Handbolti

Í ellefta sinn sem Þórir kemur Noregi í undanúrslit á 13 stórmótum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Noregur hefur unnið til tíu verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris.
Noregur hefur unnið til tíu verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris. vísir/getty

Norska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á HM í Japan með sigri á Þýskalandi, 32-29.

Þetta er í ellefta sinn sem Þórir Hergeirsson kemur Noregi í undanúrslit á stórmóti.

Þórir tók við norska liðinu 2009 og er á sínu þrettánda stórmóti með það. Í ellefu skipti hefur Noregur spilað um verðlaun á stórmóti undir stjórn Þóris.

Einu skiptin sem Noregur komst ekki í undanúrslit stórmóts undir stjórn Þóris var á HM 2013 og EM 2018. Á báðum mótunum endaði norska liðið í 5. sæti.

Síðan Þórir tók við norska liðið hefur það unnið til tíu verðlauna; sex gull, tvö silfur og tvö brons.

Noregur mætir Spáni í undanúrslitum HM á föstudaginn. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast Rússland og Holland við.

Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sætið fara fram á sunnudaginn.

Árangur Noregs á stórmótum undir stjórn Þóris

HM:

2009 - brons

2011 - gull

2013 - 5. sæti

2015 - gull

2017 - silfur

2019 - ?

EM:

2010 - gull

2012 - silfur

2014 - gull

2016 - gull

2018 - 5. sæti

ÓL:

2012 - gull

2016 - brons


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×