Erlent

Teikningar af höfuðstöðvum MI6 týndust

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Höfuðstöðvar MI6 í Lundúnum.
Höfuðstöðvar MI6 í Lundúnum. epa/FACUNDO ARRIZABALAGA

Byggingarverktakar týndu teikningum af höfuðstöðvum bresku leyniþjónustunnar, MI6, í Lundúnum þegar framkvæmdir voru í gangi í byggingunni.

Á teikningunum, sem fundust að lokum flestar inni í byggingunni, voru ýmsar viðkvæmar upplýsingar um bygginguna, þar á meðal hvar inn- og útgangar eru.

Balfour Beatty, fyrirtækið sem sá um framkvæmdirnar, vinnur samkvæmt heimildum ekki lengur að framkvæmdunum.

Teikningarnar, sem hurfu fyrir nokkrum vikum, voru hannaðar og gerðar af Balfour Beatty sem hannaði endurgerðina á höfuðstöðvunum. Teikningarnar voru geymdar í höfuðstöðvunum á „öruggum“ stað.

Öryggissérfræðingur BBC, Gordon Corera, sagði að týndu gögnin hafi ekki verið trúnaðarmál eða leyniþjónustugögn en að þar hafi verið viðkvæmar upplýsingar.

Atvikið á þá ekki að hafa verið vegna illvilja heldur mannlegra mistaka og klaufaskapar.

Balfour Beatty starfar í Bretlandi, Bandaríkjunum og Hong Kong og eru meira en 26 þúsund starfsmenn á launaskrá hjá þeim samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×