Þar verða kynntar niðurstöður tveggja verkefna; Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála en einnig fara fram pallborðsumræður. Sjá má dagskránna nánar hér fyrir neðan.
Jafnvægisás ferðamála er stjórntæki til að meta reglulega áhrif ferðaþjónustu á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Jafnvægisásinn myndar ásamt Framtíðarsýn og leiðarljósi ný stjórntæki í ferðamálum sem hugsuð eru sem undirstaða og afmörkun fyrir aðgerðabundna stefnumótunarvinnu sem er framundan.
Fundurinn er ætlaður öllum hagaðilum íslenskrar ferðaþjónustu. Fundarstjóri er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Dagskrá:
13:00 – 13:30Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030
- Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
13:30 – 14:15
Jafnvægisás ferðamála- EFLA verkfræðistofa
- Þjóðhagslegar stærðir
- Innviðir
- Samgöngur
- Veitur og úrgangsmál
14:15 – 14:30
Kaffihlé
14:30 – 15:30
Jafnvægisás ferðamála frh. - EFLA verkfræðistofa
- Umhverfi
- Náttúrustaðir og loftslagsmál
- Samfélagsmál og stoðþjónusta
- Samfélagsáhrif, lögregla, heilsugæsla, húsnæðismál,
- Sýnishorn af nýju Stjórnborði Jafnvægisáss ferðamála
15:30 – 15:40
Samantekt
15:40 – 16:00
Pallborðsumræður
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra
- Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála
- Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
- Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
- Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins