Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2019 13:45 Maðurinn færður inn í lögreglubíl í Stavangri í morgun. Vísir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. Maðurinn ber við minnisleysi en hann hafi verið undir áhrifum lyfseðilsskylda lyfja. Hann hafi enga mótspyrnu veitt þegar hann var stöðvaður. „Við vissum voðalega lítið hvað væri að gerast fyrr en við fréttum að vélin væri að fara að lenda í Stavangri,“ segir Júlíana Kristín. Lagt var af stað frá Búdapest klukkan sjö í morgun en ákveðið að millilenda í Noregi vegna uppákomunnar. „Þá vissum við ekkert hvað var í gangi. Þá taka bara lögregla og slökkvilið á móti okkur. Þetta var óhugnanlegt,“ segir Júlíana Kristín.Flugstöðin í Stavangri í Noregi.WikiCommonsFljótlega hafi kvisast út að þetta væri vegna hegðunar Íslendingsins sem mun vera á sjötugsaldri. „Starfsfólkið tæklaði þetta vel. Það voru allir mjög rólegir,“ segir Júlíana Kristín. Júlíana, sem er pönkbassaleikari í hljómsveitinni Dauðyflunum, var komin til landsins þegar blaðamaður náði af henni tali. Biðin í Stavangri hefði líklegast verið um fjörutíu mínútur. „Það þurfti að leita að tösku mannsins í farþegaríminu. Allir þurftu að taka sinn handfarangur út til að bera kennsl á tösku mannsins. Hún fannst.“ Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Hann verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Fréttir af flugi Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. Maðurinn ber við minnisleysi en hann hafi verið undir áhrifum lyfseðilsskylda lyfja. Hann hafi enga mótspyrnu veitt þegar hann var stöðvaður. „Við vissum voðalega lítið hvað væri að gerast fyrr en við fréttum að vélin væri að fara að lenda í Stavangri,“ segir Júlíana Kristín. Lagt var af stað frá Búdapest klukkan sjö í morgun en ákveðið að millilenda í Noregi vegna uppákomunnar. „Þá vissum við ekkert hvað var í gangi. Þá taka bara lögregla og slökkvilið á móti okkur. Þetta var óhugnanlegt,“ segir Júlíana Kristín.Flugstöðin í Stavangri í Noregi.WikiCommonsFljótlega hafi kvisast út að þetta væri vegna hegðunar Íslendingsins sem mun vera á sjötugsaldri. „Starfsfólkið tæklaði þetta vel. Það voru allir mjög rólegir,“ segir Júlíana Kristín. Júlíana, sem er pönkbassaleikari í hljómsveitinni Dauðyflunum, var komin til landsins þegar blaðamaður náði af henni tali. Biðin í Stavangri hefði líklegast verið um fjörutíu mínútur. „Það þurfti að leita að tösku mannsins í farþegaríminu. Allir þurftu að taka sinn handfarangur út til að bera kennsl á tösku mannsins. Hún fannst.“ Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Hann verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi.
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira