Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Kristján Már Unnarsson skrifar 24. desember 2019 12:32 Borpallurinn Ocean Viking fann olíuna á Ekofisk-svæðinu. Ráðamenn Phillips tilkynntu norskum stjórnvöldum um olíufundinn á Þorláksmessu árið 1969. Mynd/ConocoPhillips. Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. Þessu var síðar lýst sem jólagjöfinni til norsku þjóðarinnar það árið og sú venja skapaðist að miða upphaf olíuævintýrisins við jólin 1969. Margir vilja þó miða við 24. október árið 1969 og dagana þar á eftir þegar borkróna Ocean Viking-borpallsins komst í gegnum síðasta lagið inn í olíulindina og fann hana þar með. Bormennirnir höfðu þó tveimur mánuðum fyrr, þann 30. ágúst, fundið talsvert af gasi og olíuvott á öðrum stað skammt frá og þann 7. september var borstjórinn Ed Seabourn orðinn svo sannfærður um að hann hefði fundið eitthvað virkilega stórt að hann sendi svohljóðandi skeyti til skrifstofu Phillips í Stavanger: „I can cover The North Sea from here to the North Pole with oil.“ Norsku blöðin voru komin með veður af tíðindunum. Aftenbladet í Stavanger birti forsíðufrétt þann 5. september um áhugaverðan og ótvíræðan olíufund. Ráðamenn Phillips vildu þó hvorki játa né neita. Þann 13. september birti blaðið aðra forsíðufrétt þar sem það sagðist hafa heimildir fyrir því að olíufundurinn hefði mikla þýðingu og gæti orðið afgerandi vendipunktur. Frá Phillips mætti blaðinu enn algjör þögn um málið. Það var fyrst 25. nóvember 1969 sem olíufélagið viðurkenndi olíufund en tók fram að eftir væri að staðfesta hvort olían væri í vinnanlegu magni. Það var svo loks hálfu ári síðar, þann 2. júní árið 1970, sem Phillips staðfesti í fyrsta sinn opinberlega í fréttatilkynningu að Ekofisk væri gríðarstórt olíusvæði. Frá Ekofisk-svæðinu. Olíuvinnsla hófst þar árið 1971. Áætlað er að svæðið muni endast að minnsta kosti til ársins 2050.Mynd/Equinor. „Ekofisk-svæðið var byrjunin á ævintýrinu sem hefur gert Noreg að einu ríkasta landi heims, með besta velferðarsamfélagi allra tíma,“ segir Sylvi Listhaug, nýskipaður olíu- og orkumálaráðherra, í blaðagrein í tilefni 50 ára afmælis olíuævintýrisins. Bara Ekofisk-olíusvæðin hafi skapað verðmæti sem nemur 2.500 milljörðum norskra króna síðastliðin 50 ár, andvirði 35.000 milljarða íslenskra. Í olíusjóðnum séu núna meira en 10.000 milljarðar norskra króna, eða sem nemur nærri 140.000 milljörðum íslenskra. Hann muni tryggja Norðmönnum bestu mögulegu velferð um alla framtíð, segir ráðherrann. Hér má sjá frétt um Johan Sverdrup-svæðið í Norðursjó, nýjasta olíuvinnslusvæði Noregs, sem tekið var í notkun í október: Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27 Nýr olíumálaráðherra sagði loftlagsumræðu áróðursbragð vinstrimanna Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Listhaug þykir standa yst á hægri væng stjórnmálanna. 21. desember 2019 08:02 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. Þessu var síðar lýst sem jólagjöfinni til norsku þjóðarinnar það árið og sú venja skapaðist að miða upphaf olíuævintýrisins við jólin 1969. Margir vilja þó miða við 24. október árið 1969 og dagana þar á eftir þegar borkróna Ocean Viking-borpallsins komst í gegnum síðasta lagið inn í olíulindina og fann hana þar með. Bormennirnir höfðu þó tveimur mánuðum fyrr, þann 30. ágúst, fundið talsvert af gasi og olíuvott á öðrum stað skammt frá og þann 7. september var borstjórinn Ed Seabourn orðinn svo sannfærður um að hann hefði fundið eitthvað virkilega stórt að hann sendi svohljóðandi skeyti til skrifstofu Phillips í Stavanger: „I can cover The North Sea from here to the North Pole with oil.“ Norsku blöðin voru komin með veður af tíðindunum. Aftenbladet í Stavanger birti forsíðufrétt þann 5. september um áhugaverðan og ótvíræðan olíufund. Ráðamenn Phillips vildu þó hvorki játa né neita. Þann 13. september birti blaðið aðra forsíðufrétt þar sem það sagðist hafa heimildir fyrir því að olíufundurinn hefði mikla þýðingu og gæti orðið afgerandi vendipunktur. Frá Phillips mætti blaðinu enn algjör þögn um málið. Það var fyrst 25. nóvember 1969 sem olíufélagið viðurkenndi olíufund en tók fram að eftir væri að staðfesta hvort olían væri í vinnanlegu magni. Það var svo loks hálfu ári síðar, þann 2. júní árið 1970, sem Phillips staðfesti í fyrsta sinn opinberlega í fréttatilkynningu að Ekofisk væri gríðarstórt olíusvæði. Frá Ekofisk-svæðinu. Olíuvinnsla hófst þar árið 1971. Áætlað er að svæðið muni endast að minnsta kosti til ársins 2050.Mynd/Equinor. „Ekofisk-svæðið var byrjunin á ævintýrinu sem hefur gert Noreg að einu ríkasta landi heims, með besta velferðarsamfélagi allra tíma,“ segir Sylvi Listhaug, nýskipaður olíu- og orkumálaráðherra, í blaðagrein í tilefni 50 ára afmælis olíuævintýrisins. Bara Ekofisk-olíusvæðin hafi skapað verðmæti sem nemur 2.500 milljörðum norskra króna síðastliðin 50 ár, andvirði 35.000 milljarða íslenskra. Í olíusjóðnum séu núna meira en 10.000 milljarðar norskra króna, eða sem nemur nærri 140.000 milljörðum íslenskra. Hann muni tryggja Norðmönnum bestu mögulegu velferð um alla framtíð, segir ráðherrann. Hér má sjá frétt um Johan Sverdrup-svæðið í Norðursjó, nýjasta olíuvinnslusvæði Noregs, sem tekið var í notkun í október:
Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27 Nýr olíumálaráðherra sagði loftlagsumræðu áróðursbragð vinstrimanna Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Listhaug þykir standa yst á hægri væng stjórnmálanna. 21. desember 2019 08:02 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12
Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27
Nýr olíumálaráðherra sagði loftlagsumræðu áróðursbragð vinstrimanna Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Listhaug þykir standa yst á hægri væng stjórnmálanna. 21. desember 2019 08:02