Þetta kom fram í tilkynningu sem Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sendir til fjölmiðla fyrir hennar hönd.
Gunnar Steinn sagði í samtali við Vísi að endanlega sé búið að ganga frá kaupsamningi við þrotabúið. Ballarin er sjálf stödd á landinu.
Fregnir af áhuga Ballarin á endurreisn WOW air komu fram í sumar. Þar kom meðal annars fram að hún hefði áætlanir um að gera Dulles flugvöll í Washington DC að höfuðstöðvum endurreists flugfélags. Á sínum tíma greindi hún frá því að flugmálayfirvöld í Washington DC væru ótrúlega spennt fyrir komu WOW air. Fjölmiðlafulltrúi Dulles flugvallar kannaðist ekki við þann áhuga í svari við fyrirspurn Túrista í júlí.
Ballarin sagði í viðtali við Viðskiptamoggann í júlí að hún hefði tryggt félaginu um 12,5 milljarða króna til rekstursins. Áður hafði komið fram í Fréttablaðinu að viðskiptin væru frágengin en í ljós kom að greiðslur höfðu ekki borist.
Ballarin hefur að eigin sögn eytt dágóðum tíma á Íslandi. Þar hafi hún fengið betri skilning á gildi staðsetningar landsins fyrir flugsamgöngur, svo og gildi landsins sem ferðamannastaðar.
Beina útsendingu og lýsingu blaðamanns Vísis af fundinum má sjá hér fyrir neðan.