Allt á kafi á Akureyri: „Ég ætlaði bara að stökkva út og moka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 13:45 Svona var staðan á Akureyri í dag. Vísir/Tryggvi Páll/Aðsend Það hefur snjóað gríðarlega á Akureyri og nágrenni undanfarinn sólarhring og eru afar fáir á ferli. Það er kannski ekki skrýtið enda fjölmargir sem sitja fastir heima. Þeirra á meðal er Jón Stefán Jónsson, íbúi á Akureyri, sem áttaði sig á því að hann væri ekki að fara fet um leið og hann opnaði útidyrahurðina. Hans beið einfaldlega veggur af snjó. „Ég sá ekki út, það var ekki flóknara en það. Ég ætlaði bara að stökkva út og moka. Bjóst við því að það væri hægt að slá á þetta. Það var aldeilis ekki. Það var hnausþykkur skafl sem mætti mér,“ segir Jón Stefán í samtali við fréttamann sem kíkti í heimsókn í dag.Og engin leið að komast út?„Ég þurfti að koma mér út hinumegin og klofa snjóinn. Ekki það að maður hafi ekki séð svona snjó áður en ekki kannski svona stuttum tíma,“ segir Jón Stefán. Veðrið á Akureyri er bandvitlaust þessa stundina.Vísir/Tryggvi Páll Mjög þungfært er í bænum og hamast snjómokstursmenn við það að halda aðalleiðum opnum, flestar íbúðargötur eru ófærar og ekki möguleiki fyrir Jón Stefán, eins og svo marga íbúa bæjarins að komast í vinnunna. „Nei, ég vinn eins og sést eða sást kannski á úlpunni, hjá Þór og við fengum þau tilmæli frá bænum að loka öllu af því að það er líka þetta með rafmagnið og vatnið, það er af skornum skammti, þannig að við máttum ekki einu sinni fara í vinnu,“ segir Jón Stefán. Hann tók sér því góðan tíma í að moka frá útidyrahurðinni. „Ég var einn og hálfan tíma kannski af því að ég er svona slappur að moka,“ segir hann hlæjandi enda þýðir varla annað en brosa þegar veðrið setur strik í hinn daglega reikning. Allir leik- og grunnskólar bæjarins eru lokaðir og því var öll fjölskyldan heima í góðu yfirlæti þegar fréttamaður óð snjóinn til að kíkja í heimsókn. „Það er bara að njóta vel og ég vona að það geri allir hérna í bænum.“Reiknarðu með að komast aftur út? „Það er góð spurning, verðum við ekki bara að vona það.“ Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Það hefur snjóað gríðarlega á Akureyri og nágrenni undanfarinn sólarhring og eru afar fáir á ferli. Það er kannski ekki skrýtið enda fjölmargir sem sitja fastir heima. Þeirra á meðal er Jón Stefán Jónsson, íbúi á Akureyri, sem áttaði sig á því að hann væri ekki að fara fet um leið og hann opnaði útidyrahurðina. Hans beið einfaldlega veggur af snjó. „Ég sá ekki út, það var ekki flóknara en það. Ég ætlaði bara að stökkva út og moka. Bjóst við því að það væri hægt að slá á þetta. Það var aldeilis ekki. Það var hnausþykkur skafl sem mætti mér,“ segir Jón Stefán í samtali við fréttamann sem kíkti í heimsókn í dag.Og engin leið að komast út?„Ég þurfti að koma mér út hinumegin og klofa snjóinn. Ekki það að maður hafi ekki séð svona snjó áður en ekki kannski svona stuttum tíma,“ segir Jón Stefán. Veðrið á Akureyri er bandvitlaust þessa stundina.Vísir/Tryggvi Páll Mjög þungfært er í bænum og hamast snjómokstursmenn við það að halda aðalleiðum opnum, flestar íbúðargötur eru ófærar og ekki möguleiki fyrir Jón Stefán, eins og svo marga íbúa bæjarins að komast í vinnunna. „Nei, ég vinn eins og sést eða sást kannski á úlpunni, hjá Þór og við fengum þau tilmæli frá bænum að loka öllu af því að það er líka þetta með rafmagnið og vatnið, það er af skornum skammti, þannig að við máttum ekki einu sinni fara í vinnu,“ segir Jón Stefán. Hann tók sér því góðan tíma í að moka frá útidyrahurðinni. „Ég var einn og hálfan tíma kannski af því að ég er svona slappur að moka,“ segir hann hlæjandi enda þýðir varla annað en brosa þegar veðrið setur strik í hinn daglega reikning. Allir leik- og grunnskólar bæjarins eru lokaðir og því var öll fjölskyldan heima í góðu yfirlæti þegar fréttamaður óð snjóinn til að kíkja í heimsókn. „Það er bara að njóta vel og ég vona að það geri allir hérna í bænum.“Reiknarðu með að komast aftur út? „Það er góð spurning, verðum við ekki bara að vona það.“
Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51
Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15