Körfubolti

Lakers vann loksins | Doncic með þrefalda tvennu á hálftíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron og félagar unnu kærkominn sigur á Portland.
LeBron og félagar unnu kærkominn sigur á Portland. vísir/getty

Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Portland Trail Blazers að velli, 120-128, í nótt. Fyrir leikinn hafði Lakers tapað fjórum leikjum í röð.

Kyle Kuzma skoraði 24 stig fyrir Lakers og LeBron James var með 21 stig og 16 stoðsendingar. Lakers er á toppnum í Vesturdeildinni.



Þrettán aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Luke Doncic var með þrefalda tvennu þegar Dallas Mavericks vann Golden State Warriors, 121-141, þrátt fyrir að spila ekkert í 4. leikhluta.

Doncic skoraði 31 stig, tók tólf fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Þetta er í níunda sinn á tímabilinu sem Slóveninn er með þrefalda tvennu í leik. Dallas skoraði 24 þrista í leiknum í nótt og var með tæplega 50% nýtingu í þriggja stiga skotum.



Meistarar Toronto Raptors hefndu fyrir tapið á jóladag með því að vinna Boston Celtics, 97-113. Þetta var aðeins annað tap Boston á heimavelli í vetur.

Kyle Lowry skoraði 30 stig fyrir Toronto sem er í 4. sæti Austurdeildarinnar.

James Harden skoraði 44 stig þegar Houston Rockets sigraði Brooklyn Nets, 108-98. Houston er í 3. sæti Vesturdeildarinnar.



Úrslitin í nótt:

Portland 120-128 LA Lakers

Boston 97-113 Toronto

Golden State 121-141 Dallas

Houston 108-98 Brooklyn

Denver 119-110 Memphis

New Orleans 120-98 Indiana

Miami 117-116 Philadelphia

Washington 100-107 NY Knicks

Chicago 116-181 Atlanta

Minnesota 88-94 Cleveland

Milwaukee 111-100 Orlandi

San Antonio 136-109 Detroit

Sacramento 110-112 Phoenix

LA Clippers 107-120 Utah

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×