Indlandsforseti mun heimsækja Marel, Lambhaga og Mjólkursamsöluna Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2019 12:30 Ram Nath Kovind var kjörinn 14. forseti Indlands árið 2014. Með honum á myndinni er Savita Kovind forsetafrú. Getty Ram Nath Kovind Indlandsforseti og Savita Kovind forsetafrú koma í ríkisheimsókn til landsins í næstu viku og er gert ráð fyrir að þau komi á mánudag en haldi af landi brott á miðvikudaginn. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands sem send hefur verið á fjölmiðla segir að heimsóknin hefjist með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan 10 á þriðjudaginn. „Forseti mun síðan eiga fund með forseta Indlands og í kjölfarið verða undirrituð minnisblöð með samkomulagi milli ráðuneyta landanna að forsetunum viðstöddum; þá ávarpa þeir fjölmiðla en því næst heldur forseti Indlands í Háskóla Íslands þar sem hann mun flytja fyrirlestur opinn almenningi um áherslu Indlands og Íslands á umhverfismál; hefst fyrirlesturinn klukkan 12 á hádegi. Þess má geta að Kovind forseti starfaði sem hæstaréttarlögmaður og ríkislögmaður áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Síðdegis mun forseti Indlands heimsækja höfuðstöðvar Marels í Garðabæ og kynna sér starfsemi fyrirtækisins en forsetafrúin mun skoða umhverfisvæna grænmetisræktun hjá Lambhaga og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar. Að kvöldi þriðjudagsins verður gestunum svo boðið til hátíðarkvöldverðar í boði forseta og forsetafrúar á Bessastöðum. Á miðvikudegi munu forsetahjón Indlands skoða þjóðgarðinn á Þingvöllum og sitja svo hádegisverð í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en halda af landi brott að því loknu,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Indland Íslandsvinir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Ram Nath Kovind Indlandsforseti og Savita Kovind forsetafrú koma í ríkisheimsókn til landsins í næstu viku og er gert ráð fyrir að þau komi á mánudag en haldi af landi brott á miðvikudaginn. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands sem send hefur verið á fjölmiðla segir að heimsóknin hefjist með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan 10 á þriðjudaginn. „Forseti mun síðan eiga fund með forseta Indlands og í kjölfarið verða undirrituð minnisblöð með samkomulagi milli ráðuneyta landanna að forsetunum viðstöddum; þá ávarpa þeir fjölmiðla en því næst heldur forseti Indlands í Háskóla Íslands þar sem hann mun flytja fyrirlestur opinn almenningi um áherslu Indlands og Íslands á umhverfismál; hefst fyrirlesturinn klukkan 12 á hádegi. Þess má geta að Kovind forseti starfaði sem hæstaréttarlögmaður og ríkislögmaður áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Síðdegis mun forseti Indlands heimsækja höfuðstöðvar Marels í Garðabæ og kynna sér starfsemi fyrirtækisins en forsetafrúin mun skoða umhverfisvæna grænmetisræktun hjá Lambhaga og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar. Að kvöldi þriðjudagsins verður gestunum svo boðið til hátíðarkvöldverðar í boði forseta og forsetafrúar á Bessastöðum. Á miðvikudegi munu forsetahjón Indlands skoða þjóðgarðinn á Þingvöllum og sitja svo hádegisverð í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en halda af landi brott að því loknu,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Indland Íslandsvinir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira