Óþægilegt að vita af því að einhver gæti verið að nýta sér neyð fjölskyldunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2019 22:22 Sigurður Aðalgeirsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær hafa verið búsett í Noregi frá 2015. Aðsend Sigurður Aðalgeirsson, sem ásamt fjölskyldu sinni missti allar eigur sínar í bruna í Hallingby í Noregi í byrjun desember, segir málið hafa reynst fjölskyldunni afar þungbært. Þá hafi fjölskyldan fengið fregnir af því að mögulega hefði óprúttinn aðili reynt að hafa af fólki fé í þeirra nafni heima á Íslandi. Sigurður, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær, Sóley Rós, sex ára, og Bryndís Lena, fjögurra ára, sluppu naumlega þegar eldur kom upp í íbúð þeirra aðfaranótt 6. desember. Þau voru sofandi í húsinu og komust út á nærfötunum einum saman. Í kjölfarið efndu ættingjar og vinir til söfnunar fyrir fjölskylduna. Greint hefur verið frá framgangi hennar á sérstakri styrktarsíðu á Facebook. Allt á réttri leið „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta búið að vera gríðarlega erfitt og erfitt fyrir stelpurnar en er allt á réttri leið,“ segir Sigurður í samtali við Vísi í kvöld. Fjölskyldan fékk inni í nýju húsi nokkrum dögum eftir brunann en það var ekki fyrr en 18. desember sem þau fengu það staðfest að þau gætu verið þar áfram. „Það var ekki komið á hreint fyrst en við fáum að vera þarna á meðan við leysum úr tryggingamálum. Húsið er um 25 mínútum í burtu frá bænum sem við bjuggum í en það er nær skóla annarrar dóttur okkar og vinnunni minni, svo það er ágætt,“ segir Sigurður. Spáði lítið í fréttunum Sigurður sagði frá því í samtali við fréttavefinn Sunnlenska.is í dag að skömmu fyrir jól hefðu Sigurður og Hólmfríður frétt af því að einstaklingur hefði gengið í fyrirtæki á Selfossi og beðið um styrk fyrir fjölskylduna en gefið upp annað reikningsnúmer. „Stelpa sem við þekkjum tók á móti einhverjum manni á Selfossi, þannig heyrðum við fyrst af þessu, og hann hafði með sér, ef ég skildi það rétt, útprentað blað með upplýsingum af styrktarsíðunni okkar. En hún tók eftir því að reikningsnúmerið sem hann gaf upp var annað en á styrktarreikningnum okkar,“ segir Sigurður um málið í samtali við Vísi. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. Haakenstad Hann segir að þau fjölskyldan hafi ekkert aðhafst í málinu en vissulega sé óþægilegt að vita af því að mögulega sé verið að nota nafn þeirra til að svíkja fé út úr velmeinandi fólki. „Ég í rauninni spáði bara voða lítið í því, ég hugsaði að ef fólk er að gera svona þá er það auðvitað ekki í lagi. En það væri þá fólk sem á eitthvað erfitt og hefur kannski ekki annarra kosta völ. En svo hafa fleiri heyrt af þessu og þetta er auðvitað leiðinlegt. Það væri sárt ef maður myndi hjálpa einhverjum og svo reyndist það svindl. Svo er óþægilegt að vita af því að einhver gæti verið að svíkja pening út úr fólki í okkar nafni.“ Hlakka til að búa sér heimili í nýja húsinu Sigurður, Hólmfríður og dætur þeirra flugu til Íslands 19. desember og héldu jólin hér í faðmi fjölskyldunnar – í fyrsta sinn í nokkur ár. Sigurður kveðst afar þakklátur fyrir það. „Það var fínt að við áttum þetta flug af því að ég var eiginlega næstum því bara að brotna áður en ég kom hingað.“ Fjölskyldan fer svo aftur heim til Noregs eftir áramót og hlakkar til að búa sér loksins heimili í nýja húsinu. „Við fljúgum út aftur 2. janúar og þá verður gott að geta fengið sér húsgögn og liðið eins og maður sé á heimili í stað þess að borða kvöldmatinn á gólfinu. Það verður erfitt að koma heim í annað hús en það verður samt frábært að koma heim.“Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikning fjölskyldunnar og umfjöllun Stöðvar 2 um brunann.Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939 Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Íslenska fjölskyldan í Noregi: Missti andann, sá ekki neitt og rétt komst út Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum 8. desember 2019 19:13 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Sigurður Aðalgeirsson, sem ásamt fjölskyldu sinni missti allar eigur sínar í bruna í Hallingby í Noregi í byrjun desember, segir málið hafa reynst fjölskyldunni afar þungbært. Þá hafi fjölskyldan fengið fregnir af því að mögulega hefði óprúttinn aðili reynt að hafa af fólki fé í þeirra nafni heima á Íslandi. Sigurður, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær, Sóley Rós, sex ára, og Bryndís Lena, fjögurra ára, sluppu naumlega þegar eldur kom upp í íbúð þeirra aðfaranótt 6. desember. Þau voru sofandi í húsinu og komust út á nærfötunum einum saman. Í kjölfarið efndu ættingjar og vinir til söfnunar fyrir fjölskylduna. Greint hefur verið frá framgangi hennar á sérstakri styrktarsíðu á Facebook. Allt á réttri leið „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta búið að vera gríðarlega erfitt og erfitt fyrir stelpurnar en er allt á réttri leið,“ segir Sigurður í samtali við Vísi í kvöld. Fjölskyldan fékk inni í nýju húsi nokkrum dögum eftir brunann en það var ekki fyrr en 18. desember sem þau fengu það staðfest að þau gætu verið þar áfram. „Það var ekki komið á hreint fyrst en við fáum að vera þarna á meðan við leysum úr tryggingamálum. Húsið er um 25 mínútum í burtu frá bænum sem við bjuggum í en það er nær skóla annarrar dóttur okkar og vinnunni minni, svo það er ágætt,“ segir Sigurður. Spáði lítið í fréttunum Sigurður sagði frá því í samtali við fréttavefinn Sunnlenska.is í dag að skömmu fyrir jól hefðu Sigurður og Hólmfríður frétt af því að einstaklingur hefði gengið í fyrirtæki á Selfossi og beðið um styrk fyrir fjölskylduna en gefið upp annað reikningsnúmer. „Stelpa sem við þekkjum tók á móti einhverjum manni á Selfossi, þannig heyrðum við fyrst af þessu, og hann hafði með sér, ef ég skildi það rétt, útprentað blað með upplýsingum af styrktarsíðunni okkar. En hún tók eftir því að reikningsnúmerið sem hann gaf upp var annað en á styrktarreikningnum okkar,“ segir Sigurður um málið í samtali við Vísi. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. Haakenstad Hann segir að þau fjölskyldan hafi ekkert aðhafst í málinu en vissulega sé óþægilegt að vita af því að mögulega sé verið að nota nafn þeirra til að svíkja fé út úr velmeinandi fólki. „Ég í rauninni spáði bara voða lítið í því, ég hugsaði að ef fólk er að gera svona þá er það auðvitað ekki í lagi. En það væri þá fólk sem á eitthvað erfitt og hefur kannski ekki annarra kosta völ. En svo hafa fleiri heyrt af þessu og þetta er auðvitað leiðinlegt. Það væri sárt ef maður myndi hjálpa einhverjum og svo reyndist það svindl. Svo er óþægilegt að vita af því að einhver gæti verið að svíkja pening út úr fólki í okkar nafni.“ Hlakka til að búa sér heimili í nýja húsinu Sigurður, Hólmfríður og dætur þeirra flugu til Íslands 19. desember og héldu jólin hér í faðmi fjölskyldunnar – í fyrsta sinn í nokkur ár. Sigurður kveðst afar þakklátur fyrir það. „Það var fínt að við áttum þetta flug af því að ég var eiginlega næstum því bara að brotna áður en ég kom hingað.“ Fjölskyldan fer svo aftur heim til Noregs eftir áramót og hlakkar til að búa sér loksins heimili í nýja húsinu. „Við fljúgum út aftur 2. janúar og þá verður gott að geta fengið sér húsgögn og liðið eins og maður sé á heimili í stað þess að borða kvöldmatinn á gólfinu. Það verður erfitt að koma heim í annað hús en það verður samt frábært að koma heim.“Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikning fjölskyldunnar og umfjöllun Stöðvar 2 um brunann.Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939
Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Íslenska fjölskyldan í Noregi: Missti andann, sá ekki neitt og rétt komst út Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum 8. desember 2019 19:13 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08
Íslenska fjölskyldan í Noregi: Missti andann, sá ekki neitt og rétt komst út Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum 8. desember 2019 19:13