Nýr bóksölulisti: Stefnir í enn ein glæpasagna- og barnabókajól Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2019 11:10 Kóngurinn. Arnaldur Indriðason hefur einokað topp bóksölulista nú í fleiri ár en menn kæra sig um að muna. Getty/Ulf Andersen Ef rýnt er í glænýja bóksölulista frá Félagi íslenskra bókaútgefenda virðist svo vera að nú stefni í enn ein glæpasagnajólin auk þess sem barnabókahöfundar halda áfram að festa sig í sessi. En, það þýðir ekki að göslast ábyrgðarlaust í rýni á þessum lista án þess að njóta handleiðslu sérfræðings Vísis á þessu sviði, sem er Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Þessi sjarmerandi og adrealínríki tími „Bóksala fór vel af stað um helgina, almennt held ég að jólagjafainnkaup eða að minnsta kosti bókainnkaup eigi sér nú stað fyrr en áður,“ segir Bryndís og bregður fyrir sig ljóðrænu í lýsingum sínum: Bryndís Loftsdóttir kann að koma orðum að því varðandi bóksöluna en hún lýsir þessari tíð sem sjarmerandi og adrealínríkri. „Þessi yfirþyrmandi en jafnframt sjarmerandi og adrealínríki siður sem algengur var fyrir 20-30 árum þegar margir hófu jólagjafainnkaupin 2-3 dögum fyrir jól er óðum að leggjast af. Þorláksmessuverslunin var hlutfallslega mun meiri þá en hún er núna, enda kannski eins gott því flestar bækur eru nú prentaðar erlendis og nær ómögulegt að bæta við eintökum á titlum sem seljast upp viku fyrir jól.“ Að sögn Bryndísar er það svo að í ár koma út 19 frumsamdar íslenskar glæpasögur en af þeim ná níu inn á listann yfir 20 mest seldu skáldsögur síðustu viku. „Þetta er frábær árangur hjá glæpasagnahöfundum en þó verður að líta til þess að útgáfa íslenskra skáldverka hefur aldrei verið jafn mikil og í ár. Samkeppnin um hylli bókaunnenda er því hörð en líka vinsamleg því auðvitað vonast höfundar til að með góðu framboði aukist lestur.“ Arnaldur er kóngurinn sem fyrr Bryndís gerir fastlega ráð fyrir því að sala íslenskra skáldverka verði meiri í heildina en verið hefur undanfarin ár en jafnframt að heildarsala hvers titils slái ekki endilega nein met vegna þess hve salan dreifist á marga titla. Innflytjandi Ólafs Jóhanns Ólafssonar situr í 11. sæti topplistans.Getty/Peter Foley Arnaldur situr sem fyrr í efsta sæti listans, aðrir glæpasagnahöfundar sem fylgja á hæla honum eru Yrsa Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson, Stefán Máni, Lilja Sigurðardóttir og svo Svartfuglsverðlaunahafinn og yngsti höfundurinn í þessum myrkraverkahóp, Eva Björg Ægisdóttir. Hún gefur nú út sína aðra bók, Stelpur sem ljúga og hefur auk þess nýlega landað góðum útgáfusamningum erlendis, meðal annars í Frakklandi og Englandi. Ólafur Jóhann nýtur sem fyrr vinsælda Sé litið til fagurbókmennta þá er Innflytjandi Ólafs Jóhanns Ólafssonar mest selda bók síðustu viku. Á eftir honum koma svo Auður Jónsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir og nýstirnin í hópnum, Dóri DNA og Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Páll Baldvin mænir út um gluggann. Hann má vel við una með sína miklu bók sem er í 13. sæti á aðallista yfir bóksölu sem tekur til síðustu viku.visir/vilhelm „Þau Dóri og Bergþóra hafa bæði hlotið frábærar viðtökur fyrir sínar fyrstu skáldsögur auk þess sem Bergþóra hlaut á dögunum tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Svínshöfuð,“ segir Bryndís. „Að lokum má svo nefna að Auður Jónsdóttir og Dóri DNA eru systkinabörn og sambýlismaður Bergþóru, Bragi Páll Sigurðarson, er einnig að gefa út skáldsögu nú fyrir jól.“ Svo mörg voru þau orð en svona líta listarnir út, svona er staðan: Bóksölulistinn 2. – 8. desember 2019 Topplistinn – 20 mest seldu titlarnir - Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Hvítidauði - Ragnar Jónasson Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Aðventa - Stefán Máni Kindasögur - Guðjón Ragnar Jónasson Dagbók Kidda klaufa 11: Allt á hvolfi - Jeff Kinney Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Saknað: íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Kokkáll - Dóri DNA Íslensk skáldverk Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Hvítidauði - Ragnar Jónasson Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Aðventa - Stefán Máni Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Kokkáll - Dóri DNA Helköld sól - Lilja Sigurðardóttir Svínshöfuð - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Stelpur sem ljúga - Eva Björg Ægisdóttir Delluferðin - Sigrún Pálsdóttir Boðorðin - Óskar Guðmundsson Staða pundsins - Bragi Ólafsson Korngult hár, grá augu - Sjón Selta, apókrýfa úr ævi landlæknis - Sölvi Björn Sigurðsson Dýrbítar - Óskar Magnússon Má þetta bara? - Hugleikur Dagsson Urðarköttur - Ármann Jakobsson Tími til að tengja - Bjarni Hafþór Helgason Þýdd skáldverk Hnífur - Jo Nesbø Jólasysturnar - Sarah Morgan Það er fylgst með þér - Mary Higgins Clark Ströndin endalausa - Jenny Colgan Stóri maðurinn - Phoebe Locke Eldraunin - Jørn Lier Horst Endurfundir á Brideshead - Evelyn Waugh Gullbúrið - Camilla Läckberg Þú - Caroline Kepnes Síðasta stúlkan - Nadia Murad Ljóð & limrur Bestu limrurnar - Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrði Til í að vera til - Þórarinn Eldjárn Leðurjakkaveður - Fríða Ísberg Edda - Harpa Rún Kristjánsdóttir Heimskaut - Gerður Kristný Dimmumót - Steinunn Sigurðardóttir Til þeirra er málið varðar - Einar Már Guðmundsson Jósefínubók - Jósefína Meulengracht Dietrich Úr landsuðri og fleiri kvæði - Jón Helgason Döggslóð í grasi - Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir Barnabækur - ljóð og skáldverk Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal Dagbók Kidda klaufa 11: Allt á hvolfi - Jeff Kinney Jólasyrpa 2019 - Walt Disney Slæmur pabbi - David Walliams Frozen sögusafn - Walt Disney Barnafræði- og handbækur Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring Kjarval - maðurinn sem fór sínar eigin leiðir - Margrét Tryggvadóttir Fimmaurabrandarar - Fimmaurabrandarafjelagið Jólaföndur – Unga ástin mín Ég elska einhyrninga – Unga ástin mín Hvolpasveitin - Leitið og finnið - Bókabeitan Hvolpasveitin - Fyrsta púslbók - Bókabeitan Spurningabókin 2019 - Guðjón Ingi Eiríksson Fótboltaspurningar 2019 - Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson Brandarar og gátur - Huginn Þór Grétarsson Ungmennabækur Nornin - Hildur Knútsdóttir Ég er svikari - Sif Sigmarsdóttir Ungfrú fótbolti - Brynhildur Þórarinsdóttir Hvísl hrafnanna 3 - Malene Sölvsten Fjallaverksmiðja Íslands - Kristín Helga Gunnarsdóttir Villueyjar - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Vargöld 2 - Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson Dulmálsmeistarinn - Bobbie Peers Pax 2 - Uppvakningurinn - Asa Larsson, Ingela Korsell og Henrik Jonsson Hin ódauðu - Johan Egerkrans Fræði og almennt efni Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Kindasögur - Guðjón Ragnar Jónasson Saknað - íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Í eldhúsi Evu - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Halaveðrið mikla - Steinar J. Lúðvíksson Fjarþjálfun - Indíana Nanna Jóhannsdóttir Prjónastund - Lene Holme Samsö Gulur, rauður, grænn og salt: Vinsælustu réttirnir frá upphafi - Berglind Guðmundsdóttir Ævisögur Björgvin Páll Gústavsson - Án filters - Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason Bréf til mömmu - Mikael Torfason Klopp - Allt í botn - Raphael Honigstein Gústi - alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn - Sigurður Ægisson Jakobína saga skálds og konu - Sigríður K. Þorgrímsd Óstöðvandi : Sara Björk - Magnús Örn Helgason Halldór Ásgrímsson ævisaga - Guðjón Friðriksson Systa - bernskunnar vegna - Vigdís Grímsdóttir Óstýrláta mamma mín … og ég - Sæunn Kjartansdóttir Með sigg á sálinni - Einar Kárason Uppsafnað frá áramótum – mest seldu bækur ársins Keto - hormónalausnin - Gunnar Már Sigfússon Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Gullbúrið - Camilla Läckberg Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Hvítidauði - Ragnar Jónasson Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Bjarni Fritzson óstöðvandi í bóksölunni Nýr bóksölulisti er fyrirliggjandi. 4. desember 2019 11:23 Ævar og Birgitta fyrirferðarmikil á nýjum bóksölulista Mestu skáldsagnajól sögunnar. 27. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Ef rýnt er í glænýja bóksölulista frá Félagi íslenskra bókaútgefenda virðist svo vera að nú stefni í enn ein glæpasagnajólin auk þess sem barnabókahöfundar halda áfram að festa sig í sessi. En, það þýðir ekki að göslast ábyrgðarlaust í rýni á þessum lista án þess að njóta handleiðslu sérfræðings Vísis á þessu sviði, sem er Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Þessi sjarmerandi og adrealínríki tími „Bóksala fór vel af stað um helgina, almennt held ég að jólagjafainnkaup eða að minnsta kosti bókainnkaup eigi sér nú stað fyrr en áður,“ segir Bryndís og bregður fyrir sig ljóðrænu í lýsingum sínum: Bryndís Loftsdóttir kann að koma orðum að því varðandi bóksöluna en hún lýsir þessari tíð sem sjarmerandi og adrealínríkri. „Þessi yfirþyrmandi en jafnframt sjarmerandi og adrealínríki siður sem algengur var fyrir 20-30 árum þegar margir hófu jólagjafainnkaupin 2-3 dögum fyrir jól er óðum að leggjast af. Þorláksmessuverslunin var hlutfallslega mun meiri þá en hún er núna, enda kannski eins gott því flestar bækur eru nú prentaðar erlendis og nær ómögulegt að bæta við eintökum á titlum sem seljast upp viku fyrir jól.“ Að sögn Bryndísar er það svo að í ár koma út 19 frumsamdar íslenskar glæpasögur en af þeim ná níu inn á listann yfir 20 mest seldu skáldsögur síðustu viku. „Þetta er frábær árangur hjá glæpasagnahöfundum en þó verður að líta til þess að útgáfa íslenskra skáldverka hefur aldrei verið jafn mikil og í ár. Samkeppnin um hylli bókaunnenda er því hörð en líka vinsamleg því auðvitað vonast höfundar til að með góðu framboði aukist lestur.“ Arnaldur er kóngurinn sem fyrr Bryndís gerir fastlega ráð fyrir því að sala íslenskra skáldverka verði meiri í heildina en verið hefur undanfarin ár en jafnframt að heildarsala hvers titils slái ekki endilega nein met vegna þess hve salan dreifist á marga titla. Innflytjandi Ólafs Jóhanns Ólafssonar situr í 11. sæti topplistans.Getty/Peter Foley Arnaldur situr sem fyrr í efsta sæti listans, aðrir glæpasagnahöfundar sem fylgja á hæla honum eru Yrsa Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson, Stefán Máni, Lilja Sigurðardóttir og svo Svartfuglsverðlaunahafinn og yngsti höfundurinn í þessum myrkraverkahóp, Eva Björg Ægisdóttir. Hún gefur nú út sína aðra bók, Stelpur sem ljúga og hefur auk þess nýlega landað góðum útgáfusamningum erlendis, meðal annars í Frakklandi og Englandi. Ólafur Jóhann nýtur sem fyrr vinsælda Sé litið til fagurbókmennta þá er Innflytjandi Ólafs Jóhanns Ólafssonar mest selda bók síðustu viku. Á eftir honum koma svo Auður Jónsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir og nýstirnin í hópnum, Dóri DNA og Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Páll Baldvin mænir út um gluggann. Hann má vel við una með sína miklu bók sem er í 13. sæti á aðallista yfir bóksölu sem tekur til síðustu viku.visir/vilhelm „Þau Dóri og Bergþóra hafa bæði hlotið frábærar viðtökur fyrir sínar fyrstu skáldsögur auk þess sem Bergþóra hlaut á dögunum tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Svínshöfuð,“ segir Bryndís. „Að lokum má svo nefna að Auður Jónsdóttir og Dóri DNA eru systkinabörn og sambýlismaður Bergþóru, Bragi Páll Sigurðarson, er einnig að gefa út skáldsögu nú fyrir jól.“ Svo mörg voru þau orð en svona líta listarnir út, svona er staðan: Bóksölulistinn 2. – 8. desember 2019 Topplistinn – 20 mest seldu titlarnir - Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Hvítidauði - Ragnar Jónasson Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Aðventa - Stefán Máni Kindasögur - Guðjón Ragnar Jónasson Dagbók Kidda klaufa 11: Allt á hvolfi - Jeff Kinney Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Saknað: íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Kokkáll - Dóri DNA Íslensk skáldverk Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Hvítidauði - Ragnar Jónasson Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Aðventa - Stefán Máni Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Kokkáll - Dóri DNA Helköld sól - Lilja Sigurðardóttir Svínshöfuð - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Stelpur sem ljúga - Eva Björg Ægisdóttir Delluferðin - Sigrún Pálsdóttir Boðorðin - Óskar Guðmundsson Staða pundsins - Bragi Ólafsson Korngult hár, grá augu - Sjón Selta, apókrýfa úr ævi landlæknis - Sölvi Björn Sigurðsson Dýrbítar - Óskar Magnússon Má þetta bara? - Hugleikur Dagsson Urðarköttur - Ármann Jakobsson Tími til að tengja - Bjarni Hafþór Helgason Þýdd skáldverk Hnífur - Jo Nesbø Jólasysturnar - Sarah Morgan Það er fylgst með þér - Mary Higgins Clark Ströndin endalausa - Jenny Colgan Stóri maðurinn - Phoebe Locke Eldraunin - Jørn Lier Horst Endurfundir á Brideshead - Evelyn Waugh Gullbúrið - Camilla Läckberg Þú - Caroline Kepnes Síðasta stúlkan - Nadia Murad Ljóð & limrur Bestu limrurnar - Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrði Til í að vera til - Þórarinn Eldjárn Leðurjakkaveður - Fríða Ísberg Edda - Harpa Rún Kristjánsdóttir Heimskaut - Gerður Kristný Dimmumót - Steinunn Sigurðardóttir Til þeirra er málið varðar - Einar Már Guðmundsson Jósefínubók - Jósefína Meulengracht Dietrich Úr landsuðri og fleiri kvæði - Jón Helgason Döggslóð í grasi - Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir Barnabækur - ljóð og skáldverk Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal Dagbók Kidda klaufa 11: Allt á hvolfi - Jeff Kinney Jólasyrpa 2019 - Walt Disney Slæmur pabbi - David Walliams Frozen sögusafn - Walt Disney Barnafræði- og handbækur Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring Kjarval - maðurinn sem fór sínar eigin leiðir - Margrét Tryggvadóttir Fimmaurabrandarar - Fimmaurabrandarafjelagið Jólaföndur – Unga ástin mín Ég elska einhyrninga – Unga ástin mín Hvolpasveitin - Leitið og finnið - Bókabeitan Hvolpasveitin - Fyrsta púslbók - Bókabeitan Spurningabókin 2019 - Guðjón Ingi Eiríksson Fótboltaspurningar 2019 - Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson Brandarar og gátur - Huginn Þór Grétarsson Ungmennabækur Nornin - Hildur Knútsdóttir Ég er svikari - Sif Sigmarsdóttir Ungfrú fótbolti - Brynhildur Þórarinsdóttir Hvísl hrafnanna 3 - Malene Sölvsten Fjallaverksmiðja Íslands - Kristín Helga Gunnarsdóttir Villueyjar - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Vargöld 2 - Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson Dulmálsmeistarinn - Bobbie Peers Pax 2 - Uppvakningurinn - Asa Larsson, Ingela Korsell og Henrik Jonsson Hin ódauðu - Johan Egerkrans Fræði og almennt efni Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Kindasögur - Guðjón Ragnar Jónasson Saknað - íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Í eldhúsi Evu - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Halaveðrið mikla - Steinar J. Lúðvíksson Fjarþjálfun - Indíana Nanna Jóhannsdóttir Prjónastund - Lene Holme Samsö Gulur, rauður, grænn og salt: Vinsælustu réttirnir frá upphafi - Berglind Guðmundsdóttir Ævisögur Björgvin Páll Gústavsson - Án filters - Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason Bréf til mömmu - Mikael Torfason Klopp - Allt í botn - Raphael Honigstein Gústi - alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn - Sigurður Ægisson Jakobína saga skálds og konu - Sigríður K. Þorgrímsd Óstöðvandi : Sara Björk - Magnús Örn Helgason Halldór Ásgrímsson ævisaga - Guðjón Friðriksson Systa - bernskunnar vegna - Vigdís Grímsdóttir Óstýrláta mamma mín … og ég - Sæunn Kjartansdóttir Með sigg á sálinni - Einar Kárason Uppsafnað frá áramótum – mest seldu bækur ársins Keto - hormónalausnin - Gunnar Már Sigfússon Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Gullbúrið - Camilla Läckberg Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Hvítidauði - Ragnar Jónasson
Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Bjarni Fritzson óstöðvandi í bóksölunni Nýr bóksölulisti er fyrirliggjandi. 4. desember 2019 11:23 Ævar og Birgitta fyrirferðarmikil á nýjum bóksölulista Mestu skáldsagnajól sögunnar. 27. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Ævar og Birgitta fyrirferðarmikil á nýjum bóksölulista Mestu skáldsagnajól sögunnar. 27. nóvember 2019 10:57