Handbolti

Kiel stein­lá á heima­velli en Aðal­steinn af­greiddi Ber­línar­refina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aðalsteinn er að gera magnaða hluti á sínu síðasta tímabili með Erlangen.
Aðalsteinn er að gera magnaða hluti á sínu síðasta tímabili með Erlangen. mynd/erlangen

Topplið Kiel tapaði óvænt fyrir Wetzlar á heimavelli í þýska boltanum í dag er fimm leikir fóru fram. Í fjórum þeirra voru Íslendingar í eldlínunni.

Kiel fékk skell á heimavelli í dag. Liðið var 13-9 undir í hálfleik og endaði að tapa með sjö marka mun, 27-20. Niðurlæging á heimavelli en Gísli Þorgeir Kristjánsson er enn fjarri vegna meiðsla.







Kiel er þrátt fyrir tapið enn á toppnum með 28 stig en liðið er með jafn mörg stig og Flensburg og Hannover-Burgdorf. Kiel á þó leik til góða á Flensburg.

Viggó Kristjánsson komst ekki á blað hjá Wetzlar sem er í níunda sætinu með 18 stig.

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen gerðu sér lítið fyrir og lögðu Fuchse Berlín á heimavelli, 34-20, eftir að hafa leitt 13-11 í hálfleik.





Erlangen er í tíunda sætinu með sextán stig.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti, er Bergrischer tapaði fyrir Minden, 26-23. Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað hjá Bergrischer sem er í 11. sætinu með fimmtán stig.

Oddur Grétarsson komst ekki á blað er Balingen tapaði með tveggja marka mun fyrir Hannover-Burgdorf, 33-35, á heimavelli. Balingen var 15-14 yfir í hálfleik.





Balingen er í 13. sæti deildarinnar með jafn mörg stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×