Læknir sakaður um 25 morð kærir vinnuveitendur fyrir meiðyrði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 09:52 William Husel í dómssal. ap/Kantele Franko Læknir sem sakaður er um að hafa valdið dauða tuttugu og fimm sjúklinga sinna með því að fyrirskipa að þeim yrði gefinn of stór skammtur verkjalyfja hefur kært fyrrum vinnuveitendur sína fyrir meiðyrði. Hann segir að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann hafi ekki brotið reglur sjúkrahússins um líknarmeðferðir. William Husel, læknir sem sakaður er um morðin, lagði fram kæruna á fimmtudag í Franklin héraði gegn Mount Carmel Health kerfinu á Columbus svæðinu í Ohio og móðurfélagi þess, Trinity Health Corp. „Það eru engar ýkjur að segja að Dr. Husel hefur verið fórnarlamb svívirðilegar meiðyrðingar í Ohio á síðari árum,“ stóð í kærunni. Þá sagði að sjúklingarnir hafi látist vegna heilbrigðiskvilla sinna, ekki vegna fantanyl gjafar sem Husel fyrirskipaði. Fentanyl er sterkt verkjalyf af ópíóíða ætt og er skylt morfíni. Husel segist einnig aldrei hafa fengið viðeigandi þjálfun um framgang mála á spítalanum þegar hann var ráðinn þangað árið 2013 sem læknir á gjörgæslu og að hann hafi verið valinn læknir ársins árið 2014. Í kæru Husel gegn spítalanum kemur fram að hann krefjist minnst 50 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum sex milljónum íslenskra króna, í skaðabætur ásamt lögmannskostnaðar. Mount Carmel og Trinity Health svöruðu kærunni opinberlega á laugardag og sögðu í tilkynningu að ásakanir Husel væru tilhæfulausar. „Við kláruðum rannsókn á meðferðum sem Dr. William Husel veitti sjúklingum og stöndum með okkar ákvörðunum,“ sagði í tilkynningunni. Talsmenn Mount Carmel sögðu í janúar fyrir tæpu ári síðan, eftir að hafa lagt fram fyrstu af tuttugu og fimm kærum vegna meðferðar sem Husel veitti, að hann hafi fyrirskipað gjöf á allt of háum skömmtum, jafnvel banvænum. Þetta hafi hann gert fyrir að minnsta kosti 27 sjúklinga sem voru nærri dauða en lífi eftir að fjölskyldur báðu um að ástvinir þeirra yrðu settir á líknandi meðferð. Sjúkrahúsið sagði einnig að Husel hafi verið rekinn og að hjúkrunar- og lyfjafræðingar sem hafi komið að málinu hafi einnig verið „fjarlægðir.“ Lyfjafræðingur og níu hjúkrunarfræðingar kærðu Mount Carmel sjúkrahúsið í þessum mánuði og halda því fram að Husel hafi ekkert rangt gert. Í ákæru þeirra kemur fram að framkvæmdarstjórn sjúkrahússins hafi ekki vitað um viðtekna staðla í aðhlynningu sjúklinga á banasænginni. Nú er verið að skoða hjá heilbrigðisyfirvöldum í Ohio hvort tuttugu og fimm hjúkrunarfræðingar og þrír lyfjafræðingar sem störfuðu hjá Mount Carmel eigi að missa starfsleyfi sín. Husel missti starfsleyfi sitt í janúar. Hann var ákærður í júní fyrir tuttugu og fimm morð og hefur lýst yfir sakleysi sínu. Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Læknir sem sakaður er um að hafa valdið dauða tuttugu og fimm sjúklinga sinna með því að fyrirskipa að þeim yrði gefinn of stór skammtur verkjalyfja hefur kært fyrrum vinnuveitendur sína fyrir meiðyrði. Hann segir að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann hafi ekki brotið reglur sjúkrahússins um líknarmeðferðir. William Husel, læknir sem sakaður er um morðin, lagði fram kæruna á fimmtudag í Franklin héraði gegn Mount Carmel Health kerfinu á Columbus svæðinu í Ohio og móðurfélagi þess, Trinity Health Corp. „Það eru engar ýkjur að segja að Dr. Husel hefur verið fórnarlamb svívirðilegar meiðyrðingar í Ohio á síðari árum,“ stóð í kærunni. Þá sagði að sjúklingarnir hafi látist vegna heilbrigðiskvilla sinna, ekki vegna fantanyl gjafar sem Husel fyrirskipaði. Fentanyl er sterkt verkjalyf af ópíóíða ætt og er skylt morfíni. Husel segist einnig aldrei hafa fengið viðeigandi þjálfun um framgang mála á spítalanum þegar hann var ráðinn þangað árið 2013 sem læknir á gjörgæslu og að hann hafi verið valinn læknir ársins árið 2014. Í kæru Husel gegn spítalanum kemur fram að hann krefjist minnst 50 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum sex milljónum íslenskra króna, í skaðabætur ásamt lögmannskostnaðar. Mount Carmel og Trinity Health svöruðu kærunni opinberlega á laugardag og sögðu í tilkynningu að ásakanir Husel væru tilhæfulausar. „Við kláruðum rannsókn á meðferðum sem Dr. William Husel veitti sjúklingum og stöndum með okkar ákvörðunum,“ sagði í tilkynningunni. Talsmenn Mount Carmel sögðu í janúar fyrir tæpu ári síðan, eftir að hafa lagt fram fyrstu af tuttugu og fimm kærum vegna meðferðar sem Husel veitti, að hann hafi fyrirskipað gjöf á allt of háum skömmtum, jafnvel banvænum. Þetta hafi hann gert fyrir að minnsta kosti 27 sjúklinga sem voru nærri dauða en lífi eftir að fjölskyldur báðu um að ástvinir þeirra yrðu settir á líknandi meðferð. Sjúkrahúsið sagði einnig að Husel hafi verið rekinn og að hjúkrunar- og lyfjafræðingar sem hafi komið að málinu hafi einnig verið „fjarlægðir.“ Lyfjafræðingur og níu hjúkrunarfræðingar kærðu Mount Carmel sjúkrahúsið í þessum mánuði og halda því fram að Husel hafi ekkert rangt gert. Í ákæru þeirra kemur fram að framkvæmdarstjórn sjúkrahússins hafi ekki vitað um viðtekna staðla í aðhlynningu sjúklinga á banasænginni. Nú er verið að skoða hjá heilbrigðisyfirvöldum í Ohio hvort tuttugu og fimm hjúkrunarfræðingar og þrír lyfjafræðingar sem störfuðu hjá Mount Carmel eigi að missa starfsleyfi sín. Husel missti starfsleyfi sitt í janúar. Hann var ákærður í júní fyrir tuttugu og fimm morð og hefur lýst yfir sakleysi sínu.
Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira