Innvígt og innmúrað símtal Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 23. desember 2019 11:00 Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardaginn vegna fréttar RÚV um samskipti hans við tvo af dómurum Landsréttar á meðan meiðyrðamál umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar á hendur honum var rekið fyrir réttinum. Samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu gildir sú regla að málsmeðferð fyrir dómi á að vera réttlát. Til að tryggja það verður dómstóll að vera sjálfstæður og óvilhallur. Hér er ekki nóg að dómstóll sé það í raun heldur verður hann að gefa það til kynna á öllum stigum málsmeðferðar og með ytri ásýnd sinni. Þessum reglum er meðal annars ætlað að tryggja að málsaðilar sitji við sama borð og að þeim sé ekki mismunað við málsmeðferðina. Með hliðsjón af þessum augljósu grundvallarreglum er ljóst að málsaðili setur sig ekki í samband við dómara til að ræða mál sitt einslega við hann. Það kom því mjög á óvart þegar það kom í ljós fyrir tilviljun að Jón Steinar hafði rætt málið í einkasamtölum við Hervöru Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar og Kristbjörgu Stephensen, dómsformann í málinu. Enn sérkennilegra er að þessir tveir dómarar Landsréttar skuli hafa ákveðið að halda þessum samtölum leyndum fyrir mér og umbjóðanda mínum. Ein af ástæðum þess að svona samskipti þekkjast ekki og eiga ekki að fara fram er að málsaðilinn sem ekki fær að taka þátt í þeim veit í raun og veru ekki hvað hefur farið á milli gagnaðila og dómara. Sú er einmitt raunin í þessu tilviki. Þó liggur fyrir að Jón Steinar ræddi um val á dómurum í einkasamtali við forseta Landsréttar áður en hún tók endanlega ákvörðun um hvaða dómarar skipuðu dóm í málinu. Það er einfaldlega staðreynd því sú ákvörðun var tekin í september 2019 en Jón Steinar segir sjálfur að hann hafi rætt við forseta Landsréttar í febrúar 2019. Lögum samkvæmt á tilviljun að ráða því hvaða dómarar skipa dóm í einstökum málum í Landsrétti og úthlutar forseti Landsréttar málum til dómara réttarins. Eðli málsins samkvæmt eiga málsaðilar ekki að hafa nein áhrif á það hvað dómarar eru valdir til að dæma mál viðkomandi. Það er því ljóst að með innvígðu og innmúruðu símtali Jóns Steinars og Hervarar Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu var brotið gegn þessum grundvallarreglum. Þess vegna var ákvörðun forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu ólögmæt.Höfundur er hæstaréttarlögmaður og lögmaður Benedikts Bogasonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardaginn vegna fréttar RÚV um samskipti hans við tvo af dómurum Landsréttar á meðan meiðyrðamál umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar á hendur honum var rekið fyrir réttinum. Samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu gildir sú regla að málsmeðferð fyrir dómi á að vera réttlát. Til að tryggja það verður dómstóll að vera sjálfstæður og óvilhallur. Hér er ekki nóg að dómstóll sé það í raun heldur verður hann að gefa það til kynna á öllum stigum málsmeðferðar og með ytri ásýnd sinni. Þessum reglum er meðal annars ætlað að tryggja að málsaðilar sitji við sama borð og að þeim sé ekki mismunað við málsmeðferðina. Með hliðsjón af þessum augljósu grundvallarreglum er ljóst að málsaðili setur sig ekki í samband við dómara til að ræða mál sitt einslega við hann. Það kom því mjög á óvart þegar það kom í ljós fyrir tilviljun að Jón Steinar hafði rætt málið í einkasamtölum við Hervöru Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar og Kristbjörgu Stephensen, dómsformann í málinu. Enn sérkennilegra er að þessir tveir dómarar Landsréttar skuli hafa ákveðið að halda þessum samtölum leyndum fyrir mér og umbjóðanda mínum. Ein af ástæðum þess að svona samskipti þekkjast ekki og eiga ekki að fara fram er að málsaðilinn sem ekki fær að taka þátt í þeim veit í raun og veru ekki hvað hefur farið á milli gagnaðila og dómara. Sú er einmitt raunin í þessu tilviki. Þó liggur fyrir að Jón Steinar ræddi um val á dómurum í einkasamtali við forseta Landsréttar áður en hún tók endanlega ákvörðun um hvaða dómarar skipuðu dóm í málinu. Það er einfaldlega staðreynd því sú ákvörðun var tekin í september 2019 en Jón Steinar segir sjálfur að hann hafi rætt við forseta Landsréttar í febrúar 2019. Lögum samkvæmt á tilviljun að ráða því hvaða dómarar skipa dóm í einstökum málum í Landsrétti og úthlutar forseti Landsréttar málum til dómara réttarins. Eðli málsins samkvæmt eiga málsaðilar ekki að hafa nein áhrif á það hvað dómarar eru valdir til að dæma mál viðkomandi. Það er því ljóst að með innvígðu og innmúruðu símtali Jóns Steinars og Hervarar Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu var brotið gegn þessum grundvallarreglum. Þess vegna var ákvörðun forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu ólögmæt.Höfundur er hæstaréttarlögmaður og lögmaður Benedikts Bogasonar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun