Barnavörumerkið iglo+indi var stofnað í september árið 2008 af systrunum Helgu og Lovísu Ólafsdætrum. Í gegnum árin hefur iglo+indi sent frá sér margar fatalínur og einnig verið í samstarfi við UN Women. Hannaði Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður þá empwr peysuna sem seld var í barna- og fullorðinsstærðum til styrktar þessum málstað.
Barnafatamerkið iglo+indi vakti einnig athygli víða um heiminn og voru fatalínur þeirra meðal sýndar á tískusýningum erlendis. Árið 2013 byrjaði fyrirtækið að leggja meiri áherslu á erlenda markaði og voru vörur þeirra á tímabili seldar í yfir hundrað verslunum.
AW18 iglo+indi at the Kidzfizz fashion show PittiBimbo Florence Thank you dear @alina_krasieva & @kindermodeblog for the beautiful photo #igloindi #icelandicdesign #madeinportugal #love #pittibimboView this post on Instagram
A post shared by iglo+indi (@igloindi) on Sep 2, 2018 at 10:58am PDT

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Helga, eigandi og yfirhönnuður iglo+indi, nú hafið störf hjá Bestseller á Íslandi sem rekur meðal annars verslanirnar NameIt, Vero Moda, Vila, Selected og Jack & Jones. Ekki náðist í Helgu við vinnslu fréttar en Karitas Diðriksdóttir markaðsstjóri iglo+indi vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu.