Halda því fram að Mourinho hafi neitað að kaupa Virgil van Dijk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 08:30 Virgil van Dijk á blaðamannafundi með hollenska landsliðinu. Getty/VI Images Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, væri kannski ennþá knattspyrnustjóri félagsins ef hann hefði keypt hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018. Portúgalinn sagði hins vegar nei takk og missti síðan starfið sitt tæpu ári síðar. Liverpool keypti Virgil van Dijk í staðinn frá Southampton og sér ekki eftir því í dag. Van Dijk er nú í hópi bestu leikmanna heims á öllum verðlaunahátíðum UEFA og FIFA. Liverpool var allt annað lið með Virgil van Dijk innanborðs og vann Meistaradeildina síðasta vor. Á sama tíma gekk lítið sem ekkert upp hjá Manchester United og Jose Mourinho var rekinn í desember. Vandræði liðsins snéru ekki síst um varnarleikinn en United bætti úr því með því að kaupa Harry Maguire í haust. Þá var hins vegar skaðinn skeður og liðið ekki lengur í Meistaradeildinni.Jose Mourinho reportedly refused to sign Virgil van Dijk in January 2018, before he joined Liverpool. That's what the papers are saying. The gossip: https://t.co/skmvzYrU9n#bbcfootballpic.twitter.com/i8YnuWp7Yj — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2019Blaðamenn The Independent hafa heimildir fyrir því að Jose Mourinho hafi sagt við yfirmenn sína hjá Manchester United að hann vildi ekki kaupa hollenska miðvörðinn. Miðverðirnir sem Jose Mourinho keypti sem knattspyrnustjóri Manchester United voru þeir Eric Bailly og Victor Lindelof en á þessum tíma, í janúar 2018, sóttist Portúgalinn ekki eftir því að kaupa fleiri miðverði. Það breyttist hins vegar um sumarið. Miguel Delaney skrifaði um þetta í The Independent og gerði mikið úr því að það á ekki að sjást hjá félagi eins og Manchester United að stjóri segi nei við háklassa miðverði í janúar en þurfi svo lífsnauðsynlega á miðverði að halda nokkrum mánuðum síðar.Manchester United were ready to bid for Virgil van Dijk in January 2018, only for Jose Mourinho to say no as he didn't feel he needed a centre-back, according to The Independent pic.twitter.com/pZQK7Iitzu — Goal Malaysia (@Goal_MY) September 5, 2019 Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk en einu og hálfu ári síðar keypti Manchester United Maguire frá Leicester City fyrir 85 milljónir punda og gerði hann að dýrasta varnarmanni heims. Van Dijk var kosinn besti leikmaður síðasta tímabils hjá UEFA og þykir líklegur til að hljóta Gullknöttinn í ár sem besti knattspyrnurmaður heims árið 2019. Hann er þegar orðinn goðsögn hjá Liverpool og mikill leiðtogi innan liðsins. Van Dijk er 27 ára gamall og er staddur með hollenska landsliðinu sem mun mæta Þýskalandi í kvöld í undankeppni EM 2020. Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, væri kannski ennþá knattspyrnustjóri félagsins ef hann hefði keypt hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018. Portúgalinn sagði hins vegar nei takk og missti síðan starfið sitt tæpu ári síðar. Liverpool keypti Virgil van Dijk í staðinn frá Southampton og sér ekki eftir því í dag. Van Dijk er nú í hópi bestu leikmanna heims á öllum verðlaunahátíðum UEFA og FIFA. Liverpool var allt annað lið með Virgil van Dijk innanborðs og vann Meistaradeildina síðasta vor. Á sama tíma gekk lítið sem ekkert upp hjá Manchester United og Jose Mourinho var rekinn í desember. Vandræði liðsins snéru ekki síst um varnarleikinn en United bætti úr því með því að kaupa Harry Maguire í haust. Þá var hins vegar skaðinn skeður og liðið ekki lengur í Meistaradeildinni.Jose Mourinho reportedly refused to sign Virgil van Dijk in January 2018, before he joined Liverpool. That's what the papers are saying. The gossip: https://t.co/skmvzYrU9n#bbcfootballpic.twitter.com/i8YnuWp7Yj — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2019Blaðamenn The Independent hafa heimildir fyrir því að Jose Mourinho hafi sagt við yfirmenn sína hjá Manchester United að hann vildi ekki kaupa hollenska miðvörðinn. Miðverðirnir sem Jose Mourinho keypti sem knattspyrnustjóri Manchester United voru þeir Eric Bailly og Victor Lindelof en á þessum tíma, í janúar 2018, sóttist Portúgalinn ekki eftir því að kaupa fleiri miðverði. Það breyttist hins vegar um sumarið. Miguel Delaney skrifaði um þetta í The Independent og gerði mikið úr því að það á ekki að sjást hjá félagi eins og Manchester United að stjóri segi nei við háklassa miðverði í janúar en þurfi svo lífsnauðsynlega á miðverði að halda nokkrum mánuðum síðar.Manchester United were ready to bid for Virgil van Dijk in January 2018, only for Jose Mourinho to say no as he didn't feel he needed a centre-back, according to The Independent pic.twitter.com/pZQK7Iitzu — Goal Malaysia (@Goal_MY) September 5, 2019 Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk en einu og hálfu ári síðar keypti Manchester United Maguire frá Leicester City fyrir 85 milljónir punda og gerði hann að dýrasta varnarmanni heims. Van Dijk var kosinn besti leikmaður síðasta tímabils hjá UEFA og þykir líklegur til að hljóta Gullknöttinn í ár sem besti knattspyrnurmaður heims árið 2019. Hann er þegar orðinn goðsögn hjá Liverpool og mikill leiðtogi innan liðsins. Van Dijk er 27 ára gamall og er staddur með hollenska landsliðinu sem mun mæta Þýskalandi í kvöld í undankeppni EM 2020.
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira