Svipað að fara í Súpermanbúning og klæðast sem Hatari Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2019 14:35 Magnús Hákonarson er formaður BDSM á Íslandi en í nýjum pistli frá félaginu segir að ekkert sé til sem heitir BDSM-klæðnaður. „Það er ekkert til sem heitir BDSM klæðnaður,“ er yfirskrift pistils sem formaður BDSM á Íslandi, Magnús Hákonarson, birtir á síðu samtakanna. Pistillinn kemur í kjölfar fréttar sem Vísir birti og vakti verulega athygli, en þar er fjallað umkvartanir Áslaugar Einarsdóttir, master í blaða- og fréttamennsku, sem er afar ósátt við að barn hennar hafi verið hluti af atriði Hatara í innslagi sem sýnt var áður en þeir fóru á svið í Söngvakeppninni.Óhugnaður í sjálfu ríkissjónvarpinu Í pistli hennar segir meðal annars: „Hatarar eru yfirlýstur BDSM hópur þar sem leðurólar, gaddar og kynferðislegir órar virðast ráða ríkjum. Boðskapur þeirra er ekki uppbyggilegur á neinn hátt þrátt fyrir meinta pólitíska afstöðu, og í því ljósi komast þeir upp með ólýsanlegan óhugnað í sjálfu ríkissjónvarpinu.“Áslaug Einarsdóttir telur afleitt að það þyki sjálfsagt og eðlilegt að skólabörn klæðist BDSM-klæðnaði. En, í pistli frá BDSM á Íslandi er því hafnað að til sé slíkur klæðnaður.Magnús Hákonarson segir, í samtali við Vísi, pistilinn vera innlegg í orðræðu sem hafi verið í gangi og sé í raun framhald af pistli Margrétar Nilsdóttur, sem sjá má hér neðar, ívafðan. Í pistlinum segir að vissulega sé það svo að BDSM fólk hafi mikla ánægju af því að klæða sig upp í búninga sem hafa einhverja merkingu fyrir það og þá gjarnan að einhverju leiti kynferðislega. „Fjölmargir upplifa sig kynþokkafyllri en ella í t.d. leðri, latexi eða vinnufatnaði.“Ekki slökkviliðsmaður þó þú farir í slökkviliðsbúning En, það sé þó svo að ýmsir hópar klæði sig með einkennandi hætti. Og búningar séu búningar. Menn verði ekki slökkviliðsmenn við það eitt að fara í slökkviliðsbúning. Börn séu hrifnæm og fljót að máta sig við allt sem nýtt er og vekur athygli þeirra. „Það er ekkert nýtt og ekkert ljótt, bara börn að vera börn. Við fullorðna fólkið eigum ekki að gera börnum upp kynferðislegar hvatir. Fyrir þeim eru Hatarabúningar ekkert annað en Hatarabúningar alveg eins og Súpermannbúningar eru Súpermannbúningar.Magnús Hákonarson er formaður BDSM á Íslandi.visir/pjeturÞað eina sem gæti hugsanlega skaðað þau væri ef einhver sem þau taka mark á bregst dæmandi eða harkalega við og kemur inn hjá þeim skömm sem þau skilja ekkert í, því þau hafa ekki þessa kynferðislegu tengingu. Mannssálin mótast af viðmóti annarra en ekki klæðnaði eða fylgihlutum. Það að klæða sig í leðurgalla eða latexsamfesting gerir mann ekki sjálfkrafa að BDSM-manneskju,“ segir meðal annars í pistlinum sem fylgir í heild sinni hér neðar. Magnús sjálfur leikur í myndbandi Hatara, í laginu sem til stendur að senda fyrir Íslands hönd í Eurovision og fer þar mikinn með svipu í hönd. Fyrir dyrum stendur aðalfundur BDSM á Íslandi. Magnús ætlar ekki að gefa kost á sér og verður því nýr formaður kjörinn þar innan tíðar. Magnús vill ekki upplýsa hvort meðlimir hljómsveitarinnar Hatari eru á félagar í BDSM samtökunum, segir félagskrá hernaðarleyndarmál en 100 manns eru skráðir í félagið.Það er ekkert til sem heitir BDSM klæðnaðurSvartur klæðnaður, leður og gaddar getur vissulega verið vísun í vald og kúgun í vestrænni menningu. Svartur hefur löngum verið litur yfirvalds, lögreglu og dómara og því vekur hann upp hughrif um hörku og kalt viðmót. Gaddar og leðurólar ýkja þessi hughrif. Þessi klæðnaður er þó ekki síður notaður af jaðarsettum hópum, sem einhvers konar uppreisn eða merki um andóf gegn þeim mjúku, pastellituðu samfélagsfjötrum sem í raun halda okkur öllum niðri. Pönkarar, þungarokkarar og gotharar eru dæmi um hópa sem nota þessi tákn, hver gerir þau að sínum á einhvern hátt og merkingin er misdjúpstæð eins og gengur.Börn eru hrifnæm og eru fljót að máta sig við allt í menningunni sem vekur athygli þeirra. Það er ekkert nýtt og ekkert ljótt, bara börn að vera börn. Við fullorðna fólkið eigum ekki að gera börnum upp kynferðislegar hvatir. Fyrir þeim eru Hatarabúningar ekkert annað en Hatarabúningar alveg eins og Súpermannbúningar eru Súpermannbúningar. Það eina sem gæti hugsanlega skaðað þau væri ef einhver sem þau taka mark á bregst dæmandi eða harkalega við og kemur inn hjá þeim skömm sem þau skilja ekkert í, því þau hafa ekki þessa kynferðislegu tengingu. Mannssálin mótast af viðmóti annarra en ekki klæðnaði eða fylgihlutum. Það að klæða sig í leðurgalla eða latexsamfesting gerir mann ekki sjálfkrafa að BDSM-manneskju. Maður verður ekki slökkviliðsmaður við það eitt að fara í slökkviliðsbúning.Við neitum því ekkert að margt BDSM-fólk hefur mikla ánægju af því að klæða sig upp í búninga sem hafa einhverja merkingu fyrir það og þá gjarnan að einhverju leiti kynferðislega. Fjölmargir upplifa sig kynþokkafyllri en ella í t.d. leðri, latexi eða vinnufatnaði. Enn aðrir hafa hreinlega blæti fyrir ákveðnum gerðum skófatnaðar, regnfatnaði eða blúndum svo eitthvað sé nefnt. Þetta á alltsaman heima undir svartri og glansandi regnhlíf BDSM allveg eins og margt annað mun sérkennilegra.BDSM snýst um svo margt annað en að klæða sig í búning. BDSM snýst um samskipti fólks og gengur út á að finna fegurð, nánd og innileika með því að sættast við og jafnvel deila sínum dýpstu og skrýtnustu kenndum. BDSM snýst um að vera maður sjálfur á fordómalausan hátt. BDSM snýst um að vera ekki hræddur við að vera viðkvæmur og berskjaldaður og því gengur það í eðli sínu út á traust. Það að leika sér með táknmyndir sem einhverjir tengja við illsku, gerir mann ekki illan eða hatursfullan. Að dæma fólk illt fyrir slíkt er mun nær því að vera alvöru hatur. Eurovision Tengdar fréttir Ósátt við að börn séu tengd göddum, leðri og kynferðislegum órum Gagnrýnir Breiðagerðisskóla harðlega fyrir að lána börn í atriði Hatara. 11. mars 2019 10:24 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
„Það er ekkert til sem heitir BDSM klæðnaður,“ er yfirskrift pistils sem formaður BDSM á Íslandi, Magnús Hákonarson, birtir á síðu samtakanna. Pistillinn kemur í kjölfar fréttar sem Vísir birti og vakti verulega athygli, en þar er fjallað umkvartanir Áslaugar Einarsdóttir, master í blaða- og fréttamennsku, sem er afar ósátt við að barn hennar hafi verið hluti af atriði Hatara í innslagi sem sýnt var áður en þeir fóru á svið í Söngvakeppninni.Óhugnaður í sjálfu ríkissjónvarpinu Í pistli hennar segir meðal annars: „Hatarar eru yfirlýstur BDSM hópur þar sem leðurólar, gaddar og kynferðislegir órar virðast ráða ríkjum. Boðskapur þeirra er ekki uppbyggilegur á neinn hátt þrátt fyrir meinta pólitíska afstöðu, og í því ljósi komast þeir upp með ólýsanlegan óhugnað í sjálfu ríkissjónvarpinu.“Áslaug Einarsdóttir telur afleitt að það þyki sjálfsagt og eðlilegt að skólabörn klæðist BDSM-klæðnaði. En, í pistli frá BDSM á Íslandi er því hafnað að til sé slíkur klæðnaður.Magnús Hákonarson segir, í samtali við Vísi, pistilinn vera innlegg í orðræðu sem hafi verið í gangi og sé í raun framhald af pistli Margrétar Nilsdóttur, sem sjá má hér neðar, ívafðan. Í pistlinum segir að vissulega sé það svo að BDSM fólk hafi mikla ánægju af því að klæða sig upp í búninga sem hafa einhverja merkingu fyrir það og þá gjarnan að einhverju leiti kynferðislega. „Fjölmargir upplifa sig kynþokkafyllri en ella í t.d. leðri, latexi eða vinnufatnaði.“Ekki slökkviliðsmaður þó þú farir í slökkviliðsbúning En, það sé þó svo að ýmsir hópar klæði sig með einkennandi hætti. Og búningar séu búningar. Menn verði ekki slökkviliðsmenn við það eitt að fara í slökkviliðsbúning. Börn séu hrifnæm og fljót að máta sig við allt sem nýtt er og vekur athygli þeirra. „Það er ekkert nýtt og ekkert ljótt, bara börn að vera börn. Við fullorðna fólkið eigum ekki að gera börnum upp kynferðislegar hvatir. Fyrir þeim eru Hatarabúningar ekkert annað en Hatarabúningar alveg eins og Súpermannbúningar eru Súpermannbúningar.Magnús Hákonarson er formaður BDSM á Íslandi.visir/pjeturÞað eina sem gæti hugsanlega skaðað þau væri ef einhver sem þau taka mark á bregst dæmandi eða harkalega við og kemur inn hjá þeim skömm sem þau skilja ekkert í, því þau hafa ekki þessa kynferðislegu tengingu. Mannssálin mótast af viðmóti annarra en ekki klæðnaði eða fylgihlutum. Það að klæða sig í leðurgalla eða latexsamfesting gerir mann ekki sjálfkrafa að BDSM-manneskju,“ segir meðal annars í pistlinum sem fylgir í heild sinni hér neðar. Magnús sjálfur leikur í myndbandi Hatara, í laginu sem til stendur að senda fyrir Íslands hönd í Eurovision og fer þar mikinn með svipu í hönd. Fyrir dyrum stendur aðalfundur BDSM á Íslandi. Magnús ætlar ekki að gefa kost á sér og verður því nýr formaður kjörinn þar innan tíðar. Magnús vill ekki upplýsa hvort meðlimir hljómsveitarinnar Hatari eru á félagar í BDSM samtökunum, segir félagskrá hernaðarleyndarmál en 100 manns eru skráðir í félagið.Það er ekkert til sem heitir BDSM klæðnaðurSvartur klæðnaður, leður og gaddar getur vissulega verið vísun í vald og kúgun í vestrænni menningu. Svartur hefur löngum verið litur yfirvalds, lögreglu og dómara og því vekur hann upp hughrif um hörku og kalt viðmót. Gaddar og leðurólar ýkja þessi hughrif. Þessi klæðnaður er þó ekki síður notaður af jaðarsettum hópum, sem einhvers konar uppreisn eða merki um andóf gegn þeim mjúku, pastellituðu samfélagsfjötrum sem í raun halda okkur öllum niðri. Pönkarar, þungarokkarar og gotharar eru dæmi um hópa sem nota þessi tákn, hver gerir þau að sínum á einhvern hátt og merkingin er misdjúpstæð eins og gengur.Börn eru hrifnæm og eru fljót að máta sig við allt í menningunni sem vekur athygli þeirra. Það er ekkert nýtt og ekkert ljótt, bara börn að vera börn. Við fullorðna fólkið eigum ekki að gera börnum upp kynferðislegar hvatir. Fyrir þeim eru Hatarabúningar ekkert annað en Hatarabúningar alveg eins og Súpermannbúningar eru Súpermannbúningar. Það eina sem gæti hugsanlega skaðað þau væri ef einhver sem þau taka mark á bregst dæmandi eða harkalega við og kemur inn hjá þeim skömm sem þau skilja ekkert í, því þau hafa ekki þessa kynferðislegu tengingu. Mannssálin mótast af viðmóti annarra en ekki klæðnaði eða fylgihlutum. Það að klæða sig í leðurgalla eða latexsamfesting gerir mann ekki sjálfkrafa að BDSM-manneskju. Maður verður ekki slökkviliðsmaður við það eitt að fara í slökkviliðsbúning.Við neitum því ekkert að margt BDSM-fólk hefur mikla ánægju af því að klæða sig upp í búninga sem hafa einhverja merkingu fyrir það og þá gjarnan að einhverju leiti kynferðislega. Fjölmargir upplifa sig kynþokkafyllri en ella í t.d. leðri, latexi eða vinnufatnaði. Enn aðrir hafa hreinlega blæti fyrir ákveðnum gerðum skófatnaðar, regnfatnaði eða blúndum svo eitthvað sé nefnt. Þetta á alltsaman heima undir svartri og glansandi regnhlíf BDSM allveg eins og margt annað mun sérkennilegra.BDSM snýst um svo margt annað en að klæða sig í búning. BDSM snýst um samskipti fólks og gengur út á að finna fegurð, nánd og innileika með því að sættast við og jafnvel deila sínum dýpstu og skrýtnustu kenndum. BDSM snýst um að vera maður sjálfur á fordómalausan hátt. BDSM snýst um að vera ekki hræddur við að vera viðkvæmur og berskjaldaður og því gengur það í eðli sínu út á traust. Það að leika sér með táknmyndir sem einhverjir tengja við illsku, gerir mann ekki illan eða hatursfullan. Að dæma fólk illt fyrir slíkt er mun nær því að vera alvöru hatur.
Eurovision Tengdar fréttir Ósátt við að börn séu tengd göddum, leðri og kynferðislegum órum Gagnrýnir Breiðagerðisskóla harðlega fyrir að lána börn í atriði Hatara. 11. mars 2019 10:24 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Ósátt við að börn séu tengd göddum, leðri og kynferðislegum órum Gagnrýnir Breiðagerðisskóla harðlega fyrir að lána börn í atriði Hatara. 11. mars 2019 10:24