Lífið

Limlest á kynfærum einnar viku gömul

Stefán Árni Pálsson skrifar
Töluvert margir mættu á viðburðinn í gærkvöldi. Jaha Dukureh hitti Guðna Th forseta Íslands í gær.
Töluvert margir mættu á viðburðinn í gærkvöldi. Jaha Dukureh hitti Guðna Th forseta Íslands í gær. Myndir / UN Women
Í tilefni af 30 ára afmælis UN Women á Íslandi, buðu samtökin velunnurum og samstarfsaðilum á hátíðarviðburð í Hörpu í gær. Í tilefni afmælis var velgjörðarsendiherra UN Women fyrir Afríku, Jaha Dukureh viðstödd frumsýningu á Íslandi á heimildarmyndinni Jaha´s Promise.

Dukureh er ein helsta baráttukona heims gegn limlestingum á kynfærum kvenna og þvinguðum barnahjónaböndum.

Sjálf þurfti hún að þola limlestingu á kynfærum sínum aðeins viku gömul og var þvinguð til að giftast mun eldri manni 15 ára gömul. Hún hefur tileinkað lífi sínu baráttunni gegn limlestingum á kynfærum kvenna og þvinguðum barnahjónaböndum.

Jaha Dukureh verður viðstödd hátíðarfrumsýningu á heimildarmyndinni Jaha’s Promise, í Hörpu. Myndin fjallar um líf hennar og þrotlausa baráttu gegn limlestingum á kynfærum kvenna í Bandaríkjunum og heimalandi sínu Gambíu. En hún á hve stærstan hlut í þeim áfangasigri baráttunnar, þegar limlestingar á kynfærum kvenna voru bannaðar með lögum árið 2015.

Að myndinni lokinni voru pallborðsumræður með Jaha Dukureh, Sóley Bender prófessor í hjúkrunarfræðum við Háskóla Íslands, Evu Harðardóttur uppeldis- og menntunarfræðingur ásamt Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, stýrði umræðum.

Fjöldi góðra gesta sótti viðburðinn líkt og sjá má á myndunum hér að neðan.

Katla Margrét Þorgeirsdóttir og leikstjórinn Allan Sigurðsson mættu í gær.
Viðburðurinn þótti heppnast vel.
Fjöldi góðra gesta sótti viðburðinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.