Pútín við völd í tuttugu ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. desember 2019 20:00 Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. Pútín tók við starfinu af Boris Jeltsín á gamlársdag árið 1999. Fyrst sem starfandi forseti. Jeltsín hafði þá óvænt sagt af sér. Sem starfandi forsætisráðherra tók Pútín við starfinu. Því hélt hann allt þar til 2008. Hafði þá setið tvö kjörtímabil og mátti ekki sitja fleiri í röð. Pútín varð því forsætisráðherra og Dmítríj Medvedev varð forseti. Stjórnmálaskýrendur halda því fram að Pútín hafi haft völdin í þessu sambandi hans og Medvedevs. Það sást árið 2012 þegar Medvedev steig til hliðar og bauð sig ekki fram gegn Pútín sem sneri aftur á forsetastól. Andrej Kolesníkov, rannsakandi hjá bandarísku hugveitunni Carnegie Moscow Center, segir að Pútín hafi ekki tryggt Rússlandi lykilstöðu í alþjóðastjórnmálum. Landið gegni í staðinn því hlutverki að spilla starfi annarra ríkja. „Pútín hefur stöðvað þróun Rússlands sem ríki með markaðshagkerfi og hefðbundið lýðræði,“ sagði Kolesníkov. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að mega bjóða sig fram í næstu kosningum, enda aftur setið tvö kjörtímabil í röð. Hann virðist þó ekki á förum, ef marka má svar hans á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum um fyrrnefnda takmörkun. „Yðar auðmjúki þjónn þjónaði í tvö kjörtímabil í röð og steig svo til hliðar. Þá mátti hann bjóða sig aftur fram til forseta af því kjörtímabilin voru ekki lengur samfleytt. Þetta ákvæði lætur marga af okkar stjórnmálafræðingum hreinlega fara hjá sér. Því gæti verið breytt.“ Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. Pútín tók við starfinu af Boris Jeltsín á gamlársdag árið 1999. Fyrst sem starfandi forseti. Jeltsín hafði þá óvænt sagt af sér. Sem starfandi forsætisráðherra tók Pútín við starfinu. Því hélt hann allt þar til 2008. Hafði þá setið tvö kjörtímabil og mátti ekki sitja fleiri í röð. Pútín varð því forsætisráðherra og Dmítríj Medvedev varð forseti. Stjórnmálaskýrendur halda því fram að Pútín hafi haft völdin í þessu sambandi hans og Medvedevs. Það sást árið 2012 þegar Medvedev steig til hliðar og bauð sig ekki fram gegn Pútín sem sneri aftur á forsetastól. Andrej Kolesníkov, rannsakandi hjá bandarísku hugveitunni Carnegie Moscow Center, segir að Pútín hafi ekki tryggt Rússlandi lykilstöðu í alþjóðastjórnmálum. Landið gegni í staðinn því hlutverki að spilla starfi annarra ríkja. „Pútín hefur stöðvað þróun Rússlands sem ríki með markaðshagkerfi og hefðbundið lýðræði,“ sagði Kolesníkov. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að mega bjóða sig fram í næstu kosningum, enda aftur setið tvö kjörtímabil í röð. Hann virðist þó ekki á förum, ef marka má svar hans á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum um fyrrnefnda takmörkun. „Yðar auðmjúki þjónn þjónaði í tvö kjörtímabil í röð og steig svo til hliðar. Þá mátti hann bjóða sig aftur fram til forseta af því kjörtímabilin voru ekki lengur samfleytt. Þetta ákvæði lætur marga af okkar stjórnmálafræðingum hreinlega fara hjá sér. Því gæti verið breytt.“
Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira