Ætla að styðja við bakið á gamla Liverpool manninum eftir baulið um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 16:30 Philippe Coutinho. Vísir/Getty Philippe Coutinho hefur upplifað skemmtilegri tíma á sínum fótboltaferli en í leik Barcelona og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Barcelona vann leikinn 3-1 en áhorfendur á Nývangi bauluðu á Brasilíumanninn og hann var á endanum tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok.Concern from teammates. Lacking confidence. Looking lost in front of goal. Things aren't going well for Coutinho at @FCBarcelona.https://t.co/UeagxWWBonpic.twitter.com/mFxEV23AgW — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 10, 2019Philippe Coutinho hefur „aðeins“ skorað þrjú mörk síðan í október og það er ekki mikið fyrir mann sem Barcelona gæti á endanum þurft að borga 142 milljónir punda fyrir. Coutinho var frábær með Liverpool liðinu en hefur gengið frekar illa að fóta sig meðal stórstjarnanna í Barcelona. Hann er 26 ára gamall og ætti því að vera detta inn í sín bestu ár sem knattspyrnumaður. Stuðningsmenn Barcelona sýna hins vegar engan miskunn og það er erfitt að spila við hlið snillinga eins og Lionel Messi sem skekkja mat flestra á því hvað sé góður fótboltamaður. Lionel Messi hefur komið að 53 mörkum Barcelona á leiktíðinni (34 mörk og 19 stoðsendingar) eða 40 mörkum fleiri en Philippe Coutinho.Piqué sale en defensa de Coutinho tras los pitos que recibió el brasileno en el Camp Nou https://t.co/oEIePYkFbo#BarçaRayo — MARCA (@marca) March 10, 2019„Við verðum að sætta okkur við viðbrögð stuðningsmannanna en við verðum að styðja við bakið á honum innan liðsins,“ sagði Gerard Pique. „Þetta er búið að vera gott tímabil hjá Philippe,“ sagði Pique í viðtalinu við Marca. „Augljóslega kostaði hann félagið mjög mikinn pening og það eru því mun meiri væntingar. Svona er þetta bara,“ sagði Pique. „Við þurfum á honum að halda í sínu besta formi á lokakaflanum og ég er viss um að hann verður í því,“ sagði Pique. Philippe Coutinho hefur spilað 39 leiki í öllum keppnum og er með 8 mörk og 5 stoðsendingar í þeim. Hann síðasta deildarmark kom aftur á móti í lok október og hann hefur ekki átt þátt í deildarmarki síðan 13. janúar. Stoðsending hans á Luis Suárez á móti Eivar 13. janúar er eina markið sem þessi sóknarmaður hefur komið að í spænsku deildinni í síðustu fimmtán leikjum sínum með Börsungum. Coutinho kom að 13 mörkum (7 mörk og 6 stoðsendingar) í 14 deildarleikjum með Liverpool 2017-18 og tímabilið á undan var hann með 13 mörk og 7 stoðsendingar í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni.EL PUFO "Un día más en la oficina para Coutinho. Otro partido decepcionante, intrascendente. Si Valverde recupera al brasileno para esta temporada será casi un milagro" https://t.co/UBzOkUVS57pic.twitter.com/jCvankKdNf — MARCA (@marca) March 9, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Philippe Coutinho hefur upplifað skemmtilegri tíma á sínum fótboltaferli en í leik Barcelona og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Barcelona vann leikinn 3-1 en áhorfendur á Nývangi bauluðu á Brasilíumanninn og hann var á endanum tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok.Concern from teammates. Lacking confidence. Looking lost in front of goal. Things aren't going well for Coutinho at @FCBarcelona.https://t.co/UeagxWWBonpic.twitter.com/mFxEV23AgW — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 10, 2019Philippe Coutinho hefur „aðeins“ skorað þrjú mörk síðan í október og það er ekki mikið fyrir mann sem Barcelona gæti á endanum þurft að borga 142 milljónir punda fyrir. Coutinho var frábær með Liverpool liðinu en hefur gengið frekar illa að fóta sig meðal stórstjarnanna í Barcelona. Hann er 26 ára gamall og ætti því að vera detta inn í sín bestu ár sem knattspyrnumaður. Stuðningsmenn Barcelona sýna hins vegar engan miskunn og það er erfitt að spila við hlið snillinga eins og Lionel Messi sem skekkja mat flestra á því hvað sé góður fótboltamaður. Lionel Messi hefur komið að 53 mörkum Barcelona á leiktíðinni (34 mörk og 19 stoðsendingar) eða 40 mörkum fleiri en Philippe Coutinho.Piqué sale en defensa de Coutinho tras los pitos que recibió el brasileno en el Camp Nou https://t.co/oEIePYkFbo#BarçaRayo — MARCA (@marca) March 10, 2019„Við verðum að sætta okkur við viðbrögð stuðningsmannanna en við verðum að styðja við bakið á honum innan liðsins,“ sagði Gerard Pique. „Þetta er búið að vera gott tímabil hjá Philippe,“ sagði Pique í viðtalinu við Marca. „Augljóslega kostaði hann félagið mjög mikinn pening og það eru því mun meiri væntingar. Svona er þetta bara,“ sagði Pique. „Við þurfum á honum að halda í sínu besta formi á lokakaflanum og ég er viss um að hann verður í því,“ sagði Pique. Philippe Coutinho hefur spilað 39 leiki í öllum keppnum og er með 8 mörk og 5 stoðsendingar í þeim. Hann síðasta deildarmark kom aftur á móti í lok október og hann hefur ekki átt þátt í deildarmarki síðan 13. janúar. Stoðsending hans á Luis Suárez á móti Eivar 13. janúar er eina markið sem þessi sóknarmaður hefur komið að í spænsku deildinni í síðustu fimmtán leikjum sínum með Börsungum. Coutinho kom að 13 mörkum (7 mörk og 6 stoðsendingar) í 14 deildarleikjum með Liverpool 2017-18 og tímabilið á undan var hann með 13 mörk og 7 stoðsendingar í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni.EL PUFO "Un día más en la oficina para Coutinho. Otro partido decepcionante, intrascendente. Si Valverde recupera al brasileno para esta temporada será casi un milagro" https://t.co/UBzOkUVS57pic.twitter.com/jCvankKdNf — MARCA (@marca) March 9, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira