Piparkökuhúsasnillingur í Keflavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2019 20:00 Það kemur ekkert annað til greina hjá Finni Guðbergi Ívarssyni, nemenda í tíunda bekk Myllubakkaskóla í Keflavík en að verða bakari. Það skyldu engum undra því hæfileikar hans í bakstri eru ótrúlegir, ekki síst þegar kemur að piparkökuhúsum því hann bakaði nýlega og setti saman nákvæma eftirlíkingu af skólanum sínum í formi piparkökuhúss. Piparkökuhúsið hans Finns sem er af Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í Keflavík er til sýnis í matsal skólans og er nákvæm eftirlíking af skólanum. Finnur lág yfir teikningum af húsinu, mældi það allt upp og lagði margra vikna vinnu í undirbúning piparkökuhússins áður en baksturinn og samsetningin hófst. „Þetta er eitthvað í kringum fimmtán kíló af piparkökudeigi, kíló af súkkulaði og fimm hundruð grömm af flórsykri. Það var mjög mikill reikningur í þessu en þetta er fyrst og fremst rosalega mikil tímavinna“, segir Finnur. Piparkökuhúsið vekur mikla athygli í Myllubakkaskóla hjá nemendum og starfsfólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Finnur Guðberg er með skýr markmið hvað hann ætlar að gera í framtíðinni en hann mun ljúka 10. bekk í Myllubakkaskóla næsta vor. „Já, þá fer ég á samning hjá Jóni Árelíus í Kökulist hér í Reykjanesbæ“. Umsjónarkennari Finns Guðbergs segir hann frábæran nemanda. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegur drengur, flottur nemandi sem stendur sig vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Piparkökuhúsið hans af Myllubakkaskóla er ótrúlega magnað“, segir Hildur María Magnúsdóttir, kennari. Piparkökuþorpið á heimili Finns í Keflavík, sem hann bakaði og setti saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er ekki nóg með að Finnur Guðbergur sé með piparkökuhús í skólanum sínum því heima hjá honum er piparkökuþorp, sem hann bakaði og setti saman. Nokkur hús og kirkja sem prýða stofu heimilisins. Reykjanesbær Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Það kemur ekkert annað til greina hjá Finni Guðbergi Ívarssyni, nemenda í tíunda bekk Myllubakkaskóla í Keflavík en að verða bakari. Það skyldu engum undra því hæfileikar hans í bakstri eru ótrúlegir, ekki síst þegar kemur að piparkökuhúsum því hann bakaði nýlega og setti saman nákvæma eftirlíkingu af skólanum sínum í formi piparkökuhúss. Piparkökuhúsið hans Finns sem er af Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í Keflavík er til sýnis í matsal skólans og er nákvæm eftirlíking af skólanum. Finnur lág yfir teikningum af húsinu, mældi það allt upp og lagði margra vikna vinnu í undirbúning piparkökuhússins áður en baksturinn og samsetningin hófst. „Þetta er eitthvað í kringum fimmtán kíló af piparkökudeigi, kíló af súkkulaði og fimm hundruð grömm af flórsykri. Það var mjög mikill reikningur í þessu en þetta er fyrst og fremst rosalega mikil tímavinna“, segir Finnur. Piparkökuhúsið vekur mikla athygli í Myllubakkaskóla hjá nemendum og starfsfólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Finnur Guðberg er með skýr markmið hvað hann ætlar að gera í framtíðinni en hann mun ljúka 10. bekk í Myllubakkaskóla næsta vor. „Já, þá fer ég á samning hjá Jóni Árelíus í Kökulist hér í Reykjanesbæ“. Umsjónarkennari Finns Guðbergs segir hann frábæran nemanda. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegur drengur, flottur nemandi sem stendur sig vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Piparkökuhúsið hans af Myllubakkaskóla er ótrúlega magnað“, segir Hildur María Magnúsdóttir, kennari. Piparkökuþorpið á heimili Finns í Keflavík, sem hann bakaði og setti saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er ekki nóg með að Finnur Guðbergur sé með piparkökuhús í skólanum sínum því heima hjá honum er piparkökuþorp, sem hann bakaði og setti saman. Nokkur hús og kirkja sem prýða stofu heimilisins.
Reykjanesbær Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira