Pútín við völd í tuttugu ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. desember 2019 20:00 Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. Pútín tók við starfinu af Boris Jeltsín á gamlársdag árið 1999. Fyrst sem starfandi forseti. Jeltsín hafði þá óvænt sagt af sér. Sem starfandi forsætisráðherra tók Pútín við starfinu. Því hélt hann allt þar til 2008. Hafði þá setið tvö kjörtímabil og mátti ekki sitja fleiri í röð. Pútín varð því forsætisráðherra og Dmítríj Medvedev varð forseti. Stjórnmálaskýrendur halda því fram að Pútín hafi haft völdin í þessu sambandi hans og Medvedevs. Það sást árið 2012 þegar Medvedev steig til hliðar og bauð sig ekki fram gegn Pútín sem sneri aftur á forsetastól. Andrej Kolesníkov, rannsakandi hjá bandarísku hugveitunni Carnegie Moscow Center, segir að Pútín hafi ekki tryggt Rússlandi lykilstöðu í alþjóðastjórnmálum. Landið gegni í staðinn því hlutverki að spilla starfi annarra ríkja. „Pútín hefur stöðvað þróun Rússlands sem ríki með markaðshagkerfi og hefðbundið lýðræði,“ sagði Kolesníkov. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að mega bjóða sig fram í næstu kosningum, enda aftur setið tvö kjörtímabil í röð. Hann virðist þó ekki á förum, ef marka má svar hans á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum um fyrrnefnda takmörkun. „Yðar auðmjúki þjónn þjónaði í tvö kjörtímabil í röð og steig svo til hliðar. Þá mátti hann bjóða sig aftur fram til forseta af því kjörtímabilin voru ekki lengur samfleytt. Þetta ákvæði lætur marga af okkar stjórnmálafræðingum hreinlega fara hjá sér. Því gæti verið breytt.“ Rússland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. Pútín tók við starfinu af Boris Jeltsín á gamlársdag árið 1999. Fyrst sem starfandi forseti. Jeltsín hafði þá óvænt sagt af sér. Sem starfandi forsætisráðherra tók Pútín við starfinu. Því hélt hann allt þar til 2008. Hafði þá setið tvö kjörtímabil og mátti ekki sitja fleiri í röð. Pútín varð því forsætisráðherra og Dmítríj Medvedev varð forseti. Stjórnmálaskýrendur halda því fram að Pútín hafi haft völdin í þessu sambandi hans og Medvedevs. Það sást árið 2012 þegar Medvedev steig til hliðar og bauð sig ekki fram gegn Pútín sem sneri aftur á forsetastól. Andrej Kolesníkov, rannsakandi hjá bandarísku hugveitunni Carnegie Moscow Center, segir að Pútín hafi ekki tryggt Rússlandi lykilstöðu í alþjóðastjórnmálum. Landið gegni í staðinn því hlutverki að spilla starfi annarra ríkja. „Pútín hefur stöðvað þróun Rússlands sem ríki með markaðshagkerfi og hefðbundið lýðræði,“ sagði Kolesníkov. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að mega bjóða sig fram í næstu kosningum, enda aftur setið tvö kjörtímabil í röð. Hann virðist þó ekki á förum, ef marka má svar hans á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum um fyrrnefnda takmörkun. „Yðar auðmjúki þjónn þjónaði í tvö kjörtímabil í röð og steig svo til hliðar. Þá mátti hann bjóða sig aftur fram til forseta af því kjörtímabilin voru ekki lengur samfleytt. Þetta ákvæði lætur marga af okkar stjórnmálafræðingum hreinlega fara hjá sér. Því gæti verið breytt.“
Rússland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira