Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segist kunna vel við sig í Katar þar sem hann leikur með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, stýrir Al-Arabi.
„Þetta hefur komið mér á óvart. Leikirnir eru opnir og það er ekki mikið um varnarleik. Fyrir varnartengilið eru leikirnir erfiðir. En þetta er lærdómsríkt og gaman,“ sagði Aron á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag.
Akureyringurinn er ánægður að hafa breytt til og farið til Katar eftir að hafa leikið á Englandi um ellefu ára skeið.
„Þetta er öðruvísi en England, ekki jafn mikil keyrsla og pressa. Við erum ánægð að hafa tekið þetta skref,“ sagði Aron. „Við erum búin að koma okkur vel fyrir og drengurinn er byrjaður í skóla.“
Aron sagði að það væri jafnan heitt í Katar þótt hann sjálfur hafi ekki tekið lit.
Hann leikur væntanlega sinn 86. landsleik þegar Ísland tekur á móti Moldóvu í undankeppni EM 2020 á morgun. Ísland er með níu stig í 3. sæti H-riðils.
Aron Einar um lífið í Katar: Erum ánægð að hafa tekið þetta skref

Tengdar fréttir

Hamrén horfir til U-21 árs landsliðsins
Ef Erik Hamrén kallar inn leikmann í íslenska landsliðshópinn horfir hann til U-21 árs landsliðsins.

Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Moldóvu
Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu í dag við blaðamenn fyrir leikinn mikilvæga gegn Moldóvu í undankeppni EM 2020.

Atla verður minnst fyrir leikinn á móti Moldóvu á morgun
Knattspyrnusamband Íslands ætlar að minnast Atla Eðvaldssonar fyrir leikinn á móti Moldóvu á Laugardalsvelli á morgun.