Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2019 Atli Ísleifsson skrifar 31. desember 2019 11:30 Margir þjóðþekktir Íslendingar féllu frá á árinu sem er að líða. Vísir/Vilhelm Margir þjóðþekktir Íslendingar sögðu skilið við þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti knattspyrnumaður landsins, einhver fræknasti íþróttamaður Íslandssögunnar, einhverjir fremstu myndlistarmenn þjóðarinnar, fyrrverandi borgarstjóri og seðlabankastjóri og sannkallaður frumkvöðull á sviði laga- og textasmíðar. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu. Birgir Ísleifur Gunnarsson lést á árinu. Þingmenn Birgir Ísleifur Gunnarsson , fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra og seðlabankastjóri, lést 28. október, 83 ára að aldri. Birgir Ísleifur gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík frá desember 1972 til maí 1978. Hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1979 til 1991 og var skipaður menntamálaráðherra til eins árs, frá 1987 til 1988. Þremur árum síðar tók hann við starfi seðlabankastjóra og starfaði sem slíkur þangað til hann fór á eftirlaun árið 2005.Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á gamlársdag, 69 ára að aldri. Guðrún sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 1999 til 2007 og gegndi hún embætti borgarfulltrúa frá 1992 til 1998. Þar áður hafði hún verið varaborgarfulltrúi. Hún hlaut fálkaorðuna sumarið 2019 fyrir framlag í þágu mannúðar og jafnréttisbaráttu hinsegin fólks.Helgi Seljan Friðriksson, fyrrverandi þingmaður, lést þann 10. desember, 86 ára að aldri. Helgi var þingmaður Austurlands og sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið á árunum 1971 til 1987. Hann var forseti efri deildar þingsins á árunum 1979 til 1983.Ingiberg J. Hannesson, prestur og fyrrverandi þingmaður, lést í apríl, 84 ára að aldri. Ingiberg var þingmaður og varaþingmaður Vesturlandskjördæmis þar sem hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann átti fast sæti á þingi á árunum 1977 til 1978.Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra og forseti sameinaðs Alþingis, lést í apríl, 87 ára að aldri. Hann var þingmaður Suðurlands á árunum 1974 til 1995 þar sem hann sat fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1983 til 1987 og landbúnaðarráðherra 1987 til 1988. Þá var hann forseti sameinaðs þings á árunum 1979 til 1983 og forseti efri deildar 1988 til 1991. Atli Heimir Sveinsson.Facebook Menning og listir Atli Heimir Sveinsson tónskáld lést í apríl, áttræður að aldri. Atli var í hópi virtustu tónskálda landsins og samdi fjölda tónverka.Ásgeir Magnús Sæmundsson, tónlistarmaður og matreiðslumeistari betur þekktur sem Geiri Sæm, lést í desember, 55 ára gamall. Hann stundaði tónlistarnám og byrjaði ungur að semja tónlist og eftir hann liggja fjórar hljómplötur sem hann gaf út ásamt félögum sínum í Pax Vobis og Hunangstunglinu sem og fjöldinn allur af óútgefnu efni.Birgir Sigurðsson, rithöfundur og leikskáld, lést í ágúst, 81 árs að aldri. Meðal merkra verka eftir Birgi má nefna Pétur og Rúna, Skáld-Rósa, Selurinn hefur mannsaugu, Grasmaðkur, Óskastjarnan og Dínamít.Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona lést í apríl, 78 ára að aldri. Björg hélt fjölda einkasýninga, bæði á Íslandi og víða um heim. Þá var hún mjög virk í félagsstörfum.Einar Bragi Bragason, tónlistarmaður, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og einn stofnenda hljómsveitarinnar Stjórnarinnar, lést í september, 54 ára gamall.Haraldur Reynisson, betur þekktur sem Halli Reynis, féll frá í september, 52 ára að aldri. Halli var áberandi í tónlistarlífi Íslendinga undanfarna áratugi, en undanfarin ár sinnti hann starfi tónmenntakennara við Ölduselsskóla. Ingibjörg Þorbergs. Ingibjörg Þorbergs tónlistarkona, lést í maí, 92 ára að aldri. Ingibjörg var frumkvöðull á sviði laga- og textasmíðar en hún var fyrsta konan sem söng eigið lag inn á hljómplötu hér á landi.Jóhann Eyfells myndhöggvari lést í Texas í desember, 96 ára að aldri. Jóhann bjó lengst af á erlendri grundu, en sjöunda áratugnum voru Jóhann og eiginkona hans, Kristín Halldórsdóttir, mjög áberandi í íslensku listalífi. Meðal listaverka Jóhanns er bronsverkið Íslandsvarðan sem stendur við Sæbraut í Reykjavík.Kristmundur Bjarnason, rithöfundur á Sjávarborg í Skagafirði, lést í desember, hundrað ára að aldri. Frá miðri síðustu öld var Kristmundur bóndi á Sjávarborg og stundaði hann ritstörf og fræðimennsku samhliða bústörfum.Margeir Dire Sigurðsson myndlistarmaður lést í Berlín í mars, 33 ára að aldri. Margeir Dire nam í Myndlistaskólanum á Akureyri, Lahti Institude of Fine Arts í Finnlandi og Instituto Europeo di Design í Barcelona. Hann er þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, video, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. Sigurður Örlygsson myndlistarmaður lést í maí, 72 ára að aldri. Hann nam meðal annars list sína í Reykjavík, Kaupmannahöfn og New York.Tímóteus Pétursson lista- og kvikmyndagerðarmaður lést í Bandaríkjunum í desember, 82 ára að aldri. Bohuslav Woody Vasulka fæddist í Tékkóslóvakíu og tók upp nafnið Tímóteus Pétursson þegar hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt ári 1968. Hann kynntist fiðluleikaranum Steinunni Briem Bjarnadóttur eða Steinu árið 1959. Saman notuðu þau þekkingu sína í tónlist og kvikmyndagerð sem undirstöðu í algerlega nýrri túlkun í myndlist með hinni nýju vídeótækni. Tryggvi Ólafsson.Mynd/Aðsend Tryggvi Ólafsson listmálari lést þann 3. janúar. Hann var í hópi þekktustu og virtustu myndlistarmanna þjóðarinnar. Voru verk hans í eigu fjölmargra listasafna á Íslandi og erlendis og var stíll hans auðþekkjanlegur. Tryggvi vann lengst af að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm fjörutíu ár.Þóra Friðriksdóttir leikkona lést í maí, 87 ára að aldri. Þóra starfaði lengi í Þjóðleikhúsinu og fór jafnframt með fjölmörg hlutverk í sjónvarpi og í kvikmyndum – meðal annars Á hjara veraldar, Sódómu Reykjavík og Atómstöðinni.Sverrir Ólafsson myndhöggvari lést 30. desember, 71 árs að aldri. Sverrir hlaut á ferli sínum fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, en auk þess stóð hann meðal annars að uppsetningu alþjóðlega höggmyndagarðsins í Hafnarfirði, og hafði með honum yfirumsjón um langt árabil. Skólar og vísindi Ágúst Þór Árnason , aðjunkt við Háskólann á Akureyri, lést í apríl, 64 ára að aldri. Hann var framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands frá 1994 til 1998. Ágúst var kosinn af Alþingi í stjórnlaganefnd árið 2010 og tók virkan þátt í umræðu um breytingar á stjórnarskrá.Birna Sif Bjarnadóttir, skólastjóri Ölduselsskóla í Breiðholti í Reykjavík, lést í júní 37 ára gömul.Bjarni Kristjánsson, fyrrverandi rektor Tækniskólans, lést í september, níræður að aldri. Hann var rektor skólans á árunum 1966 til 1990.Guðrún Jónsdóttir geðlæknir lést í nóvember, 93 ára að aldri. Guðrún lauk læknaprófi í ársbyrjun 1955. Hún skrifaði sérfræðiritferð um sjálfsvíg á sjöunda og áttunda áratugnum og starfaði sem sérfræðingur á geðdeild Borgarspítalans frá 1976 til 1996.Gunnar Karlsson, sagnfræðingur og prófessor emeritus, lést í október, áttræður að aldri. Gunnar skrifaði fjölmargar kennslubækur í sögu fyrir öll skólastig, frá grunnskóla og upp í háskóla, hann skrifaði hluta af stórum ritum eftir marga höfunda, til dæmis Sögu Íslands og ritstýrði við þriðja mann útgáfu á Grágás.Gyða Stefánsdóttir kennari lést í september, 87 ára að aldri. Gyða starfaði sem kennari þar sem hún sérhæfði sig í sérkennslufræðum. Hún beitti frumlegum kennsluaðferðum og einstaklingsbundinni nálgun. Gyða var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu af forseta Íslands árið 2001.Halldór Ingimar Elíasson, stærðfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, lést í október, 80 ára að aldri.Vilborg Jónsdóttir, tónlistarkennari og skólastjóri, lést í nóvember, eftir baráttu við hvítblæði, 55 ára gömul. Hún kenndi lengst af við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Hún var aðalstjórnandi blásarasveitar Tónskóla Sigursveins frá 2001, skólastjóri og stjórnandi Skólahljómsveitar Austurbæjar frá 2004 og formaður Lúðrasveitarinnar Svansins frá 1994 til 2000.Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, lést í júlí, 65 ára að aldri. Ingveldur Geirsdóttir Stjórnsýsla Einar Hannesson lögmaður lést í júní, 48 ára að aldri. Hann var um tíma aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Áður hafði hann meðal annars starfað sem lögfræðingur í samgönguráðuneytinu og lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA.Sigurður E. Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins og borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, lést í janúar, 86 ára að aldri. Hann var framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins frá 1971 til 1998.Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður lést í júlí, 94 ára að aldri. Valgarð starfaði lengi hjá Reykjavíkurborg og átti sæti í starfshópnum sem vann að breytingum á umferðarreglum þegar ákveðið var að skipta yfir í hægri umferð á Íslandi fyrir 51 ári. Hann ók bílnum árið 1968 sem fór fyrstur frá vinstri yfir á hægri akrein. Viðskipti Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri og einn af stofnendum Loftleiða, lést í júní, 93 ára að aldri.Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Árvakurs á árunum 1968 tik 1995, lést í september, 94 ára að aldri.Helgi Sigurðsson úrsmiður lést í mars, 85 ára gamall. Hann hafði starfað sem úrsmiður frá árinu 1958 og rak verslun og verkstæði við Skólavörðustíg í Reykjavík frá 1967 til ársins 2017, eða í 50 ár.Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést í apríl, rúmlega áttatíu ára að aldri. Hann gegndi embætti forstjóra á árunum 1979 til 2000. Ragnar S. Halldórsson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Íslenska álfélagsins, lést í ágúst 89 ára að aldri. Hann var forstjóri álvers ÍSAL í Straumsvík á árunum 1969 til 1988.Salvatore Torrini veitingamaður lést í nóvember, 73 ára að aldri. Hann rak veitingastaðinn Ítalíu við Laugaveg um árabil. Atli Eðvaldsson.vísir/getty Íþróttir, fjölmiðlar og fleira Atli Eðvaldsson knattspyrnumaður lést í september, 62 ára að aldri. Hann spilaði sjötíu leiki fyrir íslenska landsliðið og átti um tíma leikjamet íslenska landsliðsins. Hér heima lék Atli með Val, KR og HK, en erlendis lék hann með Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Uerdingen og TuRu Düsseldorf í Þýskalandi og Genclerbirligi í Tyrklandi. Atli þjálfaði íslenska karlalandsliðið á árunum 1999 til 2003. Bjarki Már Sigvaldason lést í júlí, 32 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Bjarki Már þótti gríðarlegt efni í fótbolta á sínum tíma, en barátta hans gegn krabbameininu vakti mikla athygli. Björgvin Guðmundsson lést í apríl, 86 ára að aldri. Björgvin starfaði lengi sem blaðamaður og innan stjórnarráðsins. Hann var lengi formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík og greinar hans um bætt kjör eldri borgara áberandi á síðum fjölmiðla.Björn Þorbjarnarson, fyrrverandi skurðlæknir, lést í október, 98 ára að aldri. Hann starfaði lengi í New York og vakti athygli þegar hann skar upp Mohammad Reza Pahlavi Íranskeisara árið 1979, þegar sá var í útlegð í Bandaríkjunum. Þá voru eðlisfræðingurinn J. Robert Oppenheimer og listamaðurinn Andy Warhol einnig í hópi frægra sjúklinga Björns.Brynhildur K. Andersen lést í mars, 80 ára að aldri. Hún tók um árabil virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og starfaði um aldarfjórðung á skrifstofu á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.Erna Finnsdóttir, lést í ágúst, 95 ára að aldri. Hún lauk námi frá MR árið 1944 og stundaði píanónám. Erna var gift Geir Hallgrímssyni sem á stjórnmálaferli gegndi embætti borgarstjóra, ráðherra og seðlabankastjóra.Fanney Eiríksdóttir lést í júlí eftir baráttu við leghálskrabbamein. Barátta Fanneyjar vakti mikla athygli og hreyfði við mörgum.Grétar Einarsson, fyrrverandi leikmaður knattspyrnuliðs Víðis í Garði og fleiri liða, lést í september, 55 ára að aldri. Hann gegndi mikilvægu hlutverki í gullaldarliði Víðis á níunda áratugnum.Guðmundur Snorri Ingimarsson, fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins, lést í ágúst, 71 árs að aldri. Snorri starfaði bæði sem krabbameinslæknir og geðlæknir og var fyrsti forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Hann gegndi því starfi frá árinu 1984 til 1988.Herdís Tryggvadóttir, hugsjóna- og baráttukona á sviði mannúðarmála, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, var afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður lést í apríl, 41 árs að aldri. Ingveldur starfaði lengst af á Morgunblaðinu en þar hóf hún störf árið 2005. Jensína Andrésdóttir, lést þann 18. apríl. Hún var 109 ára og 159 daga gömul þegar hún lést en í upphafi árs varð hún elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Karólína Lárusdóttir myndlistarkona lést í febrúar, 74 ára að aldri. Karólína hélt fjölda einkasýninga, meðal annars í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Íslandi, Ítalíu, Namibíu, Spáni og Suður-Afríku. Myndefni sitt sótti mikið í æskuminningar sínar, þar á meðal mannlífi á Hótel Borg og farþegum og áhöfn í MS GullfossiKristín Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi þáttastjórnandi í útvarpi, lést í júní, 85 ára að aldri. Kristín sá meðal annars um útvarpsþáttinn Óskalög sjúklinga í Ríkisútvarpinu um margra ára skeið.Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, lést í nóvember 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár. Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir lést í júlí eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Olga Steinunn greindist árið 2013 og barðist við meinið fyrir opnum dyrum og ræddi baráttuna opinskátt í fjölmiðlum.Ólafur Björgvin Valgeirsson, umsjónarmaður sundlaugarinnar í Selárdal við Vopnafjörð, lést í apríl, 64 ára. Ólafur stóð vaktina í Selárlaug í þrjá áratugi. Vilhjálmur Einarsson féll frá í lok árs. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir þroskaþjálfi og brautryðjandi í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi, lést í apríl, 63 ára að aldri. Sigurður H. Dagsson, fyrrverandi kennari og markmaður, lést í júlí, 74 ára að aldri. Hann lék bæði handbolta og fótbolta hjá Val og stóð þannig í markinu þegar Valur mætti Benfica á Laugardalsvelli 1968. Hann lék fjölda landsleikja fyrir Íslands hönd.Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, lést í október, 71 árs gamall. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni.Sigurður Pálsson, prestur og kennari, lést í mars, 82 ára að aldri. Auk þess að starfa sem kennari og prestur var hann mjög virkur í félagsstörfum. Auk þess samdi hann fjölda kennslurita og skrifaði sögu Hallgrímskirkju í Reykjavík.Sonja Backman, lést í október, 81 árs að aldri. Sonja vann lengi við skrifstofustörf meðal annars á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Þá var hún skrifstofustjóri hjá Ísaksskóla í aldarfjórðung. Hún var eiginkona Birgis Ísleifs Gunnarssonar og tók þátt í opinberum viðburðum með honum þegar hann gegndi starfi borgarstjóra, menntamálaráðherra og seðlabankastjóra.Stefán Dan Óskarsson sem ásamt eiginkonu sinni Rannveigu Hestnes, rak líkamsrætarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár lést í janúar, 71 árs gamall. Vilhjálmur Einarsson lést þann 28. desember, 85 ára að aldri. Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Meðal annars vann hann til silfurverðlauna fyrstur Íslendinga á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 og var fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Hann starfaði lengi sem kennari og lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála.Þorvaldur Þórarinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í frisbígolfi, lést í mars, 49 ára að aldri. Samantektin byggir á andlátsfréttum á Vísi og í Morgunblaðinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Fréttir ársins 2019 Tengdar fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. 31. desember 2017 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 28. desember 2015 11:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Margir þjóðþekktir Íslendingar sögðu skilið við þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti knattspyrnumaður landsins, einhver fræknasti íþróttamaður Íslandssögunnar, einhverjir fremstu myndlistarmenn þjóðarinnar, fyrrverandi borgarstjóri og seðlabankastjóri og sannkallaður frumkvöðull á sviði laga- og textasmíðar. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu. Birgir Ísleifur Gunnarsson lést á árinu. Þingmenn Birgir Ísleifur Gunnarsson , fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra og seðlabankastjóri, lést 28. október, 83 ára að aldri. Birgir Ísleifur gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík frá desember 1972 til maí 1978. Hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1979 til 1991 og var skipaður menntamálaráðherra til eins árs, frá 1987 til 1988. Þremur árum síðar tók hann við starfi seðlabankastjóra og starfaði sem slíkur þangað til hann fór á eftirlaun árið 2005.Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á gamlársdag, 69 ára að aldri. Guðrún sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 1999 til 2007 og gegndi hún embætti borgarfulltrúa frá 1992 til 1998. Þar áður hafði hún verið varaborgarfulltrúi. Hún hlaut fálkaorðuna sumarið 2019 fyrir framlag í þágu mannúðar og jafnréttisbaráttu hinsegin fólks.Helgi Seljan Friðriksson, fyrrverandi þingmaður, lést þann 10. desember, 86 ára að aldri. Helgi var þingmaður Austurlands og sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið á árunum 1971 til 1987. Hann var forseti efri deildar þingsins á árunum 1979 til 1983.Ingiberg J. Hannesson, prestur og fyrrverandi þingmaður, lést í apríl, 84 ára að aldri. Ingiberg var þingmaður og varaþingmaður Vesturlandskjördæmis þar sem hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann átti fast sæti á þingi á árunum 1977 til 1978.Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra og forseti sameinaðs Alþingis, lést í apríl, 87 ára að aldri. Hann var þingmaður Suðurlands á árunum 1974 til 1995 þar sem hann sat fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1983 til 1987 og landbúnaðarráðherra 1987 til 1988. Þá var hann forseti sameinaðs þings á árunum 1979 til 1983 og forseti efri deildar 1988 til 1991. Atli Heimir Sveinsson.Facebook Menning og listir Atli Heimir Sveinsson tónskáld lést í apríl, áttræður að aldri. Atli var í hópi virtustu tónskálda landsins og samdi fjölda tónverka.Ásgeir Magnús Sæmundsson, tónlistarmaður og matreiðslumeistari betur þekktur sem Geiri Sæm, lést í desember, 55 ára gamall. Hann stundaði tónlistarnám og byrjaði ungur að semja tónlist og eftir hann liggja fjórar hljómplötur sem hann gaf út ásamt félögum sínum í Pax Vobis og Hunangstunglinu sem og fjöldinn allur af óútgefnu efni.Birgir Sigurðsson, rithöfundur og leikskáld, lést í ágúst, 81 árs að aldri. Meðal merkra verka eftir Birgi má nefna Pétur og Rúna, Skáld-Rósa, Selurinn hefur mannsaugu, Grasmaðkur, Óskastjarnan og Dínamít.Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona lést í apríl, 78 ára að aldri. Björg hélt fjölda einkasýninga, bæði á Íslandi og víða um heim. Þá var hún mjög virk í félagsstörfum.Einar Bragi Bragason, tónlistarmaður, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og einn stofnenda hljómsveitarinnar Stjórnarinnar, lést í september, 54 ára gamall.Haraldur Reynisson, betur þekktur sem Halli Reynis, féll frá í september, 52 ára að aldri. Halli var áberandi í tónlistarlífi Íslendinga undanfarna áratugi, en undanfarin ár sinnti hann starfi tónmenntakennara við Ölduselsskóla. Ingibjörg Þorbergs. Ingibjörg Þorbergs tónlistarkona, lést í maí, 92 ára að aldri. Ingibjörg var frumkvöðull á sviði laga- og textasmíðar en hún var fyrsta konan sem söng eigið lag inn á hljómplötu hér á landi.Jóhann Eyfells myndhöggvari lést í Texas í desember, 96 ára að aldri. Jóhann bjó lengst af á erlendri grundu, en sjöunda áratugnum voru Jóhann og eiginkona hans, Kristín Halldórsdóttir, mjög áberandi í íslensku listalífi. Meðal listaverka Jóhanns er bronsverkið Íslandsvarðan sem stendur við Sæbraut í Reykjavík.Kristmundur Bjarnason, rithöfundur á Sjávarborg í Skagafirði, lést í desember, hundrað ára að aldri. Frá miðri síðustu öld var Kristmundur bóndi á Sjávarborg og stundaði hann ritstörf og fræðimennsku samhliða bústörfum.Margeir Dire Sigurðsson myndlistarmaður lést í Berlín í mars, 33 ára að aldri. Margeir Dire nam í Myndlistaskólanum á Akureyri, Lahti Institude of Fine Arts í Finnlandi og Instituto Europeo di Design í Barcelona. Hann er þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, video, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. Sigurður Örlygsson myndlistarmaður lést í maí, 72 ára að aldri. Hann nam meðal annars list sína í Reykjavík, Kaupmannahöfn og New York.Tímóteus Pétursson lista- og kvikmyndagerðarmaður lést í Bandaríkjunum í desember, 82 ára að aldri. Bohuslav Woody Vasulka fæddist í Tékkóslóvakíu og tók upp nafnið Tímóteus Pétursson þegar hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt ári 1968. Hann kynntist fiðluleikaranum Steinunni Briem Bjarnadóttur eða Steinu árið 1959. Saman notuðu þau þekkingu sína í tónlist og kvikmyndagerð sem undirstöðu í algerlega nýrri túlkun í myndlist með hinni nýju vídeótækni. Tryggvi Ólafsson.Mynd/Aðsend Tryggvi Ólafsson listmálari lést þann 3. janúar. Hann var í hópi þekktustu og virtustu myndlistarmanna þjóðarinnar. Voru verk hans í eigu fjölmargra listasafna á Íslandi og erlendis og var stíll hans auðþekkjanlegur. Tryggvi vann lengst af að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm fjörutíu ár.Þóra Friðriksdóttir leikkona lést í maí, 87 ára að aldri. Þóra starfaði lengi í Þjóðleikhúsinu og fór jafnframt með fjölmörg hlutverk í sjónvarpi og í kvikmyndum – meðal annars Á hjara veraldar, Sódómu Reykjavík og Atómstöðinni.Sverrir Ólafsson myndhöggvari lést 30. desember, 71 árs að aldri. Sverrir hlaut á ferli sínum fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, en auk þess stóð hann meðal annars að uppsetningu alþjóðlega höggmyndagarðsins í Hafnarfirði, og hafði með honum yfirumsjón um langt árabil. Skólar og vísindi Ágúst Þór Árnason , aðjunkt við Háskólann á Akureyri, lést í apríl, 64 ára að aldri. Hann var framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands frá 1994 til 1998. Ágúst var kosinn af Alþingi í stjórnlaganefnd árið 2010 og tók virkan þátt í umræðu um breytingar á stjórnarskrá.Birna Sif Bjarnadóttir, skólastjóri Ölduselsskóla í Breiðholti í Reykjavík, lést í júní 37 ára gömul.Bjarni Kristjánsson, fyrrverandi rektor Tækniskólans, lést í september, níræður að aldri. Hann var rektor skólans á árunum 1966 til 1990.Guðrún Jónsdóttir geðlæknir lést í nóvember, 93 ára að aldri. Guðrún lauk læknaprófi í ársbyrjun 1955. Hún skrifaði sérfræðiritferð um sjálfsvíg á sjöunda og áttunda áratugnum og starfaði sem sérfræðingur á geðdeild Borgarspítalans frá 1976 til 1996.Gunnar Karlsson, sagnfræðingur og prófessor emeritus, lést í október, áttræður að aldri. Gunnar skrifaði fjölmargar kennslubækur í sögu fyrir öll skólastig, frá grunnskóla og upp í háskóla, hann skrifaði hluta af stórum ritum eftir marga höfunda, til dæmis Sögu Íslands og ritstýrði við þriðja mann útgáfu á Grágás.Gyða Stefánsdóttir kennari lést í september, 87 ára að aldri. Gyða starfaði sem kennari þar sem hún sérhæfði sig í sérkennslufræðum. Hún beitti frumlegum kennsluaðferðum og einstaklingsbundinni nálgun. Gyða var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu af forseta Íslands árið 2001.Halldór Ingimar Elíasson, stærðfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, lést í október, 80 ára að aldri.Vilborg Jónsdóttir, tónlistarkennari og skólastjóri, lést í nóvember, eftir baráttu við hvítblæði, 55 ára gömul. Hún kenndi lengst af við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Hún var aðalstjórnandi blásarasveitar Tónskóla Sigursveins frá 2001, skólastjóri og stjórnandi Skólahljómsveitar Austurbæjar frá 2004 og formaður Lúðrasveitarinnar Svansins frá 1994 til 2000.Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, lést í júlí, 65 ára að aldri. Ingveldur Geirsdóttir Stjórnsýsla Einar Hannesson lögmaður lést í júní, 48 ára að aldri. Hann var um tíma aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Áður hafði hann meðal annars starfað sem lögfræðingur í samgönguráðuneytinu og lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA.Sigurður E. Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins og borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, lést í janúar, 86 ára að aldri. Hann var framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins frá 1971 til 1998.Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður lést í júlí, 94 ára að aldri. Valgarð starfaði lengi hjá Reykjavíkurborg og átti sæti í starfshópnum sem vann að breytingum á umferðarreglum þegar ákveðið var að skipta yfir í hægri umferð á Íslandi fyrir 51 ári. Hann ók bílnum árið 1968 sem fór fyrstur frá vinstri yfir á hægri akrein. Viðskipti Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri og einn af stofnendum Loftleiða, lést í júní, 93 ára að aldri.Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Árvakurs á árunum 1968 tik 1995, lést í september, 94 ára að aldri.Helgi Sigurðsson úrsmiður lést í mars, 85 ára gamall. Hann hafði starfað sem úrsmiður frá árinu 1958 og rak verslun og verkstæði við Skólavörðustíg í Reykjavík frá 1967 til ársins 2017, eða í 50 ár.Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést í apríl, rúmlega áttatíu ára að aldri. Hann gegndi embætti forstjóra á árunum 1979 til 2000. Ragnar S. Halldórsson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Íslenska álfélagsins, lést í ágúst 89 ára að aldri. Hann var forstjóri álvers ÍSAL í Straumsvík á árunum 1969 til 1988.Salvatore Torrini veitingamaður lést í nóvember, 73 ára að aldri. Hann rak veitingastaðinn Ítalíu við Laugaveg um árabil. Atli Eðvaldsson.vísir/getty Íþróttir, fjölmiðlar og fleira Atli Eðvaldsson knattspyrnumaður lést í september, 62 ára að aldri. Hann spilaði sjötíu leiki fyrir íslenska landsliðið og átti um tíma leikjamet íslenska landsliðsins. Hér heima lék Atli með Val, KR og HK, en erlendis lék hann með Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Uerdingen og TuRu Düsseldorf í Þýskalandi og Genclerbirligi í Tyrklandi. Atli þjálfaði íslenska karlalandsliðið á árunum 1999 til 2003. Bjarki Már Sigvaldason lést í júlí, 32 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Bjarki Már þótti gríðarlegt efni í fótbolta á sínum tíma, en barátta hans gegn krabbameininu vakti mikla athygli. Björgvin Guðmundsson lést í apríl, 86 ára að aldri. Björgvin starfaði lengi sem blaðamaður og innan stjórnarráðsins. Hann var lengi formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík og greinar hans um bætt kjör eldri borgara áberandi á síðum fjölmiðla.Björn Þorbjarnarson, fyrrverandi skurðlæknir, lést í október, 98 ára að aldri. Hann starfaði lengi í New York og vakti athygli þegar hann skar upp Mohammad Reza Pahlavi Íranskeisara árið 1979, þegar sá var í útlegð í Bandaríkjunum. Þá voru eðlisfræðingurinn J. Robert Oppenheimer og listamaðurinn Andy Warhol einnig í hópi frægra sjúklinga Björns.Brynhildur K. Andersen lést í mars, 80 ára að aldri. Hún tók um árabil virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og starfaði um aldarfjórðung á skrifstofu á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.Erna Finnsdóttir, lést í ágúst, 95 ára að aldri. Hún lauk námi frá MR árið 1944 og stundaði píanónám. Erna var gift Geir Hallgrímssyni sem á stjórnmálaferli gegndi embætti borgarstjóra, ráðherra og seðlabankastjóra.Fanney Eiríksdóttir lést í júlí eftir baráttu við leghálskrabbamein. Barátta Fanneyjar vakti mikla athygli og hreyfði við mörgum.Grétar Einarsson, fyrrverandi leikmaður knattspyrnuliðs Víðis í Garði og fleiri liða, lést í september, 55 ára að aldri. Hann gegndi mikilvægu hlutverki í gullaldarliði Víðis á níunda áratugnum.Guðmundur Snorri Ingimarsson, fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins, lést í ágúst, 71 árs að aldri. Snorri starfaði bæði sem krabbameinslæknir og geðlæknir og var fyrsti forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Hann gegndi því starfi frá árinu 1984 til 1988.Herdís Tryggvadóttir, hugsjóna- og baráttukona á sviði mannúðarmála, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, var afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður lést í apríl, 41 árs að aldri. Ingveldur starfaði lengst af á Morgunblaðinu en þar hóf hún störf árið 2005. Jensína Andrésdóttir, lést þann 18. apríl. Hún var 109 ára og 159 daga gömul þegar hún lést en í upphafi árs varð hún elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Karólína Lárusdóttir myndlistarkona lést í febrúar, 74 ára að aldri. Karólína hélt fjölda einkasýninga, meðal annars í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Íslandi, Ítalíu, Namibíu, Spáni og Suður-Afríku. Myndefni sitt sótti mikið í æskuminningar sínar, þar á meðal mannlífi á Hótel Borg og farþegum og áhöfn í MS GullfossiKristín Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi þáttastjórnandi í útvarpi, lést í júní, 85 ára að aldri. Kristín sá meðal annars um útvarpsþáttinn Óskalög sjúklinga í Ríkisútvarpinu um margra ára skeið.Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, lést í nóvember 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár. Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir lést í júlí eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Olga Steinunn greindist árið 2013 og barðist við meinið fyrir opnum dyrum og ræddi baráttuna opinskátt í fjölmiðlum.Ólafur Björgvin Valgeirsson, umsjónarmaður sundlaugarinnar í Selárdal við Vopnafjörð, lést í apríl, 64 ára. Ólafur stóð vaktina í Selárlaug í þrjá áratugi. Vilhjálmur Einarsson féll frá í lok árs. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir þroskaþjálfi og brautryðjandi í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi, lést í apríl, 63 ára að aldri. Sigurður H. Dagsson, fyrrverandi kennari og markmaður, lést í júlí, 74 ára að aldri. Hann lék bæði handbolta og fótbolta hjá Val og stóð þannig í markinu þegar Valur mætti Benfica á Laugardalsvelli 1968. Hann lék fjölda landsleikja fyrir Íslands hönd.Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, lést í október, 71 árs gamall. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni.Sigurður Pálsson, prestur og kennari, lést í mars, 82 ára að aldri. Auk þess að starfa sem kennari og prestur var hann mjög virkur í félagsstörfum. Auk þess samdi hann fjölda kennslurita og skrifaði sögu Hallgrímskirkju í Reykjavík.Sonja Backman, lést í október, 81 árs að aldri. Sonja vann lengi við skrifstofustörf meðal annars á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Þá var hún skrifstofustjóri hjá Ísaksskóla í aldarfjórðung. Hún var eiginkona Birgis Ísleifs Gunnarssonar og tók þátt í opinberum viðburðum með honum þegar hann gegndi starfi borgarstjóra, menntamálaráðherra og seðlabankastjóra.Stefán Dan Óskarsson sem ásamt eiginkonu sinni Rannveigu Hestnes, rak líkamsrætarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár lést í janúar, 71 árs gamall. Vilhjálmur Einarsson lést þann 28. desember, 85 ára að aldri. Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Meðal annars vann hann til silfurverðlauna fyrstur Íslendinga á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 og var fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Hann starfaði lengi sem kennari og lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála.Þorvaldur Þórarinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í frisbígolfi, lést í mars, 49 ára að aldri. Samantektin byggir á andlátsfréttum á Vísi og í Morgunblaðinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Fréttir ársins 2019 Tengdar fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. 31. desember 2017 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 28. desember 2015 11:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. 31. desember 2017 11:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 28. desember 2015 11:00