Fótbolti

Dönsku Íslendingaliðin úr leik í Evrópudeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brøndby er úr leik í Evrópudeildinni.
Brøndby er úr leik í Evrópudeildinni. vísir/getty
Dönsku Íslendingaliðin Brøndby og Midtjylland eru bæði úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Brøndby sem tapaði 3-1 fyrir Braga frá Portúgal í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar í kvöld. Braga vann fyrri leikinn, 4-2, og einvígið, 7-3 samanlagt.

Mikael Neville Anderson lék fyrstu 69 mínúturnar þegar Midtjylland tapaði fyrir Rangers, 3-1, á Ibrox. Strákarnir hans Stevens Gerrard unnu einvígið, 7-3.

Albert Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar AZ Alkmaar vann 4-0 sigur á Mariupol frá Úkraínu. Fyrri leikurinn fór 0-0. Í umspilinu mætir AZ Antwerp frá Belgíu.

Wolves vann annan 4-0 sigur á Pyunik Yerevan frá Armeníu. Pedro Neto, Morgan Gibbs-White, Ruben Vinagre og Diego Jota skoruðu mörk Úlfanna sem mæta ítalska liðinu Torino í umspilinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×