„Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ í nýrri herferð Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 10:30 Lieke Martens í leik með Barcelona. Vísir/Getty Leikmenn kvennaliðs Barcelona sendu frá sér myndband í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á dögunum en Lionel Messi og félagar eru ekki eina fótboltalið FC Barcelona. Myndbandið frá Barcelona Femení kemur með nýtt sjónarhorn í umræðuna um jafnrétti kynjanna í fótboltaheiminum og á við á Spáni alveg eins og hér á Íslandi. Fyrsta yfirlýsingin í auglýsingunni stuðar kannski einhverja því hún er „Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ en þú þarf ekki að horfa mikið lengur til að skilja skilaboðin frá stelpunum í Barcelona. „Fótbolti er ekki fyrir stelpur og fótbolti er ekki fyrir stráka. Fótbolti er fyrir fótboltafólk,“ segir meðal annars í myndbandinu. Myndbandið gengur annars út á það að leikmenn Barcelona liðsins tala um að það eigi ekki að kynkenna fótboltann. Fótboltaleikur kvenna er þannig bara fótboltaleikur, kvenkyns fótboltamaður er bara fótboltamaður, skot er bara skot og tækling er bara tækling hvort sem það gerist í karla- eða kvennaleik. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er enska landsliðskonan Toni Duggan sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2017. Þar má líka sjá hollensku landsliðskonuna Lieke Martens, sem var kosin besti í heimi fyrir árið 2017 og kom til Barcelona í júlí 2017. Barcelona liðið er í harðri baráttu við Atletico Madrid en Barca-stelpurnar eru eins og er í öðru sætinu. Þær hafa lent í öðru sæti undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa orðið spænskir meistarar fjögur ár í röð frá 2012 til 2015. Átakið notar myllumerkið #WeAreFootballers og heitir „Football is for footballers“ á ensku en á spænsku og katalónísku er nafnið „El fútbol es para futbolistas“ og „El futbol és per a futbolistes“. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan af Instagram síðu Barcelona. View this post on InstagramFootball is for all..... #IWD @fcbfemeni A post shared by Toni Duggan (@toniduggan) on Mar 8, 2019 at 9:37am PST Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs Barcelona sendu frá sér myndband í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á dögunum en Lionel Messi og félagar eru ekki eina fótboltalið FC Barcelona. Myndbandið frá Barcelona Femení kemur með nýtt sjónarhorn í umræðuna um jafnrétti kynjanna í fótboltaheiminum og á við á Spáni alveg eins og hér á Íslandi. Fyrsta yfirlýsingin í auglýsingunni stuðar kannski einhverja því hún er „Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ en þú þarf ekki að horfa mikið lengur til að skilja skilaboðin frá stelpunum í Barcelona. „Fótbolti er ekki fyrir stelpur og fótbolti er ekki fyrir stráka. Fótbolti er fyrir fótboltafólk,“ segir meðal annars í myndbandinu. Myndbandið gengur annars út á það að leikmenn Barcelona liðsins tala um að það eigi ekki að kynkenna fótboltann. Fótboltaleikur kvenna er þannig bara fótboltaleikur, kvenkyns fótboltamaður er bara fótboltamaður, skot er bara skot og tækling er bara tækling hvort sem það gerist í karla- eða kvennaleik. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er enska landsliðskonan Toni Duggan sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2017. Þar má líka sjá hollensku landsliðskonuna Lieke Martens, sem var kosin besti í heimi fyrir árið 2017 og kom til Barcelona í júlí 2017. Barcelona liðið er í harðri baráttu við Atletico Madrid en Barca-stelpurnar eru eins og er í öðru sætinu. Þær hafa lent í öðru sæti undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa orðið spænskir meistarar fjögur ár í röð frá 2012 til 2015. Átakið notar myllumerkið #WeAreFootballers og heitir „Football is for footballers“ á ensku en á spænsku og katalónísku er nafnið „El fútbol es para futbolistas“ og „El futbol és per a futbolistes“. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan af Instagram síðu Barcelona. View this post on InstagramFootball is for all..... #IWD @fcbfemeni A post shared by Toni Duggan (@toniduggan) on Mar 8, 2019 at 9:37am PST
Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira