Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 12:20 Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. Wiki commons Íslendingur sem reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu flugfélagsins Wizz Air verður ákærður fyrir brot á lögum um loftferðir. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Maðurinn verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Lögreglan í Stavangri í Noregi fékk tilkynningu í morgun um að íslenskur karlmaður um borð í vél frá Ungverjalandi til íslands hefði látið öllum illum látum með þeim afleiðingum að flugstjóri fann sig knúinn til að nauðlenda vélinni. Norska lögreglan var beðin um að ræsa út viðbragðsaðila til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Það skal þó tekið fram að ekki er um flugrán að ræða. Sjá nánar: Flugdólgur, ekki flugræningi Victoria Hillveg, aðgerðarstjóri lögreglunnar í Stavangri, segir í samtali við fréttastofu segir að flugstjórnarmiðstöðin hefði kallað til norsku lögregluna og beðið um að maðurinn yrði handtekinn. Hann sýndi engan mótþróa við handtökuna og hefur verið samvinnufús. Hillveg segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi viðurkennt að hafa verið undir áhrifum lyfja. Hann kveðst ekkert muna eftir atvikinu. „Þetta er það sem við vitum enn sem komið er. Þetta er það sem hann sagði okkur sjálfur. Hann sagði okkur að hann hefði tekið inn lyf og að hann muni ekkert eftir atvikinu,“ segir Hillveg. Hún bætir við að maðurinn hafi verið samvinnufús. „Hann sýndi engan mótþróa og var fullkomlega samvinnufús. Það var engin dramatík í handtökunni.“ Eftir að hafa nauðlent á Sola-flugvellinum í Noregi var ferðinni fram haldið til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan ellefu. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Íslendingur sem reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu flugfélagsins Wizz Air verður ákærður fyrir brot á lögum um loftferðir. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Maðurinn verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Lögreglan í Stavangri í Noregi fékk tilkynningu í morgun um að íslenskur karlmaður um borð í vél frá Ungverjalandi til íslands hefði látið öllum illum látum með þeim afleiðingum að flugstjóri fann sig knúinn til að nauðlenda vélinni. Norska lögreglan var beðin um að ræsa út viðbragðsaðila til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Það skal þó tekið fram að ekki er um flugrán að ræða. Sjá nánar: Flugdólgur, ekki flugræningi Victoria Hillveg, aðgerðarstjóri lögreglunnar í Stavangri, segir í samtali við fréttastofu segir að flugstjórnarmiðstöðin hefði kallað til norsku lögregluna og beðið um að maðurinn yrði handtekinn. Hann sýndi engan mótþróa við handtökuna og hefur verið samvinnufús. Hillveg segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi viðurkennt að hafa verið undir áhrifum lyfja. Hann kveðst ekkert muna eftir atvikinu. „Þetta er það sem við vitum enn sem komið er. Þetta er það sem hann sagði okkur sjálfur. Hann sagði okkur að hann hefði tekið inn lyf og að hann muni ekkert eftir atvikinu,“ segir Hillveg. Hún bætir við að maðurinn hafi verið samvinnufús. „Hann sýndi engan mótþróa og var fullkomlega samvinnufús. Það var engin dramatík í handtökunni.“ Eftir að hafa nauðlent á Sola-flugvellinum í Noregi var ferðinni fram haldið til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan ellefu.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49