Alríkislögregla Rússlands leitar á skrifstofu Navalny Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 15:45 Húsleitin á skrifstofu Navalny var gerð í Moskvu í dag. epa/SERGEI ILNITSKY Rússnesk lögregluyfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu Alexei Navalny, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi, í Moskvu í dag. Dyrnar að skrifstofunni voru brotnar niður til að lögreglan kæmist inn og Navalny var dreginn út með valdi áður en lögreglan lagði hald á raftæki skrifstofunnar. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Húsleitin var gerð í skrifstofu samtaka sem Navalny stofnaði sem vinna gegn spillingu. Þá segja stuðningsmenn Navalny að hún hafi verið gerð vegna þess að hann hafi neitað að farga upptökum sem tengjast rannsókn samtakanna á spillingarásökunum gegn Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, og Alisher Usmanov, viðskiptajöfri. Sjá einnig: Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir NavalnyAlríkislögregla Rússlands, sem framkvæmdi húsleitina, sagði í samtali við Reuters að verið væri að rannsaka hvort samtök Navalny, FBK, hefðu gerst sek um sakhæft athæfi. Þá hafi enginn verið tekinn höndum í húsleitinni. Viðskiptajöfurinn og milljarðamæringurinn Usmanov vann dómsmál gegn Navalny árið 2017 vegna spillingarmálsins og var Navalny skikkaður til að farga öllum myndbandsgögnum um málið innan tíu daga. Bæði Usmanov og Medvedev þverneituðu fyrir að nokkur fótur væri fyrir ásökununum. Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiNavalny sagði í dag að hann myndi ekki farga myndbandinu umrædda, sem hefur verið skoðað meira en 32 milljón sinnum á YouTube síðan það var birt í mars 2017. Í öryggismyndavélaupptöku frá húsleitinni sjást menn nota einhverskonar kraftmikla sög til að saga í gegn um framhurðina á skrifstofu FBK. Þá sáust mennirnir, sem sumir hverjir voru klæddir svörtum einkennisbúningum og með svartar lambhúshettur, leita á skrifstofunni áður en einn þeirra huldi öryggismyndavélina með límbandi. Í gær sakaði Navalny rússneska herinn um að hafa rænt samstarfsmanni sínum og neytt hann til að sinna herskyldu ólöglega á afskekktri herstöð við norðuríshafið. Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Rússnesk lögregluyfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu Alexei Navalny, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi, í Moskvu í dag. Dyrnar að skrifstofunni voru brotnar niður til að lögreglan kæmist inn og Navalny var dreginn út með valdi áður en lögreglan lagði hald á raftæki skrifstofunnar. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Húsleitin var gerð í skrifstofu samtaka sem Navalny stofnaði sem vinna gegn spillingu. Þá segja stuðningsmenn Navalny að hún hafi verið gerð vegna þess að hann hafi neitað að farga upptökum sem tengjast rannsókn samtakanna á spillingarásökunum gegn Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, og Alisher Usmanov, viðskiptajöfri. Sjá einnig: Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir NavalnyAlríkislögregla Rússlands, sem framkvæmdi húsleitina, sagði í samtali við Reuters að verið væri að rannsaka hvort samtök Navalny, FBK, hefðu gerst sek um sakhæft athæfi. Þá hafi enginn verið tekinn höndum í húsleitinni. Viðskiptajöfurinn og milljarðamæringurinn Usmanov vann dómsmál gegn Navalny árið 2017 vegna spillingarmálsins og var Navalny skikkaður til að farga öllum myndbandsgögnum um málið innan tíu daga. Bæði Usmanov og Medvedev þverneituðu fyrir að nokkur fótur væri fyrir ásökununum. Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiNavalny sagði í dag að hann myndi ekki farga myndbandinu umrædda, sem hefur verið skoðað meira en 32 milljón sinnum á YouTube síðan það var birt í mars 2017. Í öryggismyndavélaupptöku frá húsleitinni sjást menn nota einhverskonar kraftmikla sög til að saga í gegn um framhurðina á skrifstofu FBK. Þá sáust mennirnir, sem sumir hverjir voru klæddir svörtum einkennisbúningum og með svartar lambhúshettur, leita á skrifstofunni áður en einn þeirra huldi öryggismyndavélina með límbandi. Í gær sakaði Navalny rússneska herinn um að hafa rænt samstarfsmanni sínum og neytt hann til að sinna herskyldu ólöglega á afskekktri herstöð við norðuríshafið.
Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36
Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24
Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09