Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 09:49 Vél Wizz Air var á leið frá Ungverjalandi til Íslands þegar maðurinn reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefann. Getty/SOPA Images Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns.Á vef TV2 í Noregi er haft eftir lögreglu að um hafi verið að ræða íslenskan mann á sjötugsaldri sem hafi gert tilraun til að brjótast inn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Töluverður viðbúnaður var á Sola-flugvelli vegna málsins og segir í frétt TV2 að lögreglu- og slökkviliðsmenn hafi verið ræstir út til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Vel gekk að lenda vélinni og fóru lögreglumenn fóru um borð til að handtaka manninn. Hann á ekki að hafa sýnt neina mótspyrnu. Norska ríkisútvarpið segir að maðurinn beri við minnisleysi vegna lyfjanotkunar. „Við höfum handtekið mann á sjötugsaldri. Enginn slasaðist. Reynt er að fá úr því skorið hvað gerðist,“ skrifar lögreglan í suðvestur Noregi á Twitter-síðu sinni. Hann mun hafa verið ölvaður og var fluttur til Stafangurs í varðhald. Ferð vélarinnar var síðan framhaldið til Íslands og er hún nú í loftinu. Áætluð lending vélarinnar í Keflavík er 11:15.#Sola - Vi rykker ut til Stavanger lufthavn etter melding om en person som har utagert på et fly. Det er kontroll på personen ombord. Flyet har ikke landet enda, og vi er på vei ut for å ivareta situasjonen så snart flyet er på bakken. Hendelsesforløpet er uklart. Mer følger.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019 Mannen kjøres i arrest. Hendelsen er trolig rusrelatert. Vi oppretter sak på forholdet.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019 Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns.Á vef TV2 í Noregi er haft eftir lögreglu að um hafi verið að ræða íslenskan mann á sjötugsaldri sem hafi gert tilraun til að brjótast inn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Töluverður viðbúnaður var á Sola-flugvelli vegna málsins og segir í frétt TV2 að lögreglu- og slökkviliðsmenn hafi verið ræstir út til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Vel gekk að lenda vélinni og fóru lögreglumenn fóru um borð til að handtaka manninn. Hann á ekki að hafa sýnt neina mótspyrnu. Norska ríkisútvarpið segir að maðurinn beri við minnisleysi vegna lyfjanotkunar. „Við höfum handtekið mann á sjötugsaldri. Enginn slasaðist. Reynt er að fá úr því skorið hvað gerðist,“ skrifar lögreglan í suðvestur Noregi á Twitter-síðu sinni. Hann mun hafa verið ölvaður og var fluttur til Stafangurs í varðhald. Ferð vélarinnar var síðan framhaldið til Íslands og er hún nú í loftinu. Áætluð lending vélarinnar í Keflavík er 11:15.#Sola - Vi rykker ut til Stavanger lufthavn etter melding om en person som har utagert på et fly. Det er kontroll på personen ombord. Flyet har ikke landet enda, og vi er på vei ut for å ivareta situasjonen så snart flyet er på bakken. Hendelsesforløpet er uklart. Mer følger.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019 Mannen kjøres i arrest. Hendelsen er trolig rusrelatert. Vi oppretter sak på forholdet.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira