Viðskipti innlent

Efla hagnast um 328 milljónir

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Stjórn Eflu leggur til að greiða út arð fyrir um 250 milljónir króna.
Stjórn Eflu leggur til að greiða út arð fyrir um 250 milljónir króna. EFLA
Verkfræðistofan Efla hagnaðist um 328 milljónir á síðasta ári samanborið við 418 milljónir á árinu 2017. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.

Tekjur Eflu námu tæplega 6,9 milljörðum króna og jukust um 3 prósent á milli ára. Rekstrargjöld námu hins vegar 6,5 milljörðum króna og jukust um 6 prósent.

EBITDA félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – var um 402 milljónir króna árið 2018 borið saman við 553 milljónir árið 2016.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 2,7 milljörðum króna og bókfært eigið fé var í árslok 1,5 milljarðar. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður að upphæð 250 milljónir króna á þessu ári til hluthafa sem voru 137 talsins í lok síðasta árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×