Demókratar deildu: „Milljarðamæringar í vínhellum eiga ekki að velja næsta forseta“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 11:28 Frambjóðendurnir sjö á sviði í gær. AP/Chris Carlson Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Los Angeles í gær. Sjö frambjóðendur tóku þátt í kappræðunum. Andrew Yang, Pete Buttigieg, Eilizabeth Warren, Joe Biden, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Tom Steyer. Sex vikur eru þar til fyrstu atkvæðagreiðslurnar í forvalinu fara fram. Kappræðurnar fóru að mestu rólega fram en það einkenndi þær hvernig aðrir frambjóðendur beindu spjótum sínum að Pete Buttigieg. Að mestu snerust ummæli frambjóðenda um Buttigieg að reynsluleysi hans og vinsældum hans meðal auðjöfra. Hinn 37 ára gamli borgarstjóri frá Indiana hefur rakað inn peningum í kosningabaráttunni og fjölmiðlar vestanhafs segja það hafa farið í taugarnar á öðrum þekktari og reynslumeiri frambjóðendum. Fréttir um fjáröflunarkvöldverð Buttigieg í Napa hafa vakið mikla athygli þar sem hann snæddi kvöldverð með auðugum aðilum í vínhelli. Hann var á hælunum mest allt kvöldið.Elizabeth Warren og Buttigieg deildu hvað mest og snerust þær deilur að mestu um þennan helli. Warren hefur ekki tekið á móti fjárveitingum frá ríkum aðilum og þykir með frjálslyndari frambjóðendum flokksins. Deilur þeirra hafa verið að byggjast upp og þá sérstaklega vegna þess að Buttigieg hefur verið að laða fylgjendur Warren til sín. Buttigieg virtist tilbúinn með svar og benti á að hann væri bókstaflega eini aðilinn á sviðinu sem væri ekki milljóna- eða milljarðamæringur. Eigur Warren væru til dæmis hundrað sinnum meiri en eigur hans. Þá sagði hann að ef Warren vildi leggja til kosningasjóða hans myndi hann taka því fagnandi þó hún væri mun auðugri en hann. Hann gagnrýndi hana einnig fyrir að hafa tekið við framlögum auðjöfra í framboði hennar til öldungadeildarinnar í fyrra og flutt rúmar tíu milljónir dala úr til núverandi kosningabaráttu sinnar. Amy Klobuchar gagnrýndi Buttigieg einnig en hún gagnrýndi hann fyrir reynsluleysi. Hún sagðist sjálf hafa sýnt að hún geti unnið kosningar. Hann svaraði einnig og sagði að eflaust þætti henni lítið til koma varðandi stærð South Bend, borgarinnar sem Buttigieg hefur verið bæjarstjóri í undanfarin ári. En ef hún vildi spá í hver gæti sigrað kosningar ætti hún að ímynda sér hvernig það væri að fá 80 prósent atkvæða sem samkynhneigður maður í Indiana, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og alræmdur hommahatari, var ríkisstjóri. Kappræðurnar sneru þó alls ekki eingöngu að Pete Buttigieg. Frambjóðendurnir ræddu einnig hver ætti besta möguleikann á því að sigra Donald Trump, ákærurnar gegn forsetanum, spillingu, aldur og kynþætti. Joe Biden, sem er hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrata, miðað við kannanir, þykir hafa staðið sig temmilega vel og sérstaklega með tilliti til þess að í fyrri kappræðum hefur hann ekki staðið sig vel. Þrátt fyrir það hefur Biden gengið vel í könnunum. Biden nefndi það að hann gæti átt auðveldara en aðrir frambjóðendur með að vinna með Repúblikönum á þingi. Hann hefði sýnt það í gegnum tíðina. „Ef einhver hefur tilefni til að vera reiður út í Repúblikana og til að vilja ekki vinna með þeim, er það ég. Þeir hafa ráðist á mig, son minn og fjölskyldu,“ sagði Biden. „Staðreyndin er samt sú að við verðum, við verðum að koma hlutunum í verk.“ Hér að neðan má sjá samantekt Washington Post frá gærkvöldinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Los Angeles í gær. Sjö frambjóðendur tóku þátt í kappræðunum. Andrew Yang, Pete Buttigieg, Eilizabeth Warren, Joe Biden, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Tom Steyer. Sex vikur eru þar til fyrstu atkvæðagreiðslurnar í forvalinu fara fram. Kappræðurnar fóru að mestu rólega fram en það einkenndi þær hvernig aðrir frambjóðendur beindu spjótum sínum að Pete Buttigieg. Að mestu snerust ummæli frambjóðenda um Buttigieg að reynsluleysi hans og vinsældum hans meðal auðjöfra. Hinn 37 ára gamli borgarstjóri frá Indiana hefur rakað inn peningum í kosningabaráttunni og fjölmiðlar vestanhafs segja það hafa farið í taugarnar á öðrum þekktari og reynslumeiri frambjóðendum. Fréttir um fjáröflunarkvöldverð Buttigieg í Napa hafa vakið mikla athygli þar sem hann snæddi kvöldverð með auðugum aðilum í vínhelli. Hann var á hælunum mest allt kvöldið.Elizabeth Warren og Buttigieg deildu hvað mest og snerust þær deilur að mestu um þennan helli. Warren hefur ekki tekið á móti fjárveitingum frá ríkum aðilum og þykir með frjálslyndari frambjóðendum flokksins. Deilur þeirra hafa verið að byggjast upp og þá sérstaklega vegna þess að Buttigieg hefur verið að laða fylgjendur Warren til sín. Buttigieg virtist tilbúinn með svar og benti á að hann væri bókstaflega eini aðilinn á sviðinu sem væri ekki milljóna- eða milljarðamæringur. Eigur Warren væru til dæmis hundrað sinnum meiri en eigur hans. Þá sagði hann að ef Warren vildi leggja til kosningasjóða hans myndi hann taka því fagnandi þó hún væri mun auðugri en hann. Hann gagnrýndi hana einnig fyrir að hafa tekið við framlögum auðjöfra í framboði hennar til öldungadeildarinnar í fyrra og flutt rúmar tíu milljónir dala úr til núverandi kosningabaráttu sinnar. Amy Klobuchar gagnrýndi Buttigieg einnig en hún gagnrýndi hann fyrir reynsluleysi. Hún sagðist sjálf hafa sýnt að hún geti unnið kosningar. Hann svaraði einnig og sagði að eflaust þætti henni lítið til koma varðandi stærð South Bend, borgarinnar sem Buttigieg hefur verið bæjarstjóri í undanfarin ári. En ef hún vildi spá í hver gæti sigrað kosningar ætti hún að ímynda sér hvernig það væri að fá 80 prósent atkvæða sem samkynhneigður maður í Indiana, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og alræmdur hommahatari, var ríkisstjóri. Kappræðurnar sneru þó alls ekki eingöngu að Pete Buttigieg. Frambjóðendurnir ræddu einnig hver ætti besta möguleikann á því að sigra Donald Trump, ákærurnar gegn forsetanum, spillingu, aldur og kynþætti. Joe Biden, sem er hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrata, miðað við kannanir, þykir hafa staðið sig temmilega vel og sérstaklega með tilliti til þess að í fyrri kappræðum hefur hann ekki staðið sig vel. Þrátt fyrir það hefur Biden gengið vel í könnunum. Biden nefndi það að hann gæti átt auðveldara en aðrir frambjóðendur með að vinna með Repúblikönum á þingi. Hann hefði sýnt það í gegnum tíðina. „Ef einhver hefur tilefni til að vera reiður út í Repúblikana og til að vilja ekki vinna með þeim, er það ég. Þeir hafa ráðist á mig, son minn og fjölskyldu,“ sagði Biden. „Staðreyndin er samt sú að við verðum, við verðum að koma hlutunum í verk.“ Hér að neðan má sjá samantekt Washington Post frá gærkvöldinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira