Íslandsmet féll á bandarískri grundu um síðustu helgi á Red-BlackSummerNightsAll-Comers frjálsíþróttamótinu í Kaliforníu.

Spretthlauparinn Tiana Ósk Whitworth steig stórt skref í haust þegar hún hóf nám við SanDiegoStateUniversity í Bandaríkjunum.

Tiana Ósk er byrjuð að keppa fyrir skólann sinn og metin eru farin að falla.

Tiana Ósk keppti um síðustu helgi á sterku móti í 60 metra hlaupi, 150 metra hlaupi og 4×400 metra hlaupi utanhúss.

60 metra hlaup og 150 metra hlaup utanhúss eru ekki hefðbundnar keppnisgreinar en samt sem áður eru til skráð Íslandsmet í þeim greinum.

Í 60 metra hlaupinu kom Tiana önnur í mark á 7,64 sekúndum sem er nýtt Íslandsmet. Vindur í hlaupinu var 0,0 m/s. Fyrra metið var 7,68 sekúndur sem Hafdís Sigurðardóttir setti árið 2013.

Tiana Ósk á einnig Íslandsmetið í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttir en þær hafa báðar hlaupið á 7,47 sekúndum.

Í 150 metra hlaupinu varð Tiana Ósk þriðja á 17,92 sekúndum í 1,7 m/s meðvindi. Í 4×400 metra boðhlaupi var Tiana hluti af sveit sem varð í öðru sæti á 3:49,60 sekúndum.

i Ósk setti persónulegt met í 150 metra hlaupinu en það er ekki hægt að finna skráð Íslandsmet í 150 metra hlaupi á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×