Hvetur fólk til að reyna að nýta útrunnin gjafabréf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. desember 2019 19:30 Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur tímabært að endurskoða reglur um skilarétt. Flestar kvartanir eftir jólavertíðina eru alla jafna vegna gildistíma gjafabréfa. Fólk streymir nú í verslanir til að skila og skipta jólagjöfum sem misstu marks. Oft er skilafrestur knappur og nær einungis til áramóta. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að alltaf berist eitthvað af kvörtunum vegna skilaréttar eftir jólin. Dregið hafi þó úr fjöldanum. „Þetta var í rauninni miklu verra þegar útsölurnar voru að byrja strax eftir jól, jafnvel á milli jóla og nýárs og verslanir vissu varla sjálfar hvernig ær áttu að fara með málin," segir Brynhildur. Nú þegar útsölur byrja jafnan ekki fyrr en aðra vikuna í janúar virðist svigrúmið til að skila vörum orðið meira. Ekki er fjallað sérstaklega um skilrétt á ógallaðri vöru í lögum og leiðbeinandi reglur frá árinu 2000 eru í gildi. Brynhildur segir þær nokkuð óskýrar og telur endurskoðun tímabæra. „Verslanir geta svolítið sjálfar ákveðið hversu langur þessi frestur á að vera, hvort það megi nota inneignarnótur á útsölum og hvernig þeim málum er háttað," segir hún. Hún segir flestar kvartanir eftir jólavertíðina vera vegna gildistíma á gjafabréfum sem er oft stuttur. „Okkar mat er að það ætti bara að vera fjögur ár, eins og með almennan fyrningarfrest á peningakröfum," segir Brynhildur. „Við hvetjum seljendur til að vera með almennilegan gildistíma og við hvetjum neytendur til að nota gjafabréfin, þrátt fyrir að það standi að þau séu útrunnin. Fara samt til seljenda og fá að nýta bréfið og láta okkur vita ef það gengur ekki," segir Brynhildur. Neytendur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur tímabært að endurskoða reglur um skilarétt. Flestar kvartanir eftir jólavertíðina eru alla jafna vegna gildistíma gjafabréfa. Fólk streymir nú í verslanir til að skila og skipta jólagjöfum sem misstu marks. Oft er skilafrestur knappur og nær einungis til áramóta. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að alltaf berist eitthvað af kvörtunum vegna skilaréttar eftir jólin. Dregið hafi þó úr fjöldanum. „Þetta var í rauninni miklu verra þegar útsölurnar voru að byrja strax eftir jól, jafnvel á milli jóla og nýárs og verslanir vissu varla sjálfar hvernig ær áttu að fara með málin," segir Brynhildur. Nú þegar útsölur byrja jafnan ekki fyrr en aðra vikuna í janúar virðist svigrúmið til að skila vörum orðið meira. Ekki er fjallað sérstaklega um skilrétt á ógallaðri vöru í lögum og leiðbeinandi reglur frá árinu 2000 eru í gildi. Brynhildur segir þær nokkuð óskýrar og telur endurskoðun tímabæra. „Verslanir geta svolítið sjálfar ákveðið hversu langur þessi frestur á að vera, hvort það megi nota inneignarnótur á útsölum og hvernig þeim málum er háttað," segir hún. Hún segir flestar kvartanir eftir jólavertíðina vera vegna gildistíma á gjafabréfum sem er oft stuttur. „Okkar mat er að það ætti bara að vera fjögur ár, eins og með almennan fyrningarfrest á peningakröfum," segir Brynhildur. „Við hvetjum seljendur til að vera með almennilegan gildistíma og við hvetjum neytendur til að nota gjafabréfin, þrátt fyrir að það standi að þau séu útrunnin. Fara samt til seljenda og fá að nýta bréfið og láta okkur vita ef það gengur ekki," segir Brynhildur.
Neytendur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira