„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 19:00 Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. Það skortir upplýsingar frá borginni segir verslunareigandi og ferðamenn hafa lent í ógöngum þar í sumar . Borgin segir að framkvæmdir tefjist um tæpan mánuð frá upphaflegri áætlun. Reykjavíkurborg tilkynnti á heimasíðu sinni um miðjan maí að áframhaldandi endurgerð Hverfisgötu yrði í sumar milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Loka þyrfti götunni tímabundið. Í sumar hafa þó nokkur fyrirtæki á svæðinu hætt starfsemi. Um miðjan júlí lokaði veitingastaðurinn Essensia og í gær var tilkynnt að þrír veitingastaðir að Hverfisgötu tólf hefðiu verið lokaðir eða Dill, Systir og Mikkeller og Friends.Ásmundur Helgason eigandi Gráa kattarins er ósáttur við tafir á framkvæmum á Hverfisgötu.vísir/baldur hrafnkellFékk að vita af framkvæmdunum með viku fyrirvara Aðeins ofar í götunni er kaffistofan Grái kötturinn til húsa. Ásmundur Helgason eigandi þess er óhress eftir sumarið. „Fólk sem veit þegar af kaffihúsinu og fastagestir hafa komið til mín í sumar en það er nánast engin sem kemur beint af götunni,“ segir Ásmundur. Það reynist líka þrautin þyngri að komast að Gráa kettinum. Ásmundur er afar ósáttur við upplýsingaflæði frá borginni. „Viku áður en framkvæmdirnar hófust fengum við að vita af þeim og þá var ég búin að ráða sumarstarfsfólk og gat ekkert bakkað út úr því,“ segir Ásmundur. Hann telur að rekja megi gjaldþrot nokkurra fyrirtækja að hluta til, til framkvæmdanna. „Fjórir veitingastaðir eru búnir að fara á hausinn á einum mánuði og auðvitað hefur þetta haft áhrif á það,“ segir Ásmundur. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að framkvæmdirnar tefjist um mánuð og klárist í september. Ásmundur segir það afar bagalegt. „Tímasetningar varðandi framkvæmdina hafa ekki staðist hingað til og ég óttast að þetta klárist ekki fyrr en í september,“ segir Ásmundur. Sigurlaug Hannesdóttir verkefnastjóri í Safnahúsinu segir að loka hafi þurft nokkrum sinnum í sumar vegna hávaða frá framkvæmdunum.Gríðarleg áhrif á gestafjölda í Safnahúsinu Hinum megin við Gráa köttinn er Safnahúsið og hafa framkvæmdirnar haft mikil áhrif þar. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á gestafjölda hjá okkur enda hefur aðgengi verið afar erfitt vegna framkvæmdanna. Þá hafi þurft að hætta við bókaðar leiðsagnir í húsinu vegna hávaða. Hér er sýningin Sjónarhorn og því miður hafa gestir oft ekki fengið að njóta hennar sem skyldi því hávaðinn er svo mikill,“ segir Sigurlaug. Hún segir að komið hafi fyrir að loka hafi þurft húsinu í sumar vegna hávaða. „Við höfum nokkrum sinnum þurft að loka því lætin voru svo mikil hér úti. Okkar annað starf í sumar hefur verið að leiðbeina gestum og gangandi um Hverfisgötu vegna lokanna hér og þar um miðbæinn,“ segir Sigurlaug. Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá borginni vegna framkvæmdanna. Stundum séu fleiri að vinna hjá sér en í sjálfum framkvæmdunum.Eins og brandari Ofar á Hverfisgötu er gleraugnabúðin Sjáðu. Þrátt fyrir að framkvæmdirnar séu mun neðar í götunni segir Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu að þær hafa mikil áhrif á starfsemina hjá sér. Þá hafi hún ekki fengið neinar upplýsingar frá borginni. „Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar frá Reykjavíkurborg. Að sjálfsögðu erum við afar ánægð með að verið sé að laga götuna en hins vegar hefur verkefnið tekið rosalega langan tíma. Það þarf að vera fólk til að vinna verkið og stundum hef ég séð fleiri vinna í búðinni minni en í framkvæmdunum. Þetta er eiginlega bara eins og brandari. Ég hef eytt stórum hluta sumarsins í að leiðbeina fólki í hvernig og hvar það komist áfram en það eru lokanir út um allt hér í kring,“ segir Anna. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. Það skortir upplýsingar frá borginni segir verslunareigandi og ferðamenn hafa lent í ógöngum þar í sumar . Borgin segir að framkvæmdir tefjist um tæpan mánuð frá upphaflegri áætlun. Reykjavíkurborg tilkynnti á heimasíðu sinni um miðjan maí að áframhaldandi endurgerð Hverfisgötu yrði í sumar milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Loka þyrfti götunni tímabundið. Í sumar hafa þó nokkur fyrirtæki á svæðinu hætt starfsemi. Um miðjan júlí lokaði veitingastaðurinn Essensia og í gær var tilkynnt að þrír veitingastaðir að Hverfisgötu tólf hefðiu verið lokaðir eða Dill, Systir og Mikkeller og Friends.Ásmundur Helgason eigandi Gráa kattarins er ósáttur við tafir á framkvæmum á Hverfisgötu.vísir/baldur hrafnkellFékk að vita af framkvæmdunum með viku fyrirvara Aðeins ofar í götunni er kaffistofan Grái kötturinn til húsa. Ásmundur Helgason eigandi þess er óhress eftir sumarið. „Fólk sem veit þegar af kaffihúsinu og fastagestir hafa komið til mín í sumar en það er nánast engin sem kemur beint af götunni,“ segir Ásmundur. Það reynist líka þrautin þyngri að komast að Gráa kettinum. Ásmundur er afar ósáttur við upplýsingaflæði frá borginni. „Viku áður en framkvæmdirnar hófust fengum við að vita af þeim og þá var ég búin að ráða sumarstarfsfólk og gat ekkert bakkað út úr því,“ segir Ásmundur. Hann telur að rekja megi gjaldþrot nokkurra fyrirtækja að hluta til, til framkvæmdanna. „Fjórir veitingastaðir eru búnir að fara á hausinn á einum mánuði og auðvitað hefur þetta haft áhrif á það,“ segir Ásmundur. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að framkvæmdirnar tefjist um mánuð og klárist í september. Ásmundur segir það afar bagalegt. „Tímasetningar varðandi framkvæmdina hafa ekki staðist hingað til og ég óttast að þetta klárist ekki fyrr en í september,“ segir Ásmundur. Sigurlaug Hannesdóttir verkefnastjóri í Safnahúsinu segir að loka hafi þurft nokkrum sinnum í sumar vegna hávaða frá framkvæmdunum.Gríðarleg áhrif á gestafjölda í Safnahúsinu Hinum megin við Gráa köttinn er Safnahúsið og hafa framkvæmdirnar haft mikil áhrif þar. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á gestafjölda hjá okkur enda hefur aðgengi verið afar erfitt vegna framkvæmdanna. Þá hafi þurft að hætta við bókaðar leiðsagnir í húsinu vegna hávaða. Hér er sýningin Sjónarhorn og því miður hafa gestir oft ekki fengið að njóta hennar sem skyldi því hávaðinn er svo mikill,“ segir Sigurlaug. Hún segir að komið hafi fyrir að loka hafi þurft húsinu í sumar vegna hávaða. „Við höfum nokkrum sinnum þurft að loka því lætin voru svo mikil hér úti. Okkar annað starf í sumar hefur verið að leiðbeina gestum og gangandi um Hverfisgötu vegna lokanna hér og þar um miðbæinn,“ segir Sigurlaug. Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá borginni vegna framkvæmdanna. Stundum séu fleiri að vinna hjá sér en í sjálfum framkvæmdunum.Eins og brandari Ofar á Hverfisgötu er gleraugnabúðin Sjáðu. Þrátt fyrir að framkvæmdirnar séu mun neðar í götunni segir Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu að þær hafa mikil áhrif á starfsemina hjá sér. Þá hafi hún ekki fengið neinar upplýsingar frá borginni. „Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar frá Reykjavíkurborg. Að sjálfsögðu erum við afar ánægð með að verið sé að laga götuna en hins vegar hefur verkefnið tekið rosalega langan tíma. Það þarf að vera fólk til að vinna verkið og stundum hef ég séð fleiri vinna í búðinni minni en í framkvæmdunum. Þetta er eiginlega bara eins og brandari. Ég hef eytt stórum hluta sumarsins í að leiðbeina fólki í hvernig og hvar það komist áfram en það eru lokanir út um allt hér í kring,“ segir Anna.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03
Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18